Rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara

Umsögn í þingmáli 22 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 117 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félags­ráðgjafa­félag Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 11.10.2019 Gerð: Umsögn
Félagsráðgjafafélag íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 10. október 2019. Efni: Umsögn við tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. 150. Löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 22 - 22. mál. Félagsráðgjafafélag Íslands fagnar ofangreindri þingsályktunartillögu og auknum áhuga á því að meta andlega heilsu eldri borgara eins og efni tillögunnarins felur í sér. Félagsráðgjafafélag Íslands vill hins vegar gera athugasemd við það að í tillögunni er ekki gert ráð fyrir Félagsráðgjafafélagi Íslands í nefnd sem ætlað er að kanna hvaða leiðir séu best til þess fallnar að koma í veg fyrir þunglyndi meðal eldri borgara. Talin eru upp fagfélög lækna og hjúkrunarfræðinga en vert er að vekja athygli á því að margar fagstéttir þar á meðal félagsráðgjafar veita mikilvægan stuðning til eldri borgara í því skyni að rjúfa félagslega einangrun og bjóða ýmiss úrræði sem eru til þess fallin að koma í veg fyrir þunglyndi. Nálgun ólíkra fagstétta á andlegum vanda er ólík og því brýnt að halda því til haga að engin ein aðferð eða meðferð er réttari en önnur. Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Nám þeirra er 5 ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára grunnnám þar sem þeir öðlast BA gráðu í félagsráðgjöf. Að því loknu tekur við tveggja ára meistaranám þar sem hluti námsins felst í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu starfsþjálfunarkennara sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem slíkir. Félagsráðgjafar geta að loknu námi sótt um löggild starfsréttindi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu hjá sama embætti. Menntun félagsráðgjafa er að því leyti sérstök að þar er áhersla lögð á þekkingu á sviði stjórnsýslulaga auk þess sem félagsráðgjafar hafa þjálfun í fjölskylduvinnu og málsstjórn (e. case management). Auk þess eru margir félagsráðgjafar með sérfræðiþekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar en rannsóknir sýna að fjölskyldumeðferð samhliða öðrum meðferðaraðferðum bætir árangur meðferðar og leiðir þannig til sparnaðar til lengri tíma litið. Styrkleiki félagsráðgjafa felst einnig í þekkingu þeirra á öðrum þjónustukerfum svo sem félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsráðgjafar hafa heildarsýn að leiðarljósi í vinnu sinni með fólki og leita leiða til þess að tengja saman þjónustukerfi og þannig ná fram aukinni skilvirkni í þjónustu með samstarfi og samþættingu þjónustu sem veitt er a f ólíkum þjónustukerfum og stofnunum samfélagsins. Félagsráðgjafafélag Íslands er tilbúið að fylgja athugasemdum sínum eftir sé þess óskað. Með vinsemd og virðingu, f.h. stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Borgartún 6, 105 Reykjavík - Sími: 595 5151 - felagsradgjof@ felagsradgjof.is - www.felagsradgjof.is - Kt. 430775-0229 mailto:felagsradgjof@felagsradgjof.is http://www.felagsradgjof.is