Þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum

Umsögn í þingmáli 309 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Velferðarnefnd Alþingis Skrifstofa Alþingis - nefndasvið Reykjavík 2. desember 2019 b.t. Hildar Edwald 1911086SA AGB Austurstræti 8-10 Málalykill: 00.63 150 Reykjavík Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum, 309. mál-þingskjal 350. Sambandinu barst málið til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis með tölvupósti 12. nóvember sl. í tillögunni er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem fái það verkefni að útfæra stefnu og aðgerðaáætlun um þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum. Tillagan samræmist áherslum sambandsins, sbr. umsögn sambandsins um drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í bréfi til velferðarnefndar, dags. 12. mars sl., og umsögn til velferðarráðuneytisins um drög að lýðheilsustefnu í bréf dags. 22. desember 2015. Sambandið gagnrýndi síðastnefndu drögin fyrir skort á heildarsýn þar sem þau tóku eingöngu til barna og ungmenna og gerði einnig athugasemdir við að tillögur byggðust ekki á greiningu á stöðu og úrlausnarefnum í lýðheilsumálum og að tillögur um veigamiklar aðgerðir sveitarfélaga voru ekki kostnaðarmetnar. í umsögn sinni um drög að heilbrigðisstefnu tilgreindi sambandið að þörf sé á stefnumiði, sem fjalli um ábyrgð fólks á eigin heilsu, heilsueflingu og forvarnir. Það tók einnig fram að virk lýðheilsustefna sé lykill að árangri í viðbrögðum við þeirri gríðarlegu áskorun sem fram undan er samhliða lýðfræðilegri þróun og aukinni þörf fyrir öldrunarþjónustu. Að þessu sögðu er Ijóst að sambandið telur að fyrirliggjandi tillaga sé í grunninn mikilvæg og þörf en það telur jafnframt brýnt að árétta eftirfarandi: í tillögunni eru tilgreind nokkur atriði sem heildstæð lýðheilsuáætlun eigi að fela í sér og hver markmið stefnunnar eigi að vera. Sambandið gerir athugasemd við að ekki sé tekið fram að framtíðarsýn, markmið og mælikvarðar skuli byggjast á mati á stöðu lýðheilsu þjóðarinnar og núverandi forvarnaaðgerðum. Það telur ríka þörf á að meta með heildstæðum hætti stöðuna þannig að stefna og aðgerðaáætlun byggi á traustum grunni. Meðal þess sem þörf er á að skoða er verka- og kostnaðarskipting á milli ríkis og sveitarfélaga í lýðheilsutengdum forvarnamálum. Einnig er þörf á að líta til þess hvernig norræn nágrannalönd, haga þessum málum en þar er hvatning til forvarnastarfs innbyggð í verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig er áhugavert að líta til Skotlands þar sem sveitarfélög vinna að forvarnarmálum ígegnum markmiðstengda árangurssamninga við ríkið. Ljóst er að sveitarfélög eru lykilaðilar í lýðheilsutengdum forvarnarmálum. Bæði vegna þess að þau bera ábyrgð á grunnvelferðarþjónustu við íbúa frá vöggu til grafar og eru samstarfs- og stuðningsaðilar við íþróttafélög og önnur frjáls Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavik, simi 515 4900, fax 515 4903. sam band@ sam band.is , www.samband.is mailto:samband@samband.is http://www.samband.is félagasamtök á hverjum stað. En líka vegna þess að þau eru í nánum tengslum við íbúa vegna Iýðræðislegs hlutverks síns og leggja í vaxandi mæli áherslu á samráð og samstarf við íbúa í tengslum við þjónustuverkefni sín. Það hefur líka sýnt sig að sveitarfélögin hafa áhuga á að sinna forvarnamálum. Það kemur m.a. fram í því að 29 sveitarfélög, sem 91% íbúa Iandsins búa í, hafa skrifað undir samstarfssamning við landlæknisembættið um að verða heilsueflandi samfélög. Sveitarfélögin fá hins vegar engan fjárhagslegan stuðning frá ríkinu til að sinna Iýðheilsutengdum forvarnaverkefnum sem er mjög óeðlilegt með tilliti til þess að það er fyrst og fremst ríkið sem nýtur góðs af forvarnaaðgerðum sveitarfélaga í lækkun heilbrigðisútgjalda. Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA jp / u íi óy Ia Qr\ f / i -n J í ' Anna G. Björnsdóttir Sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs 2