Þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum

Umsögn í þingmáli 309 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi Velferðarnefnd Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík 3. desember 2019 Efni: Umsögn Æskunnar barnahreyfingar um ,,Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í lýðheilsutengdum forvörnum. 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 350 — 309. mál.“ [1] Æskan Barnahreyfing styður þessa þingsályktunartillögu eindregið. Æskan barnahreyfing vinnur mikið með almenningi í grasrótarstarfi, þar kemur fram mikill stuðningur samfélagsins á flestu í tillögunni. Við fögnum því þegar kallað er eftir sérþekkingu frjálsra félagasamtaka sem eru virk í forvörnum þegar fjallað er um breytingar á lögum sem heyra til forvarna í landinu og erum tilbúin að eiga fulltrúa í starfshópnum Tillaga þessi er í takti við heilbrigðisstefnu þessarar sem og fyrri ríkisstjórna.[2] [3] Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að notkun vímuefna er þáttur í ósmitnæmum sjúkdómum og hvetur allar þjóðir til að draga úr neyslu vímuefna [4] Æskan barnahreyfing styður allar tillögur sem styrkja forvarnir gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Stysta leiðin til að ná árangri í bættri lýðheilsu er að draga úr neyslu áfengis. Tillagan vinnur með heilbrigðisstefnu, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 33 grein Barnasáttmálans stendur: Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, m.a. löggjöfina, stjórnun og menntun til að vernda börn frá ólöglegri notkun vímuefna og geðbreytandi efna, eins og þau eru skilgreind í alþjóðlegu samhengi, og að hindra notkun barna í framleiðslu, sölu og meðferð slíkra efna.[5] Æskan barnahreyfing er hluti af IOGT international, stærstu forvarnasamtökum heims. Meirihluti íbúa heimsins notar ekki áfengi, kannabis eða önnur vímuefni. Yfir 62% heimsbyggðarinnar notar ekki áfengi. Áfengismál og önnur vímuefnamál eru veigamikill málaflokkur og mikið í húfi að stefnumörkun sem þau varðar séu byggð á niðurstöðum rannsókna og forðast ber stefnumótun sem byggist á einföldun, vanþekkingu og úrræðum sem ekki skila árangri eða vinna gegn heilsu einstaklinga og samfélags. Þess vegna á almenningur rétt á að stefna um áfengi og önnur vímuefni sé vel ígrunduð, heildstæð, unnin a f vandvirkni og farið varlega í breytingar á aðgengi. Áfengis og vímuefnastefna okkar er sterk og horfa mörg ríki heims til hennar sem góðrar fyrirmyndar. Æskan vinnur eftir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.[6] Æskan barnahreyfing hefur frá stofnun unnið að þvílíkum markmiðum og telur að stysta leiðin til að ná þeim sé að draga úr neyslu áfengis og annara vímuefna. Fyrir hönd Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir Formaður Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri [1] https://www.althingi.is/altext/150/s/0372.html [2] https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvomum-desember-2013.pdf [3] https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c [4] http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2018/world-leaders-ncds/en/ [5] https://www.dontlegalizedrugs.com/files/images/pages/Protectionfromdrugs2012.pdf [6] http://iogt.is/2019/09/11/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar/ https://www.althingi.is/altext/150/s/0372.html https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2018/world-leaders-ncds/en/ https://www.dontlegalizedrugs.com/files/images/pages/Protectionfromdrugs2012.pdf http://iogt.is/2019/09/11/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar/