Neytendalán

Umsögn í þingmáli 223 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 14.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Neytenda­samtökin Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Neytendasamtökin Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skúlagötu 4 101 Reykjavík Reykjavík 8. nóvember 2019 Efni: Frumvarp til iaga um breytingu á lögum nr. 33/2013 um neytendalán, 223 mál. Neytendasamtökin telja þær breytingar sem lagðar eru til í framangreindum drögum séu fjarri því nægilegar til að koma í veg fyrir að ólögmæt smálánastarfsemi viðgangist. Að mati Neytendasamtakanna verður að ráðast í mun róttækari breytingar svo sem með því að skerpa á eftirliti og koma í veg fyrir að innheimtuaðilar innheimti kröfur sem að brjóta gegn ákvæðum laganna, enda liggur fyrir að sú háttsemi viðgengst eins og staðan er í dag. Veldur það neytendum sem tekið hafa ólögmæt smálán oft verulegu tjóni að innheimtuaðilar haldi innheimtu til haga að fullum þunga t.a.m. í tilfellum þar sem beðið er eftir nauðsynlegum upplýsingum til að kanna réttmæti krafna. Þá er innheimtuaðila nánast í sjálfsvald sett hversu háan kostnað hann leggur á innheimtu lána eftir að innheimuviðvörun og milliinnheimtu sleppir. í frumvarpsdrögunum er meðal annars lagt til að skerpt verði á því að ákvæði laganna séu ófrávíkjanleg sem og lögfest að íslensk lög gildi um þau lán sem helst hafa verið til umljöllunar. Neytendasamtökin telja mikilvægt að það liggi skýrt fyrir að íslensk lög gildi á íslenskum neytendamarkaði, en telja þó engan vafa liggja um það í núgildandi lögum. Því beri að skoða það vel hvort þetta ákvæði geti rýrt rétt neytenda þegar kemur að öðrum lögum á sviði neytendaréttar hvar þetta ákvæði er ekki sérstaklega tekið fram. Jafnframt er í drögunum lögð fram breyting á 26. gr. laga um neytendalán sem felur í sér að nýrri málsgrein verði bætt við ákvæðið sem varðar sérstaklega þær afleiðingar sem að ólögmætar lánveitingar hafa í för með sér. í drögunum hljómar viðbótin á þá leið að brjóti lánveitandi eða lánamiðlari gegn ákvæði 1. mgr. sé neytanda ekki skylt að endurgreiða heildarlántökukostnað. í greinargerð um framangreint segir m.a. eftirfarandi: „Með heildarlánlökukostnaði er átt við allan koslnað, þ.m.t. vexti, verðbœlur, þóknun, skalla og önnur g jöld sem neylandi þ a r f að greiða í tengslum við lánssamning og lánveitanda er kunnugt um vió samningsgerð, að fráíöldum þinglýsingarkostnaði. “ Leggi samtökin réttan skilning í framangreinda breytingartillögu, þ.e. að hún feli það í sér að lántakanda sé í þeim tilfellum er lánveitandi brýtur í bága við ákvæði 1. mgr. 26. gr. ekki skylt að greiða meira til baka en sem nemur sjálfri lánsfjárhæðinni, telja samtökin að um mikla réttarbót sé að ræða. Þó telja samtökin að betur færi á því að bannað verði að innheimta slík lán, fremur en því sé velt að herðar neytenda að hafna því. Þá þarf að taka skýrt á innheimtukoslnaði slíkra lána, en innheimtukostnaður fellur alla jafnan ekki undir 1 lántökukostnað og því má spyrja sig hvort að lántakandi þurfi í þeim tilfellum er kröfur fara í innheimtuferli að standa skil á innheimtukostnaði komi í ljós að hin nýja málsgrein eigi við. Neytendasamtökin leggja til í þessu sambandi að bann verði lagt við innheimtu á kröfum er byggjast á lánum er brjóta í bága við ákvæði 1. mgr. 26. gr. M ikilvægt er að þessi heimild neytenda til að greiða ekki vexti umfram það sem leyfilegt er, eða eins og Neytendasamtökin leggja til; bann við innheimtu slíkra vaxta, sé skýrt, bæði í lögum og í framkvæmd, þannig að ekki skapist nein réttaróvissa. Neytendasamtökin eru þeirrar skoðunar að mun róttækari breytinga sé þörf og afar mikilvægt að farið verði í margþættar aðgerðir til tryggja neytendavernd á neytendalánamarkaði. Starfsemi smálánafyrirtækja og innheimtufyrirtækis sem sér um innheimtuna hefur leitt í ljós margvíslegar brotalamir í löggjöf og regluverki sem gildir um þessa starfsemi. Eflirfarandi eru aðgerðir sem Neytendasamtökin telja nauðsynlegt að ráðast í. Skráningarskylda lánafyrirtækja Neytendasamtökin telja mjög mikilvægt að fyrirtæki sem stunda smálánastarfsemi séu annað hvort skráningarskyld eða starfsleyfisskyld enda verð hægt að svipta fyrirtækið leyfi fari það á svig við Iög. Þá er mikilvægt að geta séð hverjir standa að baki fyrirtækjum sem starfa á neytendalánamarkaði til að tryggja gagnsæi og finna út ábyrgðaraðila fyrir viðkomandi starfsemi. í Ijósi reynslunnar a f smálánastarfsemi á íslandi telja Neytendasamtökin skráningarskyldu nauðsynlega og starfsleyfisskylda æskilega. Ábyrgð lánvcitenda Smálán eru að stórum hluta rándýrslán (e. predatory lending). Þau ganga út á að Iána fólki í afar viðkvæmri stöðu, sem oft stendur ekki undir afborgunum lánanna. Að mati Neytendsamtakanna er eðlilegt að lánveitandi taki ábyrgð á lánveitingum sínum og þurfi að sýna lfam á með sannanlegum hætti að lántaki sé borgunarmaður fyrir viðkomandi láni á þeim tíma sem lánið er tekið. Geti lánveitandi ekki sýnt fram á það, falli lánið niður á kostnað lánveitanda. Eftirlit með innheimtustarfsenii Samkvæmt núgildandi lögum nr. 95/2008 um innheimtu þá er eftirlit með starfsemi innheimtufyrirtækja í frum- og milliinnheimtustarfsemi á herðum Fjármálaeftirlitsins. í Iögunum er Fjármálaeftirlitinu falin ýmis úrræði, svo sem að kalla eftir gögnum og upplýsingum ásamt því að leyfisveiting er veitt a f Fjármálaeftirlitinu. í lögunum er þó sú undantekning á eftirliti Fjármálaeftirlitsins að það hefur ekki eftirlit með lögmönnum sern stunda innheimtustarfsemi eða innheimtufyrirtækjum sem iúta eignarhaldi lögmanna. Slíkt eftirlit er á herðum Löginannafélags íslands. Eftirlit Lögmannafélagsins virðist þó einungis vera með þeim hætti að ágreiningsmálum skuldara við innheimtuaðila er hægt að vísa til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins. Ekki er þó hægt að tala um raunhæft eftirlit þótt einstaklingar geti sent kvörtun fyrir úrskurðarnefndina hall þeir athugasemdir við starfshætti einstakra lögmanna. Eftirlitsaðili verður að hafa frumkvæðisskyldu, geta brugðist við rökstuddum kvörtunum og geta gripið til raunhæfra aðgerða gegn þeim aðilum og fyrirtækjum sem brjóta a f sér, svo sem að svipta viðkomandi innheimtuleyfi. Ein ástæða þess að smálánafyrirtækin geta haldið úti starfsemi er að fyrirtækin fengu í lið ineð sér innheimtufyrirtæki sem var tilbúið að innheimta hin ólöglegu lán. Þar sem innheimtufyrirtækið er í eigu lögmanns fer Lögmannafélag íslands löguin samkvæmt með eftirlit með innheimtustarfseminni en ekki Fjármálaeftirlitið. Þetta telja Neytendasamtökin með öllu ótækt, 2 enda hefur Lögmannafélagið lítil sem engin úrræði til að sinni þessari mikilvægu eftirlitsskyldu. í skýrslu starfshóps um umhverfí smálánafyrirtækja segir m.a. „Telur starfshópurinn brýnt að eflirlitsaðilar hlutaðeigandi innheimtuaðila staðreyni hvort 6. gr. sé fy lg t og þá sérstaklega hvað varðar koslnað lánlöku sem er y jir lögbundnu hámarki, hvort lánasamningar vísi til lUlekinnar löggjafar og sundurliðun krafna sem eru til innheimtu.11 Neytendasamtökin sendu erindi fyrir úrskurðarnefnd lögmanna fyrir hönd hóps lántakenda smálána og kvörtuðu yfír starfsháttum Almennrar innheimtu ehf. og þá ekki síst þeirri staðreynd að fyrtækið innheimtir kröfur vegna lána sem staðfest er að bera ólögmæta vexti. Einnig var kvartað yfír því að ómögulegt væri að ía skýra sundurliðun á kröl'um sem og að lántakendum væri ítrekað hótað með vanskilaskráningu. Erindi Neytendasamtakanna var vísað frá með vísan til aðildarskorts þar sem samtökin hefðu sem slík ekki hagsmuni að gæta í málinu. Þetta sýnir að mati Neytendasamtakanna að eftirliti með innheimtustarfsemi sem fellur undir Lögmannafélag íslands er mjög ábótavant og ótækt að hagsmunasamtök sem koma fram fyrir hönd neytenda geti ekki sent inn erindi eða kvörtun sem tekin er til skoðunar. Starfshópurinn leggur til að eftirlitsaðilar staðreyni hvort 6. gr Ínnheimtulaga sé fylgt, sbr tilvísun hér að ofan, en ekki er að sjá að Lögmannafélagi íslands sé það kleift þar sem það fer ekki með frumkvæðiseftirlit og getur ekki beitt viðhlítandi úrræðum séu innheimtulög brotin, svo sem afturköllun á innheimtuleyfi. Erfítt er að sjá rök fyrir því að eftirlit með innheimtustarfsemi sé deilt niður á Fjármálaeftirlitið og Lögmannafélag íslands, reyndar hlýtur að vera skilvirkara að eftirlit með ákveðinni starfsemi sé á einni hendi. Þá telja Neytendasamtökin fullkomlega óeðlilegt og fela í sér hættu á hagsmunaárekstrum að fela félagasamtökum eftirlit með félagsmönnum sínum. Neytendasamtökin fara fram á að Fjármálaeftirlitið hafí eftirlit með öllum innheimtufyrirtækjum óháð eignarhaldi eða menntun eigenda þeirra. Sundurliðun krafna Mjög hefur borið á því að lántakendur smálána fái ekki skýra sundurliðun á sínum kröfurn. Tryggja þarf í lögum að lántakendur geti á hverjum tíma óskað eftir og fengið upplýsingar og sundurliðun á lánstjárupphæð, vöxtum, og öðrum kostnaði. Lánveitandi þarf að verða við beiðninni svo fljótt sem auðið er. Verði töf á því að lántakandi íai þessar upplýsingar verður að fresta öllum innheimtuaðgerðum þar til upplýsingarnar liggja fyrir án þess að kostnaður falli á lántaka. Mjög mikilvægt er að skýrt sé kveðið á í Iögum um skyldu innheimtuaðila til sundurliða kröfur hvort sem þær eru í frum, milli- eða löginnheimtu. Þak á innheimtukostnaði Neytendasamtökin telja að herða þurfi á innheimtulögum sérstaklega með tillit til löginnheimtu. Mikil réttarbót var gerð með innheimtulögum 95/2008, sbr. reglugerð nr. 37/2009, þegar sett var þak á frum- og milliinnheimtu. Eftir stendur að ekkert þak er á löginnheimtu, en slíkur kostnaður getur verið gífurlegur eins og tilfellið er í innheimtu á smálánum þar sem vanskilakostnaður virðist vaxa í veldisvexti líkt og hinir ólöglegu okurvextir. Neytendasamtökin leggja til að hámark heildarkostnaðar innheimtu neytendalána verði 50% af lánsfjárhæð líkt og er í nágrannalöndum okkar. Sem dæmi hafa í Finnlandi verið settar hámarksíjárhæðir heildarkostnaðar innheimtu sem hér segir: 60 evrur, e f lánsijárhæð er lægri en 100 evrur. 120 evrur, e f lánstjárhæð er milli 100 og 1.000 evra. 210 evrur, e f lánsijárhæð er hærri en 1.000 evrur. 3 Innheimta ólögmætra krafna Setja ætti bann við því að innheimtuaðili innheimti vexti eða annan kostnað sem fyrir liggur að brýtur í bága við lög. í skýrslu starfshóps um umhverfi smálánafyrirtækja segir: „Þá mœtti í mnheimtulögum kveða á urn að innheimtuaðila beri sérstaklega að gæla þess við innheimtu neytendalána að vextir og koslnaður a f lántöku sé innan þeirra marka sem lög um neylendalán heimila og óheimill sé að innheimta umfram það viðmiöÞ Neytendasamtökin taka undir þetta sjónarmið, en mikilvægt er að neytendur geti fengið með skjótum og skilvirkum hætti úrlausn og leiðréttingu e f um er að ræða innheimtu á ólögmætum vöxtum eða kostnaði. Vanskilaskráning Ekki á að vera heimilt að setja lántakendur á vanskilaskrá vegna vanskilaá ólögmætum kröfum. Ein aðferð sem notuð hefur verið til að þvinga lántakendur sinálána til að gera upp sínar skuldir er að hóta vanskilaskráningu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lántaka. Neytendasamtökin furða sig á því að lagaumhverfið sé ekki betra en svo að lántakendur sem taka ólögleg lán og standa ekki í skilum á lánum sem bera AHK upp á mörg þúsund prósent skuli vera seltir á vanskiiaskrá, jafnvel þótt þeir hafi greitt upp sínar skuldir miðað við löglega vexti. Því er mikilvægt að sett verði lagaleg umgjörð um slík skráningarfyrirtæki og þeim m.a. gert skylt að veita töluiegar uppiýsingar úr rekstri sínum. Nú er skráning á vanskilaskrá allra helst framkvæmd a f einkaaðilanum Creditinfo. Vanskilaskráning hefur veruleg áhrif á, og kemur í veg fyrir, möguleika neytenda til íjármálagörninga, kaupa á tryggingum, umsókna um greiðslukort og lántöku. Það er því mjög mikilvægt að Iöggjallnn setji skýrar reglur um starfsemi fyrirtækja eins og Creditinfo, svo sem hvað varðar umsvif, heimildir og eftiriit. Sjálfvirkar skuldfærslur lána Lántakendur smálána hafa í mörgum tilfellum komið a f Ijöilum þegar skuldfærðar eru háar upphæðir a f kreditkortum þeirra eða debitkortabankareikningum vegna smálánaskulda. Skuldfærsluheimildin virðist verða til við það að iántakandi samþykkir skilmála á netinu með því að haka í ákveðinn reit. Skuldfærsluheimildin í skilmálum er mjög opin og víðtæk og virðist lánveitandi geta skuldfært óuppgerðar skuldir eins og honum sýnist, jafnvel skuldir sem eiga ekki rétt á sér eins og í tilfelli smálánanna. Kortafyrirtæki og bankar vísa til þess að skuldfærsluheimild sé sainningur milli reikningseiganda og þriðja aðila og þeir komi þar hvergi nærri. Fólk sem hefur viljað loka á skuldfærsluheimildina verður að hafa samband við seljanda eða skipta um greiðslukort, jafnvel bankareikning. í tilfelli smálánafyrirtækjanna þá hafa þau einfaldlega neitað að segja upp skuldfærsluheimildinni fyrr en allar skuldir væru greiddar upp. Lántakandi er því þvingaður í þá stöðu að skipta um kort og jafnvel bankareikning þar sem hann getur ekki sagt upp skuldfærsluheimild, heimild sem að öllum líkindum stenst ekki lög. Það er því með öllu ótækt að lántakandi sé þvingaður til að loka bankareikningi sínum eða greiðslukorti fyrir ákveðnum fyrirtækjum kjósi hann það. Neytendasaintökin telja að skýra þurfl lög hvað varðar skuldfærsluheimildir og ávallt Iiggi alveg skýrt fyrir hvað neytandi er að samþykkja. Þá þarf að setja takmörk við umfang skilmála sein samþykktir eru með einum smelli, en þeir eru gjarnan afar langir, víðtækir og íþyngjandi. Þá telja samtökin að skoða eigi alvarlega hvort skuldfærslur vegna lánasamninga ættu að vera í formi beingreiðslusamninga þar sem lántakandi tekur ákvörðun um það með hvaða hætti hann greiðir a f láni og engin áhöld eru um það hvort það sé yfirhöfuð samningur til staðar. Fyrirtækí sem koma að innheimtu, veitingu, eða skuldfærslu smálána í ijármálakerfinu þurfa að bera sameiginlega ábyrgð vegna ólögmætra krafna. Skoða þarf ábyrgð þeirra aðila sem koma að skuldfærslum, færslum eða innheimtu ólögmætra krafna í fjármálakerfinu. Þau fyrirtæki sem aðhalast ekkert eða stuðla að því að óheimilar færslur eru teknar út a f kortum eða bankareikningum Iántaka þurfa að bera ábyrgð. Samkvæmt þeim svörum sem 4 Neytendasamtökin hafa fengið frá kortafyrirtækjum, bönkum og öðrum aðilum þá virðist enginn taka ábyrgð á því þegar færsla er tekin a f korti eða beint út a f bankareikningum lántakenda og vísa aðilar hver á annan. Neytendasamtökin leggja til að komið verði upp keðjuábyrgð í innheimtu, þannig að innheimtuaðilar, greiðslumiðlunarþjónustur og fjármálastofnanir beri ábyrgð á að kraíá sem þau innheimta eða er innheimt sé réttmæt og lögleg. Ágeng markaðssetning Markaðssetning smálánafyrirtækjanna hefur verið mjög ágeng og m.a. brotið í bága við 46. gr. ijarskiptalaga. 1 tillögum starfshóps um umhverfi smálánafyrirtækja er vísað til Svíþjóðar og Noregs þar sem markaðssetning a f þessu tagi er tekin fastari tökum. Mikilvægt er að settar verði strangar skorður við markaðssetningu á neytendalánum sem bera háa vexti. Árleg hlutfallstala kosntaðar verði finimfaldir meginvextir Seðlabankans Markmið með hámarki árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) lána er víðast hvar að koma í veg fyrir rándýrslán („e. predatory lending“), draga úr kostnaði við lántöku og efla neytendavernd án þess að draga úr aðgengi að lánsfé. Stundum er því haldið fram að með hertri lánalöggjöf leiti neytendur á náðir braskara eða glæpamanna. Svo er ekki raunin Samkvæmt nýrri rannsókn European Credit Research Institute (ECRI ) höfðu öll 11 Evrópulöndin sem rannsökuð voru hert reglur um ÁHK milli áranna 2017 og 2018. Niðurstaða rannsóknarinnar var að lækkað hámark ÁHK lækkaði kostnað neytenda við lán, þeir leituðu ekki annað til að fá frekari lán heldur frestuðu frekar neyslu. Mismunandi er hvernig reglur Evrópuríkja um hámark ÁHK eru. Grikkland, írland og Malta eru með fast hámark en Belgía, Eistland, Frakkland, Holland, Ítalía, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn og Þýskaland eru með breytilegt hámark. Þá eru önnur lönd, sem ekki hafa hámarks ÁHK, en eru með einhverskonar sanngirniskröfur eða reglur um yfirburðarstöðu samningsaðila. Samkvæmt rannsókn World Bank (Interest Rate Caps around the World frá árinu 2014) er meirihluti þjóða með hlutfallslegt hámark og stærsti hluti þróaðra ríkja notast við hlutfallslegt hámark. í Póllandi eru hámarksvextir fjórfaldir meginvextir Seðlabankans auk 5%, í Slóvakíu er hámark fundið út sem hlutfall a f vegnu meðaltali samskonar neytendalána. Ljóst er að hámark ÁHK á Islandi er það hæsta sem gerist í þróuðum löndum og væri ólöglegt víðast hvar. Því leggja Neytendasamtökin til að árleg hlutfallstala kostnaðar neytendalána á íslandi skuli að hámarki nema fimmíoldum meginvöxtum Seðlabanka íslands hverju sinni, og væru því nú um stundir 17, 5% (5 x 3,5%). Á íslandi eru yfirdráttarvextir lánastofnana á bilinu 11-12% nú um stundirog dráttarvextir Seðlabankans 11,5%. Tenging hámarks leyfilegra vaxta við meginvexti Seðlabankans félli þannig jafnframt að peningastefnu bankans hverju sinni. Smákrafnaréttur - úrræði fyrir neytendur Fjöhnargir skjólstæðingar Neytendasamtakanna hafa kvartað yfir úrræðaleysi og skorti á skýru kvörtunarferli. Þannig hafa smálánafyrirtæki, innheimtustofnanir, bankar og kortafyrirtæki vísað kvörtunum á hvort annað. Neytendasamtökin hafa aðstoðað neytendur í slíkum inálum, en skortur er á skýru regluverki þar sem neytendur geta lagt fram kvörtun í eitt skipti og á einum stað og fengið úrlausn sinna mála. Þá eru málarekstur flókin, tekur langan tíma og er einstaklingum óhemju dýr. Neytendur eiga rétt að að ía aðstoð á einum stað, sem tæki að sér hlutverk milliliðar í flóknum samskiptum við marga aðila, í stað þess að vera sendir á milli hlutaðeigandi. Hér skortir bersýnilega smákrafnarétt (e. Small Claims Court) hvert neytendur 5 geti leitað með kröfur er varða tiltölulega lægri upphæðir og fengið skjóta úrlausn án þess að> þurfa að fara lyrir dómstóla með tilheyrandi kostnaði og töfum. Rannsóknir á smálánamarkaði Lánarannsóknastofnun Evrópu (European Credit Reasearch Institute) lagði til í skýrslu sinni „Price rules in consumer credit: should the EU act?“ í febrúar 2019, að ríki rannsökuðu umfang og eðli undirmálslána til neytenda. Afskaplega lítið sé til a f gögnum, nema frá Lettlandi. Hér á íslandi eru engin gögn til um umfang smálánamarkaðarins. Það eina sem hægt er að byggja á er opinber ársreikningur eins smálánafyrirtækis, Ecommerce 2020. En í lok árs 2018 átti félagið skammtímakröfur að upphæð tæpra 84 milljóna danskra króna, einn og hálfan milljarð ISK, sem leiða má líkur að séu útistandandi kröfur vegna smálána. Þar sem áfram verður leyfilegt að veita smálán leggja Neytendasamtökin áherslu á að stjórnvöld rannsaki umfang og eðli þeirra og taka þannig undir með tillögu lánarannsóknastofnun Evrópu, ECRI. Því einungis með rannsóknum sé hægt að öðlast skilning á viðfanginu og í kjölfarið taka upplýstar ákvarðanir til framtíðar. Efling fjármálalæsis Góðar ákvarðanatökur í fjármálum er grundvallarfærni sem hægt er að læra. En það er jafn mikilvægt að umhverfið styðji við fólk. Þannig snýr fjármálalæsi ekki einungis að einstaklingum, heldur ekki síður að hinu opinbera og atvinnulífinu, Iögum og reglum í samfélaginu og að fólki sé þannig gert kleift að fóta sig í samfélaginu. Aukið íjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstakiinga í fjármálum og bættum lífskjörum. Aukið fjármálalæsi stuð larað stöðugleika, sterkara fjármálakerfi og aukinní hagsæld. Öfugt við fjölda þjóða höfum við íslendingar enn ekki mótað heildarsýn og stefnu í fjármálalæsi. Fjármálalæsi snertir nánast öll svið mannlífsins; menntamál, velferðarmál, fjármál, nýsköpun, auðlindir og umhverfi. Því er nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um skýra stefnu líkt og iagt er til í hvítbók OECD um efiingu fjármálalæsis. Vert er að nefna hið jákvæða skref sem þátttaka íslands í fjármálalæsishluta PISA rannsóknarinnar 2021 er. Neytendasamtökin leggja til að mótuð verði landsáætlun í fjármálalæsi og hún innleidd í samstarfi við ráðuneyti, opinberar stofnanir, hagsmunaaðila í menntamálum, ljármálum og á vettvangi sveitarfélaga og neytendamála líkt og gert er í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Virðingarfyllst f. h. Neytendasamtakanna, Einar Bjarni Einarsson, lögfr. Breki Karlsson, formaður 6