Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda

Umsögn í þingmáli 3 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 31 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisskattstjóri Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
RÍKISSKATTSTJÓRI Laugavegi 166 - 150 Reykjavík - Sími 442 1000 Fax 442 1999 - www.rsk.is - rsk@rsk.is Alþingi, nefndarsvið Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 8.10.2019 Tilvísun: 20190902030 Kt. 420169- 3889 Efni: Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur) - 3. þingmál, þskj. 3. Ríkisskattstjóri hefur þann 20. september 2019 móttekið tölvupóst þar sem óskað er eftir umsögn um framangreint þingmál. Telur embættið rétt að gera eftirfarandi athugasemdir við efni þess almennt og við nánar tilgreint ákvæði. Megin breytingin sem lögð er til með greindu frumvarpi er að staðgreiðsla opinberra gjalda einstaklinga verði frá 1. janúar 2020 miðuð við þrjú skattþrep í stað tveggja áður. Alagning opinberra gjalda einstaklinga taki mið af þessu frá og með gjaldárinu 2021. Á staðgreiðsluárunum 2010 til og með 2016 voru skattþrep einstaklinga þrjú en breyttust frá og með staðgreiðsluárinu 2017 í tvö þrep. Út af fyrir sig er því töluverð reynsla fyrir því að skattþrep einstaklinga séu fleiri en eitt, svo sem var lengst af. Það sem verður þó að hafa í huga er að töluverð hætta er á því að persónuafsláttur sé ranglega nýttur þegar skattþrepin eru fleiri, ekki síst hjáþeim sem starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda, eða eru að breyta um vinnustaði innan staðgreiðsluársins. Sem dæmi má nefna er að á staðgreiðsluárinu 2017 nam ofnýting persónuafsláttar ríflega 1,8 milljarði króna hjá 11.816 einstaklingum. Meðalfjárhæð ofnýtingar var 156.252 kr. á einstakling. Lang flestir ofnýttu að meðaltali á bilinu 75.381 - 242.019 kr. af persónuafslætti á umræddu ári. Ári síðar, staðgreiðsluárið 2018, ofnýttu 12.322 einstaklingar persónuafslátt að fjárhæð samtals tæplega 1,9 milljarði króna. Meðalfjárhæð nam 156.252 kr. en lang flestir ofnýttu að meðaltali 77.828 - 241.514 kr. Þessir einstaklingar voru því allir í skuld við álagningu opinberra gjalda á árunum 2018 og 2019 með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. Ríkisskattstjóri hefur reynt að efla eftirlit með nýtingu persónuafsláttar bæði þegar bætt var við skattþrepum og eins þegar persónuafslátturinn var gerður rafrænn og notkun skattkorta hætt. Ljóst er af framangreindum fjárhæðum að nauðsynlegt er að gera enn betur í þeim efnum. Vakin er athygli á því að allt slíkt eftirlit kostar, hvort sem litið er til mannaflaþarfar eða tæknilegra lausna. Besta leiðin væri að sjálfsögðu sú að unnt væri að nýta raffænar aðferðir að öllu leyti við ákvörðun á persónuafslætti hvers og eins einstaklings frá mánuði til mánaðar. Slíkt er þó ekki alveg í sjónmáli að óbreyttu. http://www.rsk.is mailto:rsk@rsk.is RÍKISSKA7TSTJÓRI Nánar varóandi a. lið 5. gr. frumvarpsins Ríkisskattstjóri vill taka fram að athygli fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið vakin á því að innsláttarvilla virðist vera á ferðinni í a. lið 5. gr. frumvarpsins. í stað hlutfallsins 20,6% virðist þar eiga að standa 17%. Að öðru leyti gerir ríkisskattstjóri ekki athugasemdir við þetta frumvarp. Virðingarfyllst, f. h. ríkisskattstjóra ' - f l W ' V ' V ' ' - v V V V V ^ U l l ^ v Ehn Alma Árthursdóttir Helga Valborg Stejnarsdóttir