Stjórnarskipunarlög

Umsögn í þingmáli 279 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 22.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 105 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða Viðtakandi: Stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
( Minnisatriði varðandi munnlega aðilaskýrslu Björns Erlendssonar vegna nýrrar meðferðar málsins nr. E-6013/1994 hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þessi munnlegu minnisatriði eru framhald aðilaskýrslu, dags. 1. desember 1994. Reynt var eftir fremsta megni að Samtök eigenda sjávarjarða. Pósthólf 90, 780 Hornafirði. ses.netlog@gmail.com Alþingi nefndasvið, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, 101 Reykjavík. nefndasvid@althingi.is Hornafirði, 4. desember 2019. Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 313 — 279. mál (sem áður var 501. mál). Fyrir hönd Samtaka eigenda sjávarjarða, sem eru landssamtök sem verja hagsmuni sjávarjarðaeigenda, leggur undirritaður fram eftirfarandi breytingartillögu við fyrrgreint frumvarp. Það er mikilvægt að 22. gr. Eignarréttur haldi sinni fyrri skýringu í stjórnarskrá þ.e.: „Eignarrétturinn er friðhelgur“ . Þessi skýring á ekki síður við í framhaldinu í 22. gr. þar sem svipað orðalag er í 15. gr. „Friðhelgi einkalífs^. Í raun er friðhelgi eignarréttarins miklu eldri og rótgrónari skráð mannréttindi heldur en friðhelgi einkalífs. Orðalag 22. gr. verði: Eignarréttur. Eignarrétturinn er friðhelgur. Allir hafa rétt til að njóta eigna sinna í friði. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög. Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hluti í atvinnufyrirtæki hér á landi. Allar slíkar takmarkanir eignarréttinda skulu uppfylla skilyrði 29. gr. Þar sem um eitt mesta mannréttindamál er að ræða er mikilvægt að eignarréttindi séu vel tryggð í stjórnarskrá og séu orðuð með almennum og hnitmiðuðum hætti sem allir skilja. Alþingi og alþingismenn hafa ekki umboð eða heimildir til að skerða eignarréttinn í stjórnarskrá. Meirihluti borgaranna hefur það ekki heldur í einhverjum kosningum. Því er mikilvægt að fyrrgreint orðalag verði áfram til staðar í stjórnarskrá. Virðingarfyllst, f.h Samtaka eigenda sjávarjarða Ómar Antonsson, formaður. ses.netlog@gmail.com mailto:ses.netlog@gmail.com mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:ses.netlog@gmail.com