Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 23 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Embætti landlæknis Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
líjfc/ Embætti g g * landlæknis Directorate of Health Alþingi Kirkjustræti 101 Reykjavík Reykjavík, 7. nóvember 2019 1910154/0.4.1/rm j Efni: Umsögn um mál nr. 23, frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla) Embætti landlæknis þakkar veitt tækifæri á að veita umsögn um málið. Breytingar á regluverki um ávana- og fíkniefni hafa verið umtalsvert í umræðunni bæði hér á landi og erlendis og þá sérstaklega í samhengi skaðaminnkunar og afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Í þessu frumvarpi er verið að leggja fram tillögu þess efnis, þ.e. að afnema refsingu fyrir vörslu og meðferð fíkniefna til eigin nota. Á alþjóðavettvangi er aukin áhersla á að horfa frá refsistefnu í þessum efnum og horfa frekar á vandann sem heilbrigðismál. Embætti landlæknis tekur undir þá skoðun að vandamál sem tengjast notkun eða ofnotkun ávana- og fíkniefna sé heilbrigðisvandamál en ekki síður félagslegt vandamál. Embættið ítrekar þó að málefnið sé á engan hátt einfalt og að frekar eigi að vinna tillögur sem þessa í endurskoðaðri heildstæðri stefnumótun til lengri tíma. Embættið telur að svara þurfi ýmsum spurningum í tengslum við þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu. Þannig er ekki vitað hvaða áhrif þessi breyting mun hafa á viðhorf ungmenna til vímuefna, og jafnframt, hvort þessi breyting muni leiða til aukinna notkunar vímuefna? Þá hvetur landlæknir til þess að fyrir liggi hvort, og þá hvernig, meta eigi áhrif þessara breytinga. Einnig er brýnt að skýrt sé hver skilgreini það magn sem talist getur til einkanota og um leið hvernig það sé gert. Þá er hvergi getið til um hvort setja eigi aldursmörk eða hvernig eigi að bregðast við þeim áhrifum sem kunnu að verða með þessum breytingum. Ef hér er verið að vísa í svokallaða portúgölsku leið þarf að útfæra þessa tillögu mun betur, sérstaklega hvað varðar úrræði fyrir þá sem nota vímuefni. Þessar spurningar eru í anda þess sem lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum og samfélaginu í heild. En þar segir í tillögu 1 um afnám fangelsisrefsinga fyrir vörslu á neysluskömmtum: „Sérstaklega þarf að fylgjast með hvort breytingin leiði til breyttra söluaðferða og dreifingar vímuefna. Með hliðsjón af því leggur starfshópurinn til að gert verði áhættumat á áhrifum slíkra breytingar og að fylgst verði með reynslu annarra þjóða við slíkar breytingar.^1 Í undirbúningi þessarar umsagnar var haft samráð við Fagráð embættisins í áfengis- og vímuvörnum. Þar var m.a. bent á hvaða áhrif afnám refsinga hefur haft á notkun ungmenna í 1 Skýrsla heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum og samfélaginu í heild. 2015. Bls. 32. https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2016/fykniskyrsla_30082016.pdf R au ð a rá r s t íg u r 10 • IS 105 R eyk ja v ík • lce lan d • S ím i /T e l . ( + 3 5 4 ) 5 1 0 1 9 0 0 • m ó t t a k a @ la n d l a e k n i r . i s • w w w . la n d la e k n i r . i s https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2016/fykniskyrsla_30082016.pdf mailto:ttaka@landlaeknir.is http://www.landlaeknir.is Portúgal og Hollandi. Í Evrópsku vímuefnarannsókninni (ESPAD - espad.org) kom fram aukning í kannabisneyslu meðal Portúgalskra unglinga á tímabilinu 1995-2015. Aukningin kom fram á tveimur tímabilum. Í fyrsta lagi frá 1999-2003 og aftur milli 2007 og 2011. Portúgal tók upp sitt fyrirkomulag afrefsinga í júlí 2001. Árið 1995 höfðu 7% portúgalskra 10. bekkinga einhvern tíma prófað kannabis en 20 árum síðar var það hlutfall komið upp í 15%. E f horft er til neyslu á öðrum ólöglegum vímuefnum en kannabis þá var hún 3% árið 1995 en 8% árið 2015. Það er því augljóst að neysla meðal Portúgalskra unglinga hefur aukist í kjölfar þeirra breytinga sem þar voru gerðar. Holland er annað þekkt dæmi um afrefsingu á notkun kannabis. Rannsóknir á kannabisneyslu í Hollandi leiða ekki í ljós skýr skilaboð með eða á móti þessu fyrirkomulagi. Annars vegar hefur kannabisneysla ungmenna þar í landi stóraukist eftir að afrefsing var tekin upp. Árið 1984 höfðu 15% 18-20 ára ungmenna prófað kannabis en árið 1996 var hlutfallið komið upp í 44%.2 Í ESPAD-rannsókninni kom fram að árið 2015 höfðu 22% fimmtán ára unglinga í Hollandi prófað kannabis samanborið við 7% íslenskra jafnaldra þeirra. Hins vegar virðist aukningin í Hollandi hafa náð ákveðnu hámarki fyrir nokkrum árum og hefur hlutfallið haldist nokkuð stöðugt þar. Fjölmargar leiðir eru til úrlausnar eða frekari þróunar í málaflokknum og eru bæði kostir og gallar við þær allar. Vandlega þarf að meta aðstæður og velja hvaða leið eða stefna hentar best íslenskum aðstæðum. Embættið ítrekar því afstöðu sína til þess að tekið verði á þessari tillögu og málaflokknum í heildrænni stefnumótun til framtíðar. Virðingarfyllst, Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna 2 Legalize it? A Bulletin from the W ar on Drugs. 2004. Bls. 22. https://journals.sagepub.eom/doi/pdf/10.1525/ctx.2004.3.3.19 2 https://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1525/ctx.2004.3.3.19