Staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð

Umsögn í þingmáli 25 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 08.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðusamband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Hér komi titill Alþýðusamband íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík 7.11.2019 Tilvísun: 201909-0006 Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóð, 25. mál. Alþýðusamband Islands hefur fengið til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóð, 25. mál. Alþýðusambandið er alfarið mótfallið hugmyndum um að skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu. Breytingin hefði í för með sér að í stað þess að greiða skatt af lífeyristekjum sem greiddar eru út úr lífeyrissjóðunum yrði iðgjald í sjóðina skattlagt við inngreiðslu. Með slíkri breytingu fengju sjóðirnir aldrei þann hluta iðgjaldsins til ávöxtunar til að byggja upp framtíðarlífeyrisréttindi sem hefði víðtæk áhrif á lífeyriskerfið, lífeyrisréttindi einstaklinga sem og tekjur ríkissjóðs og getu til að standa undir opinberri þjónustu til framtíðar. Með skattlagningu á inngreiðslur í lífeyrissjóð er skattbyrði flutt á milli kynslóða og vikið frá þeirri meginhugsun lífeyriskerfisins að hver kynslóð standi undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur. Breytingin hefði þannig í för með sér að í reynd væri þeim hluta lífeyrissparnaðarins sem nemur sköttum af iðgjöldum breytt úr sjóðssöfnun í gegnumstreymiskerfi. Með hraðri breytingu á aldurssamsetningu þjóða liggur styrkleiki íslenska lífeyriskerfisins í samanburði við aðrar þjóðir ekki síst í því hversu stór hluti lífeyriskerfisins er fjármagnaður í söfnunarsjóðum. Breyting í átt að auknu gegnumstreymi væri því veruleg afturför. Ef inngreiðslur í lífeyrissjóði eru skattlagðar í dag munu lífeyrisþegar framtíðarinnar að óbreyttu ekki skila skatttekjum í ríkissjóð. Það þýðir að þeir sem verða á vinnualdri eftir 20- 40 ár munu þurfa að standa undir kostnaði við þjónustu sífellt stækkandi hóps ellilífeyrisþega með hærri skattbyrði sem nemur þeim skattgreiðslum sem verða teknar út núna. Skattlagning inngreiðslna í lífeyrissjóði mun skerða lífeyrisréttindi úr lífeyrissjóðunum verulega þar sem lægra hlutfall iðgjaldanna er ávaxtað hjá lífeyrissjóðunum. Það mun aftur leiða til aukinna framtíðarútgjalda í almannatryggingakerfinu þar sem lífeyriskerfið byggir á samspili þessara kerfa. Almannatryggingakerfið er ólíkt sjóðsöfnunarkerfinu A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • G U D R Ú N A R T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V l K • S f MI : 5 3 5 S 6 0 0 • F AX : S 3 S 5 6 0 1 • A S I ® A S I . I S • W W W . A S I . I S http://WWW.ASI.IS Alþýðusamband íslands gegnumstreymiskerfi sem fjármagnað er með skatttekjum á hverjum tíma. Aukin framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu munu því einnig þyngja skattbyrði komandi kynslóða. Fjöldi fólks á vinnualdri á hvern lífeyrisþega fer ört fækkandi. Í dag eru um sex vinnandi á hvern eftirlaunaþega en eftir 25 ár má áætla að hlutfallið verði einn á móti þremur. Núverandi fyrirkomulag tryggir að lífeyrisþegar greiða skatt af sínum eftirlaunum og leggja þannig sitt af mörkum til að fjármagna t.a.m. heilbrigðis- og velferðarkerfið. Verði hins vegar búið að taka þennan skatt við inngreiðslu mun vinnandi fólk framtíðarinnar þurfa að bera mun þyngir skattbyrði en ella til að standa undir rekstri ríkissjóðs eða að skerða verður þjónustu verulega. Miðað við forsendur í greinagerð tillögunnar má ætla að lagt sé til að skattlagning iðgjalda verði utan persónuafsláttar. Það þýðir að líkindum að skattbyrði lægri lífeyrisgreiðslna/iðgjalda hækkar mest en skattur hjá þeim sem hafa háan lífeyrir lækkar frá því sem nú er. Slíkt gengur alfarið gegn hugmyndum um jöfnunarhlutverk skattkerfisins. Virðingarfyllst, Henný Hinz hagfræðingur ASÍ 2 A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • G U Ð R O N A R T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • S f MI : 5 3 5 S 6 0 0 • F AX : 5 3 5 S 6 0 1 • A S I f f A S l . I S • W W W . A S I . I S http://WWW.ASI.IS