Virðisaukaskattur

Umsögn í þingmáli 26 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 19.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 106 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 10.10.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík Selfossi, 9. október 2019 Efni: Umsögn stjórnar SASS um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) fagnar því að frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga hafi verið lagt fram. Um brýnt hagsmunamál allra sveitarfélaga er að ræða og óeðlilegt að ríkið hafi beinar tekjur af aðgerðum sveitarfélaga sem miða að vernd umhverfis og náttúru. Mörg sveitarfélög þurfa að ráðast í verulega kostnaðarsamar framkvæmdir vegna fráveitumála. Ríkið getur stuðlað að uppbyggingu hreinsimannvirkja og úrbótum í fráveitumálum þar sem þörf er á með því að taka upp að nýju endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Mestar framfarir í fráveitumálum urðu á þeim tíma sem slíkt endurgreiðslukerfi var í gildi. Stjórn SASS hvetur til þess að frumvarpið verði tekið til afgreiðslu og samþykkt. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Austurvegi 56 I 800 S e lfo ssi I Sím i 480 8200 I sass.is