Dómtúlkar

Umsögn í þingmáli 307 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 10 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjölmenningarsetur Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 26.03.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn Fjölmenningarseturs um tillögu til þingsályktunar um dómtúlka. 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 348 — 307. mál. Málsnúmer: 2003053 Málalykill: 01.07.00 Ísafjörður 26.03 2020. Fjölmenningarsetur fagnar framkominni þingsályktun um dómtúlka enda er nauðsynlegt að fjölga dómtúlkum á Islandi og stuðla að nauðsynlegri nýliðun stéttarinnar. Fjölmenningarsetur telur þó rétt að gera eftirfarandi athugasemdir við þingsályktunartillöguna: 1. Hugtakið samfélagstúlkur er ekki lögvarið og engar samræmdar hæfniskröfur eru gerðar til þeirra sem starfa sem samfélagstúlkar. Menntun þeirra og hæfni eru því mjög mismunandi. 2. Engir samræmdir gæðastaðlar eru til hjá ríki og sveitarfélögum varandi samfélagstúlka (þrátt fyrir þreifingar þar um) og á hvaða sviðum þeir teljast hæfir til að túlka. Það er mikill munur á því að vera að túlka innan heilbrigðiskerfisins þar sem þörf er á mjög sérhæfðum orðaforða og hugtakaskilningi og því að túlka fyrir dómi þar sem reynir mjög mikið á nákvæmni túlkunarinnar. 3. Með atriði 1 og 2 í huga telur Fjölmenningarsetur brýnt að taka skýrt fram í tillögu sem þessari með hvaða hætti ber að standa að gæðamálum túlkunarinnar, þ.e. menntun og hæfi þeirra túlka sem myndu túlka fyrir dómi. F.h. Fjölmenningarseturs Rúnar H. Haraldsson, forstöðumaður.