Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 23 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bindindissamtökin IOGT Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Alþjóðastraumar Alþingi Velferðarnefnd Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík 7. nóvember 2019 Efni: Umsögn IOGT á Íslandi um „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla).150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 23 — 23. mál.“[1] IOGT á Íslandi leggst eindregið gegn þessu frumvarpi. Það vinnur gegn og veikir forvarnir á Íslandi og hjálpar eiturlyfasölum. Bindindissamtökin IOGT vinna mikið með almenningi í grasrótarstarfi, þar kemur fram mikil andúð samfélagsins á frumvarpinu. Það vekur undrun okkar þegar fjallað er um að breyta lögum sem heyra til forvarna í landinu að kalla ekki á frjáls félagasamtök sem eru virk í forvörnum. Frumvarp þetta er í algerri mótsögn við heilbrigðisstefnu þessarar sem og fyrri ríkisstjórna.[2] [3] Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að notkun vímuefna er þáttur í ósmitnæmum sjúkdómum og hvetur allar þjóðir til að draga úr neyslu. [4] Athygli vekur að fyrsti flutnmgsmaður frnmvarpsms, Halldóra Mogensen, hefur lýst því yfir á Alþingi að svokölluð „afglæpavæðing“ er aðeins fyrsta skref og vill lögleiða framleiðslu og dreifingu eiturlyfja. Spurning hvort aðrir flutningsmenn séu á sama máli? [5] Í greinargerðinni er talað um „afglæpavæðingu“. Hugtakið „afglæpavæðing“ (decriminalisation) þýðir í raun refsingalækkun á afbroti sem getur þýtt allt frá minni/öðruvísi refsing niður í enga refsingu. Hugtakið þýðir ekki eingöngu að gera glæp refsilausan eða löglegan. Í greinargerðinni er mikið talað um afglæpavæðingu í Portúgal árið 2001 og vísað til þess að allt gangi vel þar. Með því að lesa betur um hvað Portúgalska leiðin er og skoða sjálf lögin í Portúgal þá sést að þetta frumvarp er ekkert í líkingu við Portúgölsku leiðina, heldur lögleiðir það fíkniefni en það var ekki gert í Portúgal. Það er í raun ótrúleg ósvífni að líkja þessu frumvarpi saman við það sem gert var í Portúgal til að draga úr almennri vímuefnanotkun. Í lögum Portúgals[6] kemur skýrt fram að öll neysla og varsla vímuefna sé bönnuð. Lagabreytingin í Portúgal var ekki frá glæp yfir í löglögt, heldur úr glæp í minni glæp þar refsingar miða að koma viðkomandi í meðferð. Eftir breytinguna 2001 þá er neysla þessarra vímuefna áfram ólögleg og líka varsla þeirra. Það sem breyttist er sá sem er tekinn með 10 dagskammta eða minna, að þá eru lyfin gerð upptæk og hann/hún er send fyrir sérstaka nefnd sem situr í hverju sveitarfélagi (Comissöes para a Dissuasao da Toxicodependencia - CDT) [7] sem reynir að fá einstaklinginn að fara í meðferð. Þetta er 3ja manna nefnd sem í sitja félagsráðgjafi, geðlæknir og lögfræðingur. Nefndin getur sektað (refsað) á margvíslega vegu., T.d. Sektir allt að €150 sem var um 30 % af lágmarkslaunum í Portúgal. Svifta atvinnuréttindum, svo sem hjá lækni eða leigubílstjóra. Bannað að fara á ákveðna staði eða hitta ákveðna einstaklinga. Bann við utanlandsferðum. Svifta einstaklinga byssuleyfi. Upptaka eigna. Stöðva greiðslur frá opinberum stofnunum. Skylda að hitta nefndina reglubundið. Ef einstaklingur í Portúgal er háður eiturlyfjum, þá má senda hana á meðferðarstofnun eða honum veitt samfélagsþjónusta, ef nefndin (CDT) telur það þjóna betur markmiðinu - að halda lögbrjótnum á beinu batabrautinni. Nefndin (CDT) getur ekki skyldað fólk í meðferð en stefna nefndarinnar (CDT) er að fá fíkla til að fara í og vera í meðferð. Nefndin (CDT) hefur full völd til að afnema sektir þegar fíkillinn fer sjálfviljugur í meðferð. Ef lögbrjóturinn er ekki fíkill eða vill ekki gangast undir meðferð eða samfélagsþjónustu þá má sekta hann. Að auki þá eru engin aldurstakmörk í frumvarpinu enda virðist það vilji flutningsmanna að börn og unglinga geti neytt eiturlyfja löglega ef þau vilja. Hér sést glöggt að frumvarp 23 sem fer fram á lögleiðingu neysluskammta er allt annað en Portúgalska leiðin. Borgarstjóri Porto (næststærsta borg) í Portúgal, Rui Moreira, er ekki ánægður með afglæpavæðinguna og segir mikilvægt að ráðast gegn dreifingu vímuefnanna og draga úr neyslu sem hefur gríðarlega skemmandi áhrif á samfélagið.[8] Einnig er þarft að benda á nokkrar staðreyndir um Portúgal. Lögin voru sett í júní 2001. Þá þegar hafði ópíóða-notkun minnkað um 2/9 frá hámarki og tíðni HlV-smits lækkað um 23 % vegna sérstakrar herferðar. Notkun annarra vímuefna í Portúgal var þá undir meðaltalinu í Evrópu. Árið 2007 hafði notkun allra ólöglegra vímuefna aukist um 9 % og 2017 um 59 %. Kannabisnotkun 16 ára barna árið 2015 hafði aukist 59 %. Dauðsföll vegna ofskammta fer fjölgandi. Sem sagt sagan sem stuðingsmenn afglæpavæðingar segja passar ekki við það sem var gert í Portúgal og hver reynslan er þar í raun. [9] Frumvarpið er ekki með aldurstakmörk sem þýðir þá börn og unglingar geta löglega tekið inn eiturlyf. IOGT telur þetta brot á barnasáttmálanum. IOGT telur ekki að réttur barns til að vera platað af eiturlyfjasölum til að taka inn eitur sé hærri en skylda okkar sem samfélags til að vernda barnið. Það má benda á það að Quebec fylki (en Kanada gerði þau mistök að lögleiða kannabis) mun hækka aldurinn til að kaupa kannabis úr 18 í 21 ára næsta janúar. Þar hafa menn áttað sig á það þarf að vernda börnin. Hvernig ætlar Alþingi að gera það? [10] Að banna hættulegt efni sem er í umhverfinu sendir skýr skilaboð um að efnið er hættulegt. ESB hefur verið setja sífellt strangari reglur um notkun á kvikasilfri og t.d. á næsta ári þá er bannað að nota kvikasilfurshitamæla. Skýr skilaboð, fjarlægjum kvikasilfur úr umhverfi okkar. Undanfarin ár hefur ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum verið að taka niður regluverk Umhverfisstofnunar þar í landi um mengandi efni og nú þegar sjást merki um aukna loftmengun. Á sama hátt mun Alþingi með því að lögleiða bönnuð eiturlyf senda skýr skilaboð til allra að eiturlyf séu ekki eins hættuleg en menn töldu, sem er þveröfugt við það sem nýjustu vísindi og rannsóknir sýna. Það er mjög mikilvægt að börn og ungmenni taki ekki inn eiturlyf. En Alþingi mun senda skilaboð að fikt við eiturlyf sé allt lagi og Alþingi hjálpar þar með eiturlyfjaframleiðendum og -sölum því að þeir vilja að sem flestir prófi því það hámarkar fjölda þeirra sem ánetjast og hámarkar þannig gróðann. Flest fólk er löghlýðið og vill fylgja lögum. Bönn sem eru jafnvel margbrotin skila sínu, t.d. 90 km hámarkshraði. Langflestir keyra nálægt honum og átta sig á þörfinni. Bönn aðstoða líka foreldra við að setja takmörk, ekki leika þér með kvikasilfur og eiturlyf. Hvorutveggja stórhættuleg efni. Eiturlyf eru eins og eiturbrunnar í umhverfinu. Við sem þjóðfélag höfum reist veggi og viðvaranaspjöld í kringum þessa brunna og sett bann við að vera þar. Samt hefur fólk villst þarna inn fyrir og ráfar þar um. Frumvarpsmenn vilja reyna að bjarga þessu fólki með því að fjarlægja veggina og viðvaranaspjöldin en átta sig ekki á því að það eykur líkurnar á að fleiri villist í þessi eiturfen. Einnig þarf að hugsa um heildarskaðann sem eiturlyfjanotkun veldur samfélaginu - heildarskaðinn sem verður hjá notendum sem nota lítið eða miðlungs getur orðið samanlagt meir en hjá þeim sem nota mikið. Þeir sem vilja lögleiðingu og afglæpavæðingu ólöglegra eiturlyfja halda því margir fram að eiturlyfjanotkun sé mannréttindi vegna þess að hún skaði aðeins einstaklinginn sem notar þau. En það er ljóst að notkunin hefur neikvæð áhrif á maka notandans, börn hans, foreldra, systkini, vini, vinnuveitanda, samstarfsmenn og einnig aðra sem neyta lyfjanna. Þá er ótalið álagið á samfélagstofnanir eins og sjúkrahús. IOGT styður öll meðferðarúrræði en telur forvarnir mikilvægastar því betra er heilt en vel gróið. IOGT telur allt of litlu fé og mannafla varið í forvarnir og meðferð og hvetur Alþingi að bæta úr því. Þetta frumvarp gengur á mót Heimsmarkmiðunum, lýðheilsusjónarmiðum og barnasáttmálanum. IOGT á Íslandi minnir aftur á að frumvarpið leyfir, með því að fjarlægja; kaup, móttaka og varsla að þar með er löglegt er að vera með óskilgreindan neysluskammt. IOGT eru mannúðarsamtök sem vill sjá meiri lýðheilsu og heilbrigði í samfélaginu. Fylgjendur frumvarpsins tala um að þeir séu að berjast fyrir mannúð lengst leiddu eiturlyfjasjúklinganna sem kallar fram að þeir sem eru á móti þessu frumvarpi séu ómannúðlegir. IOGT frábiður sér slíkum uppnefnum á þeim sem vinna í forvörnum fyrir samfélagið í heild. IOGT á Íslandi er hluti af stærstu forvarnasamtökum heims. Meirihluti íbúa heimsins notar ekki áfengi, kannabis eða önnur vímuefni. Yfir 62% heimsbyggðarinnar notar ekki áfengi og er það markmið IOGT að draga sem mest úr neikvæðum afleiðingum neyslu áfengis og annarra vímuefna. Við teljum að áfengis og vímuvarnastefnan á hverjum tíma eigi að þjóna heildarhagsmunum samfélagsins og eigi að byggja á traustum rannsóknum. Áfengismál og önnur vímuefnamál eru veigamikill málaflokkur og mikið í húfi að stefnumörkun sem þau varðar séu byggð á niðurstöðum rannsókna og forðast ber stefnumótun sem byggist á einföldun, vanþekkingu og úrræðum sem ekki skila árangri eða vinna gegn heilsu einstaklinga og samfélags. Þess vegna á almenningur rétt á að stefna um áfengi og önnur vímuefni sé vel ígrunduð, unnin af vandvirkni og farið varlega í breytingar á aðgengi. Áfengis og vímuefnastefna okkar er sterk og horfa mörg ríki heims til hennar sem góðrar fyrirmyndar. IOGT á Íslandi hefur sent inn umsögn um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna[11]. IOGT á Íslandi hefur frá stofnun unnið að þvílíkum markmiðum og telur að stysta leiðin til að ná þeim sé að draga úr neyslu áfengis og annara vímuefna. Fyrir hönd Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi Björn Sævar Einarsson Formaður Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri [1] https://www.althingi.is/altext/150/s/0023.html [2] https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf [3] https://www.stiornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c [4] http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2018/world-leaders-ncds/en/ [5] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/10/vill logleida framleidslu og dreifingu/ [6] http://www.pgdlisboa.pt/leis/lei mostra estrutura.php?tabela=leis&artigo id=&nid=186&nversao=&tabela=leis&so miolo= [7] Regulation[edit] Individuals found in possession of small quantities of drugs are issued summons. The drugs are confiscated, and the suspect is interviewed by a “Commission for the Dissuasion of Drug Addiction” (Comissöes para a Dissuasao da Toxicodependencia - CDT). These commissions are made up of three people: A social worker, a psychiatrist, and an attorney.[13][15] The dissuasion com m ission have powers com parable to an arbitration comm ittee, bu t restricted to cases involving drug use or possession o f small amounts o f drugs. There is one CDT in each o f Portugal’s 18 districts. [8] http://www.porto.pt/noticias/the-message-is-very-clear-mayor-rui-moreira-claims-specific-regulation-on-drug-use [9] https://www.drugfree.org.au/images/pdf-files/library/Portugal/The%20 Truth on Portugal.pdf [10]https://globalnews.ca/news/6098428/quebec-cannabis-age-21/ [9] https://www.unric.org/is/component/content/article/62-ianuar-2015/26384-17-sialfbaer-trounarmarkmie Lýsing á Wikipedia https://en.wikipedia.org/wiki/Drug policy of Portugal https://www.althingi.is/altext/150/s/0023.html https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2018/world-leaders-ncds/en/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/10/vill_logleida_framleidslu_og_dreifingu/ http://www.pgdlisboa.pt/leis/lei_mostra_estrutura.php?tabela=leis&artigo_id=&nid=186&nversao=&tabela=leis&so_miolo= https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Drug_policy_of_Portugal&action=edit&section=7 https://en.wikipedia.org/wiki/Summons https://en.wikipedia.org/wiki/Drug_policy_of_Portugal%23cite_note-United_Nations_Office_on_Drugs_and_Crime-13 https://en.wikipedia.org/wiki/Drug_policy_of_Portugal%23cite_note-Hammond_2009-06-18-15 http://www.porto.pt/noticias/the-message-is-very-clear-mayor-rui-moreira-claims-specific-regulation-on-drug-use https://www.drugfree.org.au/images/pdf-files/library/Portugal/The%20_Truth_on_Portugal.pdf https://globalnews.ca/news/6098428/quebec-cannabis-age-21/ https://www.unric.org/is/component/content/article/62-januar-2015/26384-17-sjalfbaer-trounarmarkmie https://en.wikipedia.org/wiki/Drug_policy_of_Portugal