Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 23 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Núll prósent ungmennahreyfing IOGT Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Alþjóðastraumar Alþingi Velferðarnefnd Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík 5. nóvember 2019 Efni: Umsögn Núll Prósent hreyfingarinnar um „ Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla). 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 23 — 23. mál.“[1] Núll Prósent hreyfingin leggst eindregið gegn þessu frumvarpi. Það er ámælisvert þegar fjallað er um vímuefnamál í nefndum Alþingis og ekki kallað eftir umsögnum frá frjálsum félagasamtökum sem vinna í forvörnum. Núll Prósent hreyfingin vinnur mikið með almenningi í grasrótarstarfi, þar kemur fram mikil andúð samfélagsins á frumvarpinu. Frumvarp þetta er í algerri mótsögn við heilbrigðisstefnu þessarar sem og fyrri ríkisstjórna.[2] [3] Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ber stjórnvöldum að gæta hagsmuna barna og ungmenna umfram aðra hagsmuni.[4] Ísland er aðili að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. [5] Ljóst er að neysla hefur neikvæð áhrif og hindrar Heimsmarkmiðin. Þetta frumvarp, sem yrði til þess að ýta undir neyslu, er í hrópandi ósamræmi við gildandi samþykktir þar um. Með þessu frumvarpi er opnuð leið vímuefnasala til að misnota frekar börn og ungmenni til sölu og dreifingar á vímuefnum. Börn og ungmenni eiga að vera laus undan slíkum þrýstingi. Núll Prósent hreyfingin er hluti af stærstu forvarnasamtökum heims. Meirihluti íbúa heimsins notar ekki áfengi, kannabis eða önnur vímuefni. Yfir 62% heimsbyggðarinnar notar ekki áfengi og er það markmið Núll prósent hreyfingarinnar að draga sem mest úr neikvæðum afleiðingum neyslu áfengis og annarra vímuefna. Við teljum að áfengis og vímuvarnastefnan á hverjum tíma eigi að þjóna heildarhagsmunum samfélagsins og byggja á traustum rannsóknum. Áfengismál og önnur vímuefnamál eru veigamikill málaflokkur og mikið í húfi að stefnumörkun sem þau varðar, séu byggð á niðurstöðum rannsókna og forðast ber stefnumótun sem byggist á einföldun, vanþekkingu og úrræðum sem ekki skila árangri eða vinna gegn heilsu einstaklinga og samfélags. Þess vegna á almenningur rétt á að stefna um áfengi og önnur vímuefni sé vel ígrunduð, unnin af vandvirkni og farið varlega í breytingar á aðgengi. Áfengis og vímuefnastefna okkar er sterk og horfa mörg ríki heims til hennar sem góðrar fyrirmyndar. Ef vímuefnasölum tekst að veikja hana á Íslandi mun hann nota það til að veikja forvarnir í öðrum löndum. Núll Prósent hreyfingin hefur frá stofnun unnið að markmiðum sem eru nú Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og telur að stysta leiðin til að ná þeim sé að draga úr neyslu áfengis og annara vímuefna. Fyrir hönd Núll Prósent hreyfingarinnar Ástrós Ósk Karlsdóttir [1] h ttp s://w w w .a lth in g i.is /a ltex t/ 150 /s/0023 .h tm l [2] https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf [3] https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c [4] https://barnasattmali. is/ [5] https://www.unric.org/is/component/content/article/62-januar-2015/26384-17-sjalfbaer-trounarmarkmie https://www.althingi.is/altext/150/s/0023.html https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c https://barnasattmali.is/ https://www.unric.org/is/component/content/article/62-januar-2015/26384-17-sjalfbaer-trounarmarkmie