Þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum

Umsögn í þingmáli 309 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fræðsla og forvarnir Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
FRÆÐSLA & FORVARNIR Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Sent rafrænt á: nefndasvid@althingi.is Reykjavík 3. desember 2019. Umsögn um þingsályktunartillögu um Þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum, 309. mál, lagt fyrir Alþingi á 150. löggjafarþingi 2019-2020. Fræðsla og forvarnir styðja tillöguna og hvetja til þess að hún verði samþykkt en vilja benda sérstaklega á nokkra þætti. Það er mikilvægt að stefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu sé heildstæð, markmiðadrifin og til langs tíma. Til þess að hún verði annað en orðin tóm þarf einnig að fylgja fjármögnuð framkvæmdaáætlun og skilgreind ábyrgð og hlutverk þeirra sem að henni koma. Hún þarf að byggjast á gagnreyndri þekkingu og fela í sér reglulega endurskoðun sem byggð er á árangursmati. Í tillögum lýðheilsunefndar sem skipuð var haustið 2014 eru margar vel grundaðar tillögur sem því miður hafa ekki komið til framkvæmda. Þær standa þó enn fyrir sínu og ramma skýrt inn helstu viðfangsefni lýðheilsu; hreyfingarleysi, áfengisneyslu, reykingar og óheilsusamlegt mataræði. Við bendum á tilvitnun í grein Janusar Guðlaugssonar (Læknablaðið, 4. tbl. 104. árg.), í greinargerð með þingsályktunartillögunni þar sem segir að ,, ... 98% útgjalda til heilbrigðismála fari í að meðhöndla sjúkdóma en tæplega 2% fara í forvarnir.“ Þessi hlutföll eru í algerri mótsögn við mikilvægi forvarna. Álagi á heilbrigðisþjónustu verður ekki endalaust mætt með auknu fjármagni og uppbyggingu heilbrigðisstofnana til þess að takast á við sjúkdóma og vanheilsu. Þar verða forvarnir að koma til. FRÆ, Fræðsla og forvarnir leggja sérstaka áherslu á þær tillögur lýðheilsunefndarinnar að heilsusjónarmið verði innleidd í allar stefnur og að komið verði á lýðheilsumati (e. health impact assessment). Með lýðheilsumati er lagt mat á það hver séu líkleg bein og óbein áhrif tiltekinna aðgerða stjórnvalda, eins og lagasetningar og ýmissa stjórnsýsluákvarðana, á lýðheilsu. Mál sem mikilvægt er að varpa slíku ljósi á eru til dæmis tillögur um að auka aðgengi að áfengi og öðrum ávana- og vímuefnum og heimila áróður fyrir áfengisneyslu (áfengisauglýsingar). Við leggjum áherslu á möguleika og mikilvægi almannaheillasamtaka í lýðheilsu. Angar og áhrif almannaheillasamtaka ná til flestra kima samfélagsins. Þau geta því leikið lykilhlutverk í að virkja samfélagið til breytinga. Fyrir hönd Fræðslu og forvarna, Árni Einarsson, framkvæmdastjóri 0 þfcsuAs F R Æ Ð SLA OG F0 R VA R N IR • S ig t ú n i 42 • 1 0 5 R e y k j a v í k • s. 51 1 1 588 • kt . 4 1 0 7 9 3 - 2 1 0 9 • f r a e @ f o r v a r n i r . i s • f o r v a r n i r . i s mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:frae@forvarnir.is