Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi

Umsögn í þingmáli 203 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 14.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 6 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfisstofnun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 12.02.2020 Gerð: Umsögn
III UMHVERFIS STOFNUN Alþingi - Umhverfís- og samgöngunefnd Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Akureyri, 12. febrúar 2020 UST202001-413/B.J. 04.06 Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Islandi, 203. mál. Vísað er til tölvupósts dags. 23. janúar 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi Umhverfisstofnun til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stjómunar- og vemdaráætlun fyrir álftir og gæsir á íslandi, 203. mál. Umhverfisstofnun tekur undir það að nauðsynlegt er að gerð verði áætlun um stjóm og vemd álfta og gæsa þar sem vemd stofnanna verður tryggð sem og að nauðsynlegt sé að gagnasöfnun í málaflokknum verði bætt. Stofnunin gerir þó eftirfarandi athugasemdir við þingsályktunartillöguna og greinargerðina sem henni fylgir. I þingsályktunartillögunni er lagt til að gerð verði stjómunaráætlun fyrir álftir og alla gæsastofna á íslandi og að skilað verði skýrslu fyrir 1. mars 2020. Sá tímafrestur er að mati Umhverfisstofhunar o f stuttur, en stofnunin hefur frá árinu 2018 kynnt sér og undirbúið gerð stjómunar- og vemdaráætlana fyrir villtar tegundir á Islandi. Gerð slíkra áætlana er umfangsmikil og krefst umfangsmikillar gagnasöfnunar auk þess sem slíkar áætlanir þarfnast sífelldrar endurskoðunar. Við undirbúninginn hefur Umhverfisstofnun haft samráð við hagsmunaaðila og hafa starfsmenn stofnunarinnar kynnt sér og setið námskeið um aðferðarfræðina adaptive management sem er notuð við veiðistjómun í nágrannalöndum. Þá telur Umhverfisstofnun æskilegra að kveðið verði á um það í lögum að Umhverfisstofnun skuli vinna stjómunar- og vemdaráætlanir fyrir villta fugla og villt spendýra, sér í lagi þær tegundir sem eru veiddar og/eða hætta er á að valdi tjóni frekar heldur en að ráðherra verði falið að vinna slíka áætlun fyrir gæsa- og álftastofninn á grundvelli AEWA samningsins. Við framangreindan undirbúning hefur forgangsröðun tegunda og stofha í þessu samhengi einnig verið rædd en talið er æskilegast að byrja á stjómunar- og vemdaráætlun fyrir þær tegundir eða stofna sem hingað til hafa sætt tiltekinni nýtingu eða veiðum eða eru líklegar til að valda tjóni. Á árinu 2020 er áætlað að vinna stjómunar- og vemdaráætlun fyrir rjúpnastofninn, en ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu er sú að stofninn er nú þegar mjög vel vaktaður og þar af leiðandi eru til góð gögn um ástand stofnsins auk þess sem ítarlegt samráð hefur verið haft við Náttúrufræðistofnun Islands (NÍ) og hagsmunaaðila vegna rjúpnaveiða. Þá hefur stofnunin undanfarið tekið þátt í vinnu við gerð alþjóðlegrar stjómunar- og verndaráætlunar fyrir helsingjastofninn í samvinnu við NÍ og umhverfis- og auðlindaráðuneytið en um þessar mundir er unnið að fjármögnun fyrir rannsóknir og vöktun sem nauðsynleg er vegna þess verkefnis. Að mati Umhverfisstofnunar er ljóst að setja þarf aukinn þunga í gerð stjómunar- og vemdaráætlana og æskilegt væri að flýta gerð slíkra áætlana fyrir þá stofha sem rætt er um í þingsályktunartillögunni en því þyrfti að fylgja aukið fjármagn til málaflokksins. Su ð u rla n d sb ra u t 2 4 + 354 591 2 0 0 0 1 0 8 R eykjavík w w w .u st.is lceland http://www.ust.is III UMHVERFIS STOFNUN Vöktun á gæsastofninum hefur verið undirfjármögnuð um árabil en í því samhengi má nefna að enn er óljóst hvort eða hvemig takist að fjánnagna vöktun helsingjastofnsins í tengslum við alþjóðlega stjómunaráætlun sem nú er unnið að á vettvangi AEWA. Hvað AEWA samninginn varðar þá telur Umhverfisstofnun rétt að vekja athygli á því að innleiðingu samningsins í landsrétt er ábótavant. Samningurinn virðist ekki vera til á íslensku, virðist ekki hafa verið birtur í Stjórnartíðindum og hvergi virðist vera kveðið á um framkvæmd samningsins eða hlutverk stjórnvalda samkvæmt honum. Að frátöldu ofangreindu samstarfi vegna helsingjastofnsins hefur Umhverfisstofnun engu hlutverki gengt vegna samningsins. Helstu upplýsingar sem Umhverfisstofnun hefur fundið um samninginn er að finna í frétt á vefsíðu Stjórnarráðsins frá 4. mars 2013 en þar segir að ríkisstjómin hafi samþykkt að gerast aðili að alþjóðlegum samningi um vemdun afrísk- evrasískra sjó- og vatnafugla (AEWA) og að samningurinn kveði m.a. á um aðgerðir til vemdunar votlendisfugla á viðkomustöðum þein'a. Þá segir í niðurlagi fréttarinnar að ábyrgð og vinna við framkvæmd samningsins verði að mestu á höndum NI. Þessu til viðbótar má nálgast upplýsingar um samninginn á vefsíðu NI og Fuglavemdar. Umhverfisstofnun telur þó rétt að benda á að í samningnum er sérstaklega kveðið á um það að aðildarríki skuli í samvinnu miða að því að þróa stjómunar- og vemdaráætlanir (e. single species management plans) fyrir stofna sem valda talsverðu tjóni, sérstaklega í tengslum við uppskeru eða fiskveiðar og hefur skrifstofa samningsins það hlutverk að samræma þróun og samhæfmgu slíkra áætlana, sbr. liður 4.3.4. í aðgerðaráætlun samningsins sbr. viðauki 3. Að framansögðu telur Umhverfisstofnun mikilvægt að hugað verði að innleiðingu AEWA samningsins í landsrétt, framkvæmd hans hér á landi og hlutverki stofnana samkvæmt honum. I þessu samhengi er vert að nefna að endurskoðun laga nr. 64/1994 um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum sem nú stendur yfir hefur Umhverfisstofnun vakið athygli á því að huga þurfi að hlutverki stjómvalda vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Einnig hefur verið vakin athygli á því að gera þurfi mun aðgengilegri upplýsingar um alþjóðlega samninga sem ísland á aðild að og skýra með markvissari hætti frá fundum og samþykktum sem gerðar eru í tengslum við þessa samninga og festa í lög ákvæði um framkvæmd alþjóðlegra samninga í málaflokknum, t.a.m. í skýrslu um lagalega og stjórnsýslulega stöðu villtra fugla og spendýra sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra og gefin úr 2013 (sjá kafla 2.4.). Loks er rétt að vekja athygli á því að við framangreinda endurskoðun laga nr. 64/1994 um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum hefur talsvert verið rætt um stjómunar- og vemdaráætlanir og má því ætla að kveðið verði á um slíkar áætlanir í frumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi næstunni en áform um lagasetninguna voru birt í Samráðsgátt stjómvalda þann 9. desember 2019. Virðingarfyllst Skúli Þórðarson sviðsstjóri sérfræðingur Su ð u rlan d sb rau t 24 10 8 R eykjavík lcetand + 354 591 2 0 0 0 w w w .u st.is http://www.ust.is