Virðisaukaskattur

Umsögn í þingmáli 26 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 19.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 106 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 11.10.2019 Gerð: Umsögn
SAMORKA Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingaraðilar raforku Alþingi Umhverfis- og samgöngunefnd 101 Reykjavík 10. október 2019 Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 26. mál Með vísan í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019, þar sem óskað var eftir umsögn Samorku um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 26. mál, þá veitur Samorka hér umsögn sína. Samorka, sem samtök íslenskra fráveitna, styður frumvarpið heilshugar og hvetur þingmenn til þess að frumvarpið fái fljóta afgreiðslu og verði að lögum. Fráveitumál eru eitt mikilvægasta umhverfismál samtímans og fagna samtökin þeirri viðleitni sem kemur fram í frumvarpinu, að setja þau í forgang og gera sveitarfélögum og fráveitum mögulegt að fara í nauðsynleg úrbóta- og uppbygginarverkefni. Samorka hefur lengi kallað eftir því að fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna fráveituframkvæma verði aftur komið á, sérlega í ljósi þess mikla árangurs sem náðist í uppbyggingu fráveitukerfa á Íslandi þegar að það kerfi var við lýði. Eins og fram kemur í greinargerðinni með frumvarpinu náðist mikill árangur frá 1995-2008, eins og sjá má á eftirfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall Íslendinga sem tengdir eru skólphreinistöðvum. Mynd 1 - Hlutfall Íslendinga sem tengdir eru við skólphreinsun Samorka Borgartúni 35, 105 Reykjavík samorka@samorka.is s. 588 4430 https://www.althingi.is/lagas/149b/1988050.html mailto:samorka@samorka.is 2 Það sem vantar upp á til að Íslendingar komist í 100% er að mörg fámenn og meðalstór sveitarfélög eiga eftir að fara í framkvæmdir. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að sami stuðningur og gerði það mögulegt að ná þeim árangri sem náðst hefur - standi þeim líka til boða. Samorka telur mikilvægt að fyrirkomulag endurgreiðslu virðisaukaskatts verði sem gagnsæast og einfaldast, í þeim tilgangi að það nái sem best fram tilgangi sínum, sem er að styðja við fráveitur og sveitarfélög í mikilvægum fráveituframkvæmdum. Það er mat Samorku að þetta frumvarp geri það mjög vel. Samorka tekur þannig undir það sem fram kemur í greinargerðinni: „Almenn lagabreyting sem þessi, sem felur í sér fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda, er heppilegur kostur". Samorka tekur ennfremur undir það sjónarmið að nettótekjutap ríkisins verði óverulegt ef frumvarpið verður að lögum, enda er vanséð að mörg sveitarfélög geti farið út í nauðsynlegar framkvæmdir, ef frumvarpið nær ekki fram að ganga. Að öðru leyti vísast til umsagna einstakra aðildarfyrirtækja Samorku. Virðingarfyllst, f.h Samorku Páll Erland, framkvæmdastjóri. Samorka Borgartúni 35, 105 Reykjavík samorka@samorka.is s. 588 4430 mailto:samorka@samorka.is