Hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar

Umsögn í þingmáli 262 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 16.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Byggðastofnun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 24.03.2020 Gerð: Umsögn
550 Sauðárkróki Fax 455 54 99 byggdastofnun.is ^ \ \ I l/ BYGGÐASTOFNUN Ártorgil Sími 4 5 5 5 4 0 0 postur@byggdastofnun.is ■ " ' S S S - Sauðárkróki, 12. mars 2020 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn Byggðastofnunar um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, mál 262. Byggðastofnun styður að gerð verði hagkvæmniathugun á endurbótum á Skógarstrandarvegi. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í greinargerð er slysatíðni vegarins afar há. Ástand núverandi vegar er afar slæmt og góður vegur um Skógarströnd styttir ferðatíma milli ýmissa staða á Vesturlandi annars vegar og Vestfjörðum og Norðurlandi hins vegar. Stofnunin telur að hagkvæmniathugun á þessari vegtengingu gæti leitt í ljós að hún hafi töluverð áhrif á byggðaþróun og mögulegt samstarf íbúa á þessu svæði. Fyrir hönd Byggðastofnunar Guðmundur Guðmundsson Sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is mailto:postur@byggdastofnun.is http://www.byggdastofnun.is