Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar

Umsögn í þingmáli 302 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 10 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sveitar­félaga á Norður­landi vestra Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 14.02.2020 Gerð: Umsögn
Landbúnaður á nORÐURLANDI VESTRA /nu Norðurlandi vestra, 14. febrúar 2020 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Sent rafrænt á nefndasvid@althingi.is Efni: Umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um tillögu til þingsályktunar umTröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Stjórn SSNV fagnar framlagðri þingsályktunartillögu um að ráðist verði í rannsóknir, frumhönnum og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Tekur hún heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í greinargerðinni um möguleg áhrif framkvæmdarinnar bæði á Norðurlandi vestra sem og á Eyjafjarðarsvæðið. Mikilvægt er að kanna þessi áhrif til hlítar til að leggja megi raunhæft mat á hagkvæmni og samfélagsleg áhrif jarðganganna. Í greinargerð með tillögunni er vísað til Samantektar um samgöngumál, áherslur og forgangsröðun verkefna á Norðurlandi vestra frá árinu 2017. Stjórn SSNV vill jafnframt vísa til Samgöngu- og innviðaáætlunar Norðurlands vestra frá árinu 2019 þar sem sveitarfélögin 7 á starfssvæði samtakanna sameinast um forgangsröðun nauðsynlegra samgönguverkefna. Í kafla 4.3.3 (bls. 72) er fjallað um jarðgangaframkvæmdir. 1 Þar segir: Í stefnumótandi byggðáætlun fyrir árin 2018-2024 er í kaflanum um framtíðarsýn og viðfangsefni lögð áhersla á að: „I öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu. Grunnþjónusta verði veitt sem mest í nærsamfélagi.'' Í kaflanum um aðgengi að þjónustu er hnykkt áþessu þegar sagt er að „aðgengi landsmanna að grunnþjónustu verði jafnað''. I kaflanum um tækifæri til atvinnu er fjallað um öruggar samgöngur á grundvelli vinnu- og þjónustusóknarsvæða og stækkunar þeirra. Göng í gegnum Tröllaskaga myndu svo ekki er um villst stækka vinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og Skagafjarðar og bæta aðgengi íbúa á Norðurlandi vestra að grunnþjónustu. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið verulegur farartálmi yfir vetrarmánuðina. Það þarf varla að tíundaþá kosti sem þessi göng hefðu íför með sér fyrir öruggara aðgengi íbúa Norðurlands vestra að heilbrigðisþjónustu. Í úttekt á heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra kemur fram mikill aðstöðumunur íbúa landshlutans með tilliti til aðgengis að sérhæfðu sjúkrahúsi með skurðstofu og fæðingarþjónustu samanborið við aðra landshluta. Nánast enginn íbúi á Norðurlandi vestra er í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhrings aðgang að skurðstofu. Annarsstaðar á 1 Sjá áætlunina hér SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is mailto:nefndasvid@althingi.is http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/samgongu-og-innvidaaaetlun-nordurlands-vestra-juni-2019-prent.pdf mailto:ssnv@ssnv.is landinu er hlutfallið á bilinu 50-100%2. Öryggi íbúa á Norðurlandi vestra myndiþví aukast til mikilla muna, auk þess sem samkeppnishæfni landshlutans, með tilliti til vals ungs fólks á stað til búsetu, myndi batna stórlega þar sem ungt fó lk vill síður búa þar sem langt er í fæðingarþjónustu. Að síðustu er vert að nefna að í þeim veðraham sem ítrekað hefur gengið yfir landshlutann á þessum vetri hafa allar leiðir inn og út úr landshlutanum ítrekað verið lokaðar og í einhverjum tilfellum um nokkurra daga skeið. Slíkt stefnir íbúum landshlutans í mikla hættu ef upp koma bráðatilvik sem ekki er hægt að bregðast við heima í héraði. Göng um Tröllaskaga myndu gjörbreyta þeirri stöðu. Framangreint sýnir mikilvægi þessarar athugunar svo ekki verði um villst. Stjórn SSNV leggur mikla áherslu á að farið verði í nauðsynlegar rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Stjórn SSNV áskilur sér rétt til að gera umsagnir um málið á seinni stigum og er jafnframt tilbúin til samtals við umhverfis- og samgöngunefnd um innihald umsagnarinnar og samgöngumál á Norðurlandi vestra almennt. F. h. Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastj óri. Hjálagt: Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og Úttekt á helstu þáttum heilbrigðistþjónust á Norðurlandi vestra. 2 Sjá skýrsluna hér. SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf mailto:ssnv@ssnv.is