Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 23 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fræðsla og forvarnir Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Sent rafrænt á: nefndasvid@althingi.is Reykjavík 7. nóvember 2019. Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla) 23. mál, lagt fyrir Alþingi á 150. löggjafarþingi 2019-2020. FRÆ-Fræðsla og forvarnir leggst gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíknie&a verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott. Með því sé öll sú háttsemi sem neytendur vímuefna kunni að viðhafa felld brott úr lögunum og refsileysi neytenda vímuefna þannig tryggt. Með lagabreytingunni er opnað fyrir greiðara flæði fíkniefna um samfélagið og gengið gegn þeirri meginforsendu sem forvarnir byggjast á, þ.e. að takmarka framboð og aðgengi að fíkniefnum eins og kostur er. Það má reikna með því að seljendur og dreifendur fíkniefna muni nýta sér það svigrúm og leiðir sem bjóðast til þess að athafna sig. Hafa þarf í huga að varsla, kaup og móttaka fíkniefna er ekki eingöngu bundin við neytendur efnanna og ekki alltaf skýr mörk milli „neytenda“ og þeirra sem stunda viðskipti með fíkniefni og margir fíkniefnaneytendur fjármagna neyslu sína með sölu fíkniefna. Hverjum og einum verður þá heimil sú háttsemi sem frumvarpið opnar á og engin trygging fyrir því að háttsemin hafi ekki að markmiði að dreifa eða selja fíkniefni. Frumvarpið heimilar vörslu, kaup og móttöku fíkniefna til einkanota/neysluskammta. Hins vegar er áfram óheimilt að selja og afhenda fíkniefni. Það er því ljóst að sá sem kaupir eða tekur á móti fíkniefnum hefur aflað þeirra fyrir tilstuðlan ólögmætrar háttsemi - og tekið meðvitaður (væntanlega) þátt í refsiverðum verknaði. Það þarf að skýra hvernig þetta gengur upp. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir neinum aldursmörkum til vörslu, kaupa og móttöku fíkniefna til einkanota/neysluskammta. Það er áhyggjuefni ef þetta felur í sér að börn hafi slíkt svigrúm til vörslu, kaupa og móttöku fíkniefna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heimila vörslu, kaup og móttöku fíkniefna til einkanota/neysluskammta. Hvernig yrði þessu fylgt eftir? Kallar það á opinbera skilgreiningu og skráningu á því hveijir neysluskammtar hinna ýmsu fíkniefna eru eða verður það í höndum lögreglu (matskennt) að meta það í hverju tilviki? Verður þar tekið tillit til aldurs og kyns (samanber kynbundinn mun á ráðlögðum hámarksdagskammti áfengis)? Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til lagabreytingar sem gerð var í Portúgal árið 2001 þar sem varsla neysluskammta allra vímuefna var ekki lengur refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Draga má þá ályktun að sú leið sem farin var í Portúgal sé góð fyrirmynd. Sú leið sem boðuð er í frumvarpinu er hins vegar í algerri mótsögn við þá leið sem farin var í Portúgal. Þar var markmiðið að ná til neytenda, ekki síst stórneytenda, í því skyni að hvetja/þvinga þá til þess að taka á neyslu sinni. Samhliða því var þjónusta og framboð á meðferð og hliðstæðri aðstoð stóraukin. Sú leið sem frumvarpið leggur til er í þveröfuga átt. Heimilað er stóraukið flæði fíkniefna um samfélagið og möguleikar til inngripa í skaðlega fíkniefnaneyslu verulega skertir, þvert á það sem lagabreytingin í Portúgal 2001 stefndi að. 0 Yjé^Us F R Æ Ð SLA OG F0 R VA R N IR • S ig t ú n i 42 • 1 0 5 R e y k j a v í k • s. 51 1 1 588 • kt . 4 1 0 7 9 3 - 2 1 0 9 • f r a e @ f o r v a r n i r . i s • f o r v a r n i r . i s mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:frae@forvarnir.is Það verður ekki séð að á Íslandi ríki stórfelld refsigleði gagnvart neytendum fíkniefna og að sérstaklega sé leitast við að klekkja á þeim. Ýmis meðferðarúrræði standa þeim sem eiga í fíkniefnavanda til boða. Þar má (og þarf) hins vegar að gera mun betur. Fræðsla og forvarnir hvetja til þess að aðgerðir í fíkniefnamálum séu hagfelldar bæði fyrir samfélagið í heild og þá einstaklinga sem þær kunna að varða. Það er mikilvægt að viðbrögð við fíkniefnaneyslu séu heildstæð, lausnarmiðuð og byggi á vandaðri gagnaöflun og umfjöllun. Það er mikið í húfi, eins og umræða síðustu misseri um vanda og dauðsföll vegna fíkniefnaneyslu er lýsandi dæmi um. Fyrir hönd Fræðslu og forvarna, Árni Einarsson, framkvæmdastjóri