Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 23 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Umsögn-neysla Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla) 23. mál, lagafrumvarp 150. löggjafarþing 2019-2020. Nóvember 2019 AFSTAÐA FÉLAG FANGA OG ANNARRA ÁHUGAM ANNA UM BÆTT FANGEI-SISMÁLOG BETRUN Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, telur að með frumvarpinu sé stigið jákvætt skref og tekur undir það sem kom fram við fyrstu umræðu um málið að ríkjandi refsistefna í vímuefnamálum hafi mistekist, stríðið gegn vímuefnum hafi í raun verið stríð gegn fólki og fórnarlömbin fyrst og fremst venjulegt fólk sem gerði það eitt rangt að neyta vímuefna. Að mati Afstöðu eru neytendur vímuefna ekki afbrotamenn heldur oftar en ekki sjúklingar og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins en ekki refsivörslukerfisins. Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Frumvarp þetta er í samræmi við þann breytta skilning þjóðarleiðtoga víða um heim - og alþjóðastofnana - að neysla og varsla neysluskammta vímuefna skuli vera refsilaus en taka skuli á fíknivanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. Vísa má þar helst til Portúgal en rétt eins og segir í greinargerð með frumvarpinu þá samþykktu Portúgalir fyrir 18 árum lög þess efnis að varsla neysluskammta yrði refsilaus. Efasemdir voru um ágæti laganna en þær að mestu horfið enda fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal nú til dags hlutfallslega mjög lítill miðað við önnur lönd í Evrópu, afbrotum tengdum vímuefnaneyslu hefur fækkað mikið og niðurstöður allra rannsókna sýna að portúgalska leiðin skili stórgóðum árangri. Afstaða styður samþykkt frumvarpsins en hvetur velferðarnefnd til þess að gera eina breytingu, þ.e. að refsileysið nái einnig yfir þau lyfseðilskyldu lyf sem fjallað er um í 3. gr. laganna. Jafnframt lýsir Afstaða yfir vilja til þess að senda fulltrúa á fund velferðarnefndar, sé þess óskað, til þess að fara betur yfir þessi mál og hvernig þau snerta félagsmenn og þá sem þeim tengjast. Reykjavík, 7. nóvember 2019. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Afstöðu, félags fanga, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður