Stjórnarskipunarlög

Umsögn í þingmáli 279 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 22.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 105 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Persónuvernd Viðtakandi: Stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Umsögn
Í \ \ a p e r s ó n u !l|l VERND M Alþingi Stjómskipunar- og eftirlitsnefnd 150 lleykjavík Reykjavik:, 7. nóvember 2019 Tilvísun: 2019112073/SBM Efioi: Umsögn um fimmvarp til stjómskipunatlaga um stjómatsktá lýðveldisins íslands Persónuvemd vísar til beiðni stjómskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá 1. nóvember 2019 um umsögn um frumvarp til stjómskipunarlaga um stjómarskrá lýðveldisins íslands (þskj. 313, 279. mál á 150. löggjafarþingi). Frumvarp til stjómskipunarlaga var áður lagt fram á 141. löggjafarþingi (415. mál) og veitti Persónuvemd umsögn um það með bréfi, dags. 28. desember 2012. í umsögninni var gerð athugasemd við að ekki væri fjallað um réttinn til vemdar persónuupplýsinga í frumvarpinu. Þá var frumvarp til stjórnskipunarlaga lagt fram á ný á 149. löggjafarþingi (501. mál) og veitti Persónuvemd umsögn um það með bréfi, dags. 12. febrúar 2019. I 3. mgr. 15. gr. þess frumvarpsins sagði að allir ættu rétt til vemdar eigin persónuupplýsinga og að nánar skyldi mælt fýrir um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga með lögum. I umsögn sinni, dags. 12. febrúar 2019, taldi Persónuvemd að með þessu hefði verið komið til móts við fýrrgreinda athugasemd stofnunarinnar í fyrri umsögn hennar, dags. 28. desember 2012. í áðurnefndi umsögn Persónuvemdar, dags. 12. febrúar 2019, var bent á að í athugasemdum með 15. gr. frumvarpsins væri vísað til eldri laga um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 en vakin var athygli á að ný lög sama efnis hefðu öðlast gildi, þ.e. lög nr. 90/2018 um persónuvemd og vinnslu persónuupplýsinga. í því frumvarpi sem nú liggur fýrir er enn vísað til laga nr. 77/2000 í athugasemdum með 15. og 16. gr. frumvarpsins. Persónuvemd áréttar því fýrri athugasemd sína um lagatilvísanir til persónuvemdarlaga, þ.e. að vísa skuli til gildandi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki eru að öðm levti gerðar athugasemdir við efni fmmvarpsins að svo stöddu. F.h. Persónuvemdat, Helga Sigríður Þórhallsdóttir Persónuvemd • Rauðarárstíg 10 • 105 Reykjavík • IS (+354) 510 9600 • pos1ur@personuvernd.is mailto:pos1ur@personuvernd.is