Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 23 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Umsögn
Rauði krossinn Velferðarnefnd Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 6. nóvember 2019 Meðfylgjandi er umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr.65/1974., 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 23 - 23. mál. Virðingarfyllst, f.h. Rauða krossins á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri. Rauði krossinn UMSÖGN RAUÐA KROSSINS Á ÍSLANDI um frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr.65/1974. 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 23 - 23. mál. Almennt Rauði krossinn á Íslandi þakkar fyrir það tækifæri sem hér gefst til umsagnar á ofangreindu frumvarpi. Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og rekur skaðaminnkunarverkefnin Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur og Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er skaðaminnkunarverkefnið Ungfrú Ragnheiður rekið á Akureyri og sambærilegt verkefni er í burðarliðnum á Suðurnesjum. Rauði krossinn hefur sömuleiðis beitt sér fyrir ýmsum umbótum sem snerta einstaklinga sem glíma við erfiðan vímuefnavanda, sérstaklega fyrir þann hóp einstaklinga sem notar vímuefni í æð og glímir við fjölþættan vanda. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og vinnur að margskonar verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar í samvinnu við Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans auk stjórnvalda og fjölda samstarfsaðila hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi fagnar frumvarpinu og styður þær breytingar á löggjöfinni sem lagt er til í því. Rauði krossinn tekur undir rökstuðninginn varðandi kosti þess að varsla, kaup og móttaka á neysluskömmtum efna sem bönnuð eru á íslensku forráðasvæði verði gerð refsilaus. Rauði krossinn telur hins vegar afar mikilvægt að breytingin á löggjöfinni nái einnig til lyfja sem eru heimiluð í læknisfræðilegum og vísindalegum tilgangi (3. gr. laga um ávana- og fíkniefni). Rauði krossinn telur mikilvægt að vímuefnastefna stjórnvalda sé byggð á gagnreyndri þekkingu og taki mið af nýjustu þekkingu á hverjum tíma. Hlutverk vímuefnastefnu ætti fyrst og fremst að leggja áherslu á að draga úr skaðlegum og hættulegum afleiðingum vímuefnanotkunar í landinu, með það að markmiði að lágmarka áhættuþætti eins og dauðsföll, ofskammtanir og óafturkræfan skaða af notkun vímuefna. Með frumvarpinu er íslenska ríkið að taka skref í átt að gagnreyndri og mannúðlegri nálgun við vímuefnanotkun og vímuefnavanda með skaðaminnkandi hugmyndafræði að leiðarljósi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lagt áherslu á að lönd endurskoði ávana- og fíkniefnalöggjöfina hjá sér með það að markmiði að neysla og varsla neysluskammta ávana- og fíkniefna sé gerð refsilaus. Ef frumvarpið verður að veruleika þá mun aðgengi jaðarsettra einstaklinga, sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðan vímuefnavanda, að heilbrigðisþjónustu, félagslegri þjónustu og viðbragðsþjónustu aukast til Rauði krossinn muna. Dæmi eru um að einstaklingar sem glíma við vímuefnavanda veigri sér við að hringja eftir bráðaaðstoð eða leita sér aðstoðar af ótta við að lögregla fjarlægi neysluskammta þeirra og/eða vera handtekin vegna annars ólögmæts athæfis. Það getur átt við jafnvel þó um bráðatilfelli sé að ræða eins og ofskömmtun á vímuefnum, heimilisofbeldi eða annarskonar ofbeldi. Það að tryggja að ekki verði hægt að fjarlægja neysluskammta af fólki er mikið öryggismál fyrir jaðarsetta einstaklinga og auðveldar einnig starfsfólki á vettvangi að þjónusta og styðja við einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda. Lagabreytingin mun styðja enn frekar við uppsetningu og þróun skaðaminnkandi þjónustu í landinu sem og styðja við þau úrræði sem nú þegar eru til staðar og þjónusta einstaklinga með erfiðan vímuefnavanda eins og Frú Ragnheiði, Konukot, Gistiskýlið og búsetuúrræði fyrir einstaklinga í virkri vímuefnanotkun. Mikilvægt er að styrkja lagalega stöðu þessara úrræða og tryggja að öll úrræði sem starfa með einstaklingum sem nota vímuefni í æð geti veitt skjólstæðingum sínum öruggt rými innanhús til að nota vímuefni í æð til að lágmarka hættuna á dauðsföllum vegna ofskömmtunar. Með lagabreytingunni er að auki hægt að heimila rekstur á neyslurýmum og tryggja að notendur þeirra njóti friðhelgi í rýminu. Fulltrúar Rauða krossins hafa verið í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið varðandi undirbúning á stofnun neyslurýmis í Reykjavík og vonast til að slíkt úrræði verði að veruleika innan tíðar. Skaðaminnkun að leiðarljósi Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið ómetanlega og einstaka innsýn í stöðu og veruleika einstaklinga sem glíma við erfiðan vímuefnavanda í gegnum skaðaminnkunarverkefni félagsins. Vert er að taka fram að skjólstæðingar þessara verkefna eru allajafna verulega jaðarsettir vegna vímuefnavandans og fjölmargir þeirra eru heimilislausir. Þau löglegu og ólöglegu vímuefni sem þessir einstaklingarnir eru háðir eru í langflestum tilfellum keypt á ólöglegum markaði og einnig fjármögnuð eftir ólöglegum leiðum. Reynsla Rauða krossins er sú að þegar lögreglan gerir neysluskammta upptæka eykst örvænting jaðarsetts einstaklingsins með vímuefnavanda. Þannig má leiða að því líkur að ef neysluskammtur einstaklings er gerður upptækur ýti það einstaklingi enn frekar í þá átt að stunda áfram ólögleg athæfi til fjármögnunar. Staða þess einstaklings verður þannig sífellt verri og vandi hans eykst. Að taka neysluskammta af fólki sem glímir við erfiðan og virkan vímuefnavanda getur því verið skaðaaukandi fyrir einstaklinginn og samfélagið. Lyfseðilskyld lyf Samkvæmt frumvarpinu nær breytingin á löggjöfinni eingöngu til 2. gr. um ávana- og fíkniefna sem eru bönnuð á íslensku forráðasvæði. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að breytingin á löggjöfinni nái einnig til lyfja sem eru heimiluð í læknisfræðilegum og vísindalegum tilgangi, svokölluð lyfseðilskyld lyf (3. gr. laga um ávana- og fíkniefni). Undir þessa grein falla ýmis lyfseðilskyld lyf sem fólk í fíknivanda notar, svo sem morfínskyld lyf og örvandi lyf. Reynsla og gögn úr skaðaminnkunarverkefnum Rauða krossins sýna að jaðarsettir einstaklingar eru oftar en ekki háðir notkun lyfseðilsskyldra lyfja í æð. Það er reynsla Rauða krossins að lögreglan geri lyfseðilskyld lyf upptæk til jafns við ólögleg vímuefni. Einstaklingar sem leita til skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins lýsa því að lyfseðilsskyld lyf séu gerð upptæk vegna gruns lögreglunnar um að mögulega hafi lyfseðilsskylda lyfið verið keypt ólöglega en sé ekki uppáskrifað fyrir einstaklinginn sem hefur lyfið undir höndum. Lokaorð Rauði krossinn Rauði krossinn lýsir sig fúsan til samstarfs með þann stuðning sem félagið getur veitt. Fulltrúar Rauða krossins eru tilbúnir að hitta velferðarnefnd til frekari viðræðna um áformin og gera grein fyrir sjónarmiðum félagsins sé þess óskað. Heimildir Joint United Nations Statement on Ending Discrimination in Health Care Settings - https://www.who.int/en/news-room/detail/27-06-2017-joint-united-nations-statement-on-ending- discrimination-in-health-care-settings Advancing Drug Policy Reform: A New Approach To Decriminalization - https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/advancing-drug-policy-reform https://www.who.int/en/news-room/detail/27-06-2017-joint-united-nations-statement-on-ending-discrimination-in-health-care-settings https://www.who.int/en/news-room/detail/27-06-2017-joint-united-nations-statement-on-ending-discrimination-in-health-care-settings https://www.who.int/en/news-room/detail/27-06-2017-joint-united-nations-statement-on-ending-discrimination-in-health-care-settings https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/advancing-drug-policy-reform https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/advancing-drug-policy-reform