Matvæli

Umsögn í þingmáli 229 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 15.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 33 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Karl G. Kristinsson Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Athugasemdir við frumvarp til laga Atvinnuveganefnd Alþingis sendi undirrituðum til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 229. mál. Eftirfarandi eru mínar athugasemdir við frumvarpið. Mikilvægt er að landsmenn séu vel upplýstir um sýklalyfjaónæmi, hvaða þýðingu það hefur, hvernig það verður til og hvernig það dreifist. Það að upplýsa almenning um vandamál er tengjast sýklalyfjaónæmi er nauðsynlegur hluti baráttunnar gegn því (sjá t.d. samþykkt Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordic Council 12 initiatives. Nordic co-operation on combating antimicrobial resistance, 7. liður, Public information campaigns in the Nordic Region: http://norden.diva-portal.Org/smash/get/diva2:1086062/FULLTEXT01.pdf). Verslun með matvæli á milli landa hefur aukist gríðarlega á undanfömum árum og sýklalyfjaónæmi getur borist með matvælum. Lönd með litla notkun sýklalyfja í landbúnaði og lágt hlutfall sýklalyfjaónæmis, vilja væntanlega verja sína eftirsóknarverða stöðu. Hagsmunir þeirra í tengslum við innflutning matvæla eru því mun meiri en landa með mikla notkun og hátt ónæmishlutfall. Iðulega er erfitt að átta sig á uppruna matvæla í matvælaverslunum, auk þess sem fæstir vita um stöðu sýklalyfjaónæmis í landbúnaði utan íslands. Það ætti að vera lágmarkskrafa að uppruni matvæla komi skýrt fram, þannig að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun við kaup á matvælum. Erfitt gæti reynst að fá reglulega uppfærðar upplýsingar um meðalnotkun sýklalyfja í landbúnaði í viðkomandi löndum. Auk þess gefur meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla afar einfaldaða mynd af stöðunni í viðkomandi löndum. Notkunin getur verið mjög mismunandi eftir framleiðendum/landsvæðum og eftir dýrategundum. Mikilvægt er að bæta merkingar á matvælum með tilliti til uppruna og upplýsa landsmenn um stöðu sýklalyfjaónæmis í heiminum, en meðalnotkun sýldalyfja gefúr líklega ekki fullnægjandi upplýsingar fyrir viðkomandi lönd og erfitt gæti verið fyrir Matvælastofnun að fá árlega uppfærðar upplýsingar. Reykjavík, 8. nóvember 2019 Próf. Karl G. Kristinsson Yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans http://norden.diva-portal.Org/smash/get/diva2:1086062/FULLTEXT01.pdf