Þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum

Umsögn í þingmáli 309 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Embætti landlæknis Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Directorate of Health Embætti landlæknis Alþingi Kirkjustræti 101 Reykjavík Reykjavík, 3. desember 2019 1911088/0.4.1/dgg Efni: Umsögn Embættis landlæknis um tillögu til þingsályktunar um þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum Embætti landlæknis fagnar áhuga á lýðheilsutengdum forvörnum og minnir á að hlutverk embættisins skv. lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41 frá 2007 er m.a. að efla lýðheilsustarf og annast forvarna- og heilsueflingarverkefni hér á landi. Embættið bendir á lýðheilsustefnu stjórnvalda frá árinu 2016, sem mikilvægt er að uppfæra til samræmis við heilbrigðisstefnu stjórnvalda til ársins 2030. Flestir þættir þingsályktunartillögunnar koma nú þegar fram í þeirri stefnu og unnið er að í daglegum verkefnum á lýðheilsusviði hjá Embætti landlæknis. Aðgerðaráætlun sem fylgir lýðheilsustefnunni frá 2016 gildir aðeins til ársins 2020 og því er nauðsynlegt að vinna aðgerðaráætlun til ársins 2030. Embættið leggur til að haldið sé áfram að byggja á þeirri góðu vinnu sem liggur fyrir um lýðheilsutengdar forvarnir. Virðingarfyllst, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Katrínartúni 2 • IS 105 Reykjavík • lceland • Sími/Tel. (+354) 510 1900 • mottaka@ landlaeknir.is • www.landlaeknir.is mailto:mottaka@landlaeknir.is http://www.landlaeknir.is