Fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021–2024

Umsögn í þingmáli 306 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Neytendastofa Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík N EY TEN DASTO FA Reykjavík, 13.02.2020 Tilv. 2020/0152 - 0.3.01 ÞAÁ Efni: Umsögn Neytendastofu um tillögu til þingsályktunar, 306. mál Vísað er til tölvubréfs, dags. 24. janúar 2020, þar sem Neytendastofu var gefmn kostur á að koma að umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021-2024, 306. mál. Neytendastofa vill byrja á að fagna því að vilji sé til, og gerðar séu tillögur um, að auka neytendavemd á Islandi. Stofnunin telur þó ástæða til að gera athugsemdir við nokkur atriði sem koma fram í þingsályktunartillögunni. Athugasernd við A. hluta tillögunnar Neytendastofa gerir verulegar athugsemdir við þá tillögu að stofnað verði nýtt embætti umboðsmanns neytenda sem virðist byggjast á misskilningi. Á grundvelli tillögu starfshóps sem skilaði áliti sínu í lok árs 2012 var fylgt eftir tillögu starfshópsins og embætti talsmanns neytenda lagt niður sbr. lög nr. 125/2013 og verkefni þess embætti sameinuð verkefnum Neytendastofu. Um leið var mælt fyrir um að Neytendastofa skuli standa vörð um réttindi neytenda og tryggja neytendafræðslu til almennings um neytendamál, sbr. nánar ákvæði í framangreindu frv. sem varð að lögum nr. 125/2013 og greinargerð frumvarpsins. Stofnunin vill benda á að á þeim 15 árum frá stofnun hennar hefur þekking almennings á hlutverki hennar aukist verulega. Þá ber almenningur mikið traust til Neytendastofu sbr. meðfylgjandi könnun sem var gerð á vegum StjórnaiTáðsins á tímabilinu 16. janúar til 1. mars 2019 á ýmsum stofnunum og þ.m.t. stofnunum sem heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sjá neðangreinda mynd: B orgartún 21 ■ 105 Reykjavík • Síini 510 1100 • Bréfasími 510 1101 • postur@ neytendastofa.is • ww w.neytendastofa.is mailto:postur@neytendastofa.is http://www.neytendastofa.is Hlutfall se m þekkir vel til sta rfsem i (% ) Hlutfall se m ber m ik id traust til (% ) «fi [ 53 H a frann sókn a sto fnu n 4/ N eytendasto fa 41 N ý sk öp u n a rm ið stöð Islands 40 M a tvæ la sto fnu n 37 Fiskistofa 37 M a t ís 35 O rku sto fn u n _ 2 Sam keppn ise ftirlit id 32 A tv innuvega - o g n ýsköp u na rráð un eyt i J l Ferðam álasto fa 2 9 N ý sk ö p u n a rsjó ð u r a tv innulífsin s 33 E inka leyfasto fan Viðurkennt er að stofnanatraust hefur almennt þá viðurkenndu og fræðilegu merkingu að almenningur telur að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu á fullnægjandi hátt og þess vegna uppfylli stofnunin væntingar einstaklinga og almennings til stofnunarinnar. Neytendastofa telur að með því að breyta nafni stofnunarinnar sé hætta á að mikið og gott kynningarstarf sem unnið hefur verið frá stofnunin hennar myndi tapast og þurfi að vinna upp aftur. Þá telur stofnunin að verksvið stofnunarinnar sé skýrt í lögum um stofnunina auk þeirra sérlaga sem hún hefur eftirlit með. Þá bendir Neytendastofa á að starfsemi og umgjörð eftirlitsstofnana á sviði neytendamála á norðurlöndunum hefur breyst verulega síðustu ár. Hin „norræna fyrinnynd" sem vísað er til í þingsályktunartillögunni er nánast ekki til lengur og má segja að eftirlitsstofnanir á sviði neytendamála, jafnt norrænar sem og aðrar á EES-svæðinu starfi nú frekar að „íslenskri fyrirmynd". Heitið „umboðsmaður“ er almennt ekki lengur talið viðeigandi á eftirlitsaðilum á Norðurlöndum sbr. það heiti var fellt úr nafni neytendaeftirlitsins í Noregi sem nú heitir „Forbrukertilsynet'4, í Svíþjóð er heiti stofnunarinnar „Konsumentverket“og Kilapailu- ja kulattajavirasto (se. Konkurrence- och konsumentverket) í Finnlandi. í nýjum reglum ESB er nú verið að skylda aðildam kin til þess að tryggja neytendaeftirlitum allar þær valdheimildir sem löggjafinn veitti Neytendastofu þegar í upphafí við stofnun hennar árið 2005 og hefúr vakið athygli að stjómvaldsún-æði stofnunarinnar em skilvirk og áhrifarík, s.s. heimildir til að banna viðskiptahætti, beita sektum o.fl. í ESB reglum sem öll EES ríki þ.m.t. önnur Norðurlönd þurfa að innleiða eru nú gerðar kröfur um virk stjórnsýsluúrræði sem m.a. er að fínna í hinni „íslensku fyrirmynd“ á eftirlits á sviði neytendavemdar. Valdheimildir stofnana hafa verið færðar nær íslenskri fyrinnynd en lengi vel vom úiTæði stofnana á norðurlöndunum verulega takmörkuð og háð því að leita til saksóknara eða dómstóla í stað þess að geta beitt stjómsýsluúrræðum og því eftirlit þeina því seinvirkt, óskilvirkt og kostnaðarsamt. Fyrir Alþingi liggja nú fmmvörp til laga um samvinnu stjómvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, 33 E mál, og fmmvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavemd, 330. Borgartún 21 • 105 Reykjavík • Síini 510 1100 • Bréfasími 510 1101 ■ postur@ neytendastofa.is • ww w .neytendastofa.is 2 mailto:postur@neytendastofa.is http://www.neytendastofa.is mál. Með síðastgreinda frumvarpinu eru valdheimildir stofnana í Evrópu samræmdar og í mörgum tilvikum auknar. Því hefur Neytendastofa sambærilegar valdheimildir við aðrar eftirlitsstofnandir á sviði neytendamála í Evrópu. Þá er einnig í frumvarpinu skerpt á eftirliti Neytendastofu með með tilskipun 93/13/EB. Auk þess er verður á næstunni felld inn í EES samninginn reglugerð (ESB) nr. 2019/1020 sem sem einnig samhæfir valdheimildir eftirlitsstofnana á EES svæðinu á sviði eftirlits með öryggi vöru og færir úrræði annarra stofnana á EES svæðinu að hinni íslensku fyrinnynd þ.e. valdheimildum sem Neytendastofa hefur haft allt frá stofnun hennar árið 2005. Elér má einnig benda á að nú þegar sé hafin vinna hjá stofnuninni við að kynna neytendum og seljendum þær reglur sem gilda við verslun m.a. á netinu og hvert sé leitað þegar ágreiningur rís. Með lögum nr. 81/2019, um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, var Neytendastofu falið eftirlit með því að seljendur sinni upplýsingaskyldu sinni til neytenda varðandi úrskurðaraðila. Þá vill stofnunin benda á að skv. nýjasta skorkorti neytendamála frá 2019, sem er könnun sem gerð er í öllum EES-ríkjum þ.m.t. á íslandi, hefur þekking neytenda á því hvert skuli leita aukist enn frekar. Þá má jafnframt benda á að þar kemur fram að þekking seljenda á réttindum neytenda er mest á íslandi af öllum Evrópulöndunum auk þess sem neytendur á Islandi telja ekki miklar líkur á að þeir verði íyrir óréttmætum viðskiptaháttum. Að því sögðu gerir stofnunin ekki athugasemdir við að taka við fleiri eftirlitsverkefnum á sviði neytendamála fylgi þeim nægjanlegt fjánnagn. Hlutverk Neytendastofu er skýrt og afmarkað í lögum sem um stofnunina gilda svo og sérlögum sem hún framfylgir. I greinargerð þingsályktunartillögunnar er vikið að því að ruglingshættu hjá ahnenningi á hlutverki Neytendastofu annars vegar og Neytendasamtakanna hins vegar. Neytendastofa telur að áðumefnd könnun Stjóman'áðsins um þekkingu og traust ahnennings til Neytendastofu sýni glöggt að svo er ekki. Neytendastofa hefur hins vegar ítrekað bent á að hún telji ekki lengur forsendur fyrir því að stjómvöld feli Neytendasamtökunum með samningum stjómsýsluverkefni þar sem að það skapar einmitt mgling meðal almennings þar sem í slíkum tilvikum er þá ahnenningi vísað varðandi þau stjómsýsluverkefni til frjálsra félagasamtaka. Hér má t.d. nefna að í Noregi hefur verið tekin ákvörðun við endurskipulagningu á eftirliti neytendamála að færa Evrópsku neytendaaðstoðina (ECC) til norska neytendaeftirlitsins (Forbmkertilsynet) frá norsku neytendasamtökunum (Forbrukerrádet) þar sem það veldur hagsmunaárekstri og jafnframt hlutverkamglingi. Sama fyrirkomulag er í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Neytendasamtökin gegndu mikilvægu hlutverki á sínum tíma þegar engin opinber stofnun var til hér á landi sem sinnti eftirliti á sviði neytendavemdar. Mikilvægt er því að jafnt Neytendasamtökin og eftir atvikum í samstarfi við önnur frjáls samtök hér á landi, um íjármál heimila, launþegasamtök, samtök eldri borgara og öryrkja, fari í sameiginlega stefnumótun um hlutverk og tengingu baráttu frjálsra félagasamtaka og sam starf þeirra um neytendavemd og neytendamál. Slík stefnumótunarvinna myndi að mati Neytendastofu leiða til mun farsælli hlutverkaskiptingar milli lögbundinna verkefna sem falin em stjómsýslustofnunum annars vegar og svo þess lykilhlutverks sem frjáls félagasamtök almennt gegna í lýðræðisþjóðfélagi varðandi þróun hagsmunamála neytenda. Um leið má benda á að í Svíþjóð og Danmörku veitir fjárveitingarvaldið slíkum heildarsamtökum íjárstyrki í því skyni að efla starf þcirra að þróun hagsmunamála neytenda án þess að gera kröfu um að þau sinni stjómsýsluverkefnum á móti slíkum fjárveitingum. í Svíþjóð er það falið sænsku neytendastofunni (Konsumentverket) að hafa milligöngu um að dreifa slíkum styrkjum til hagsmunasamtaka en í Danmörku er þeim úthlutað beint af fjárveitingarvaldinu. Borgartún 21 • 105 Reykjavík ■ Síini 510 1 100 ■ Bréfasími 510 1101 ■ postur@ neytendastofa.is ■ ww w.neytendastofa.is 3 mailto:postur@neytendastofa.is http://www.neytendastofa.is Athugasemd við B. hluta tillögunnar Neytendastofa tekur undir og fagnar þeim markmiðum sem fram koma í B. hluta tillögunnar. Rétt er að það komi fram á árunum 2005-2010 setti Neytendastofa á fót s.n. „Neytendafræðsluráð“ og kallaði þar til fundar aðila frá félagi lífsleiknikennara o.fl. aðila sem vinna að gerð tillagna um námsskrár grunnskóla. Jafnframt hlutaðist stofnunin þar við að kynna fræðsluefni sem er samið til notkunar við kennslu í gnannskólum, jafnt norrænt efni sem og samevrópskt efni, s.s. „Europa Diary“ . Mikið efni stendur því kennurum og grunnskólum til boða en meginvandi við skort á fræðslu til neytenda, s.s. ijánnálalæsi, auglýsingalæsi, o.fl. er að hvorki við gerð námsskrár eða í skipulagi skólastofnana virðist vera gert ráð fyrir að slíkt efni sé hagnýtt jafnt í grunnskólum sem og framhaldsskólum. Samhliða hafa þó íslenskir kennarar sótt fundi í norrænum og evrópskum starfshópum og lagt sitt af mörkum við gerð slíks kennsluefnis sem því miður er ekki síðan hagnýtt hér á landi. Mikil og ónotuð tækifæri eru því innan skólakerfisins til að byggja upp mun meiri neytendafræðslu og í raun hefur reynsla hér á landi s.l. 10 ár sýnt að mikil þörf er á slíkri fræðslu. Stofnunin ítrekar að árið 2019 kom út nýtt skorkort neytendamála þar sem eru nýrri upplýsingar um þekkingu neytenda og seljenda á réttindum neytenda. Samkvæmt því hefur þekking neytenda aukist enn frekar og þekking seljenda á réttindum neytenda er mest hér á landi a f öllum ríkjum á EES-svæðinu. Neytendastofa hefur unnið markvisst að því að fræða neytendur og seljendur, með ráðgjöf í síma og tölvupóstum, auk upplýsinga á heimasíðu stofnunarinnar og Facebook síðu hennar. Þessar upplýsingar ná eflaust með takmörkuðum hætti til t.d. grunnskólabarna og tekur stofnunin því undir að til mikilla bóta sé að auka fræðslu í skólum landsins. Stofnunin hefur einnig séð í samskiptum við aðrar stofnanir í Evrópu að þar birta stofnanir reglulega auglýsingar eða gangast í auglýsinga herferðir um tiltekin réttindi neytenda sem þá unnið er markvisst að því að bæta þekkingu á. Neytendastofu hefur ekki verið unnt að fara út í slíkar aðgerðir, m.a. vegna skorts á ijármagni. A verkefnalista nýrrar framkvæmdastjómar ESB til næstu fimm ára er einnig lögð rík áhersla á að tryggja neytendum viðeigandi fræðslu um sín réttindi á markaði. Neytendastofa, sem og önnur stjómvöld á sviði neytendamála á EES svæðinu, styður allar aðgerðir sem miða að aukinni sjálfbæmi og ábyrgri neyslu. Norrænar eftirlitsstofnanir á sameiginlegum fundi sínum á síðast liðnu hausti vom sammála um að leggja þarf áherslu á markaðssetningu og viðskiptaskilaboð um „grænar leiðir“ (e. green claims) þar sem slíkar fullyrðingar verða sífellt algengari en um leið í vissum tilvikum ósanngjamar eða villandi. Norrænu embættin telja því að leggja verði á næstu ámm áherslu á að neytendur fái réttar upplýsingar sem stuðli að aukinni sjálfbæmi og ábyrgari neyslu. I því sambandi er einnig mikilvægt starf unnið til að tryggja að vömr sem eru markaðssettar séu í samræmi við lög og reglugerðir enda fylgir því mikil sóun verðmæta þegar að stjómvöld verða að banna eða taka af markaði vörur sem ekki uppfylla kröfur og eru hættulegar heilsu, umhverfi og lífi neytenda. Neytendastofa fagnar því mjög að aukin áhersla verði lög á eftirlit með verðmerkingum. Vegna nýrra lögbundinna verkefna sem ekki hefur fylgt með aukið fjánnagn til stofnunarinnar hefur aðeins í litlum mæli verið unnt að sinna eftirliti með verðmerkingum í verslunum síðustu ár. Auk þess hefur Neytendastofa lagt áherslu á athugun á verðmerkingum í vefverslunum þar sem slíkt eftirlit tekur skemmri tíma, hægt er að sinna öðmm effirlitsverkefnum samhliða varðandi upplýsingar á vefsíðu, og þær verslanir beinast að öllu landinu, ekki afmörkuðum landsvæðum. Borgartún 21 ■ 105 Reykjavík • Sími 510 1 100 ■ Bréfasími 510 1101 • postur@ neytendastofa.is • ww w.neytendastofa.is 4 mailto:postur@neytendastofa.is http://www.neytendastofa.is Vegna umljöllunar í greinargerð um verðskanna vill Neytendastofa taka sérstaklega fram að þegar breyting var gerð á verðmerkingarreglum árið 2011, í tilefni ákvarðana Samkeppniseftirlitsins um fonnerkingar á matvöru, fór fram ítarleg skoðun af hálfu stofnunarinnar á stöðu verðmerkinga þessara vara í löndunum í kringum okkur. Kom þá í ljós að flestir heimila verðmerkingar með þessum hætti. Heimildin var því tekin upp, að höfðu samráði við Samkeppniseftirlitið og hagsmunaaðila á markaði, en hafa ber í huga að um undantekningan'eglu er að ræða sem háð er ströngum skilyrðum. Þannig er aðeins heimilt að notast við verðmerkingu með verðskanna þegar um er að ræða matvöru sem seld er forpökkuð og er ekki í staðlaðri þyngd. í þessum tilvikum er seljendum ekki unnt að merkja vöruna með endanlegu söluverði nema merkja hvert stykki vörunnar, þ.e. seljendur geta ekki notast við hillumerkingu eða verðlista. Þá em ströng skilyrði um að þyngd hverrar vöm (hvert stykki) þarf að koma fram á umbúðum hennar og einingarverð á hillumiða eða verðlista sem er skýr og staðsettur nálægt vöm. Að lokum hefur Neytendastofa miðað við, líkt og fram kemur í greinargerð með reglum stofnunarinnar, að miða skuli við að leit að endanlegu verð með notkun verðskanna taki neytendur ekki lengri tíma en 30 sekúndur. Verðskanni þarf því að vera staðsettur nálægt þeim stað í verslun þar sem matvömr sem verðmerktar eru með þessari undanþáguheimild og vera auðmerktur og aðgengilegur. Athugasemd við C, hluta tillögunnar Neytendastofa fagnar þeim markmiðum sem fram koma í C. hluta tillögunnar. Neytendastofa hefur fylgst með og áður bent á m.a. í umsögnum sínum að í Noregi hefur í samstarfi við fjánnálaíyrirtæki verið sett upp sameiginleg gátt (n. finansportalen.no) þar sem er að finna mikilvægt samanburðartæki fyrir neytendur er þeir vilja leita upplýsinga um margvíslegar fjármálavömr, s.s lán, tryggingar o.fl. Á fundum hefur komið fram að unnt væri fyrir Islendinga að leita eftir þekkingu og upplýsingum frá Norðmönnum e f áhugi er fyrir hendi og íjánnagn til að setja á fót slíka rafræna samanburðargátt. Loks vill Neytendastofa benda á, vegna 2. liðar, að samkvæmt lögum nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda, er lánveitendum aðeins heimilt að krefjast kostnaðar sem koma fram í samningi og byggja á hlutlægum gmnni vegna kostnaðar sem lánveitandi hefur orðið fyrir og tengjast fasteignaláninu beint. í þessu felst t.d. að lánveitandi getur ekki krafist lántökugjalds sem er prósentuhlutfall af lánsfjárhæð. Við skoðun á vaxta- og verðskrám lánveitenda má sjá að í öllum tilvikum em lántökugjöld fasteignalána til neytenda tilgreind sem föst fjárhæð en lántökugjöld neytendalána sem prósentuhlutfall a f lánsfjárhæð. Neytendastofa telur ekkert því til fyrirstöðu að sambærilegt ákvæði væri tekið upp í lög nr. 33/2013, um neytendalán, en leggur þó áherslu á að áður en til slíkra breytinga yrði gripið færi fram ítarleg skoðun á afleiðingum þess, þ.e. hvort slíkt væri til þess fallið að hækka kostnað neytenda vegna smærri lántöku. Stofnunin hvetur jafnframt til þess að fram færi úttekt á því hvaða áhrif banns við töku lántökukostnaðar hefði á neytendur. Bendir stofnunin í því sambandi sérstaklega á lánveitendur sem bjóða neytendum vöm r til kaups með láni, sem bera lántökugjöld en enga vexti. Virðingai-fyllst tt.h. Neytendastofu Tiyggvi Axelsson Forstjóri Borgartún 21 • 105 Reykjavík ■ Sími 510 1 100 • Bréfasími 510 1101 • postur@ neytendastofa.is • ww w.neytendastofa.is mailto:postur@neytendastofa.is http://www.neytendastofa.is