Rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara

Umsögn í þingmáli 22 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 117 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sjúkraliða­félag Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 08.10.2019 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis Fjárlaganefnd Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Reykjavík 7. október 2019 Efni: Umsögn Sjúkraliðafélag íslands um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara Sjúkraliðafélag íslands fagnar tillögu til þingsályktunar um að fela heilbrigðisráðherra það verkefni að rannsaka þunglyndi eldri borgara og leggja mat á umfang þess. Flækkandi lífaldur þjóðarinnar er það sem vænta má samkvæmt mannfjöldaspá Flagstofunnar. Það er því mikilvægt að kanna vel þá áhættuþætti sem liggja til grundvallar þunglyndi. Þekkt er að hár aldur fólks, lítill félagslegur stuðningur og erfið fjárhagsstaða gerir aldraða berskjaldaðri fyrir þunglyndi en annað fólk. Einnig verða ýmsir kvillar algengari með hækkandi aldri og er þunglyndi einn þeirra sem getur haft umtalsverð áhrif á líðan fólks. Þá hefur þunglyndi neikvæð áhrif á virkni fólks og getu til sjálfstæðis. Það er því mikill ávinningur í að kanna þunglyndi meðal eldri borgara svo unnt sé að beita viðeigandi meðhöndlun. Fjölmargir skjólstæðingar sem sjúkraliða sinna eru eldri borgarar, ým ist í heimhjúkrun, í dagdvöl og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðafélagið hefur í gegnum félagsmenn sína fengið vísbendingar um að þunglyndi meðal aldraðra sé ýmist vangreint, vanmeðhöndlað eða það sé ofmeðhöndlað með þunglyndislyfjum. Það er því afar mikilvægt að gerð verði sérstök rannsókn á þunglyndi meðal eldri borgara svo unnt verði að bregðast við sjúkdómnum með viðeigandi hætti og til að móta leiðir til að koma í veg fyrir þunglyndi hjá öldruðum. Virðingarfyllst, Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags íslands