Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2020

Umsögn í þingmáli 2 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 52 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfis­stofnun Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
I III UMHVERFIS " STOFNUN Alþingi - Efnahags- og viðskiptanefnd Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík, 9. október 2019 UST201909-255/Í.S.B. 04.00 Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020, 2. mál Vísað er til bréfs dags. 20. september 2019 þar sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendi Umhverfisstofnun frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020, 2. mál til umsagnar. Umhverfisstofnun fagnar tilkomu urðunarskatts en leggur áherslu á að samhliða auknum tekjum ríkissjóðs vegna innheimtu skattsins muni framlög til málaflokksins aukast með áherslu á þær aðgerðir sem settar eru ffam í drögum að stefnu ráðherra í úrgangsmálum með sérstaka áherslu á græna nýsköpun. Einnig að áhersla sé lögð á að fjárframlög geti í auknum mæli stutt sveitarfélög í því að uppfylla skyldubundið hlutverk sitt þegar kemur að úrgangsstjómun. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemdir við einstök ákvæði er varða skatt á urðun úrgangs. Stofnunin fagnar jafnframt skatti á flúoraðar gróðurhúsalofttegundar og leggur sömuleiðis áherslu á að samhliða auknum tekjum ríkissjóðs vegna álagningar skattsins muni framlög til málaflokksins aukast. Þannig er mikilvægt að mati Umhverfisstofnunar að styðja við útfösun efnanna og tækja sem krefjast notkunar þeirra. Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir hafa verið notaðar í ýmsum tilgangi undangengin ár. Langstærstur hluti slíkra efna sem eru í umferð hér á landi er notaður sem kælimiðlar. Kerfi sem innihalda slíka kælimiðla er að finna víða en sem dæmi má nefna kælikerfi í skipum, verslunum, hótelum, veitingastöðum og til kælingar tæknirýma. Það hefur lengi verið ljóst að efnin stuðla að hlýnun jarðar og sem dæmi er áætlað að um 10% af losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum hér á landi og þar með 4% af heildarlosun íslands megi rekja til þessara efna. Nokkuð strangt regluverk hefur gilt um þau allt frá því fyrir síðustu aldamót og ffá árinu 2015 hefur framleiðsla og innflutningur tiltekins hluta efnanna verið háður kvóta í aðildarríkjum ESB. Við lok síðasta árs var einnig komið á innflutningskvóta hér á landi. Efnin hafa borið sérstakan skatt bæði í Danmörku og Noregi um árabil og auk þess gilda ýmsar sértækar reglur í Danmörku um notkun þeirra og hönnun kerfa sem innihalda þau. í dag eru fyrir hendi lausnir sem í flestum tilfellum geta komið í stað kerfa sem krefjast notkunar flúoraðra gróðurhúsalofttegunda. Su ð u rlan d sb rau t 24 + 3 5 4 5 91 2 0 0 0 10 8 R eykjavík w w w .u st.is lceland http://www.ust.is I III UMHVERFIS STOFNUN Skattlagning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda er hagrænn hvati til að velja frekar aðrar umhverfisvænni lausnir sem eru fyrir hendi á markaðnum en hafa í sumum tilfellum lotið í lægra haldi vegna lágs verðs flúoraðra gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Að sama skapi skapast hvati til að sinna vel viðhaldi og lekaeftirliti á búnaði sem inniheldur efnin ef aukinn kostnaður fylgir því að bæta efnum á kerfm. Með hraðari útskiptingu kerfa sem kreijast þessara efna minnkar jafnframt sá hluti losunar íslands sem rekja má til efnanna. Emi frekari ávinningur getur verið af því ef tekjurnar af skatti á efnin skapa svigrúm til að styðja verkefni sem miða að útfösun þeirra eins og áður var vikið að. I því samhengi leggur stofnunin til að komið verði á fót starfshópi sem leitað getur leiða til að hraða útfösun efnanna t.a.m. með styrkjum eins og rætt er um í 29. aðgerð í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Athugasemdir við einstök ákvæði frumvarpsins Um a-lið 34. gr. I greinargerð með frumvarpinu er lagt til að skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verði einungis lagður á efnin sjálf en ekki „vörur eða búnað sem krefjast slíkra lofttegunda“. Umhverfisstofnun tekur undir þá tillögu að skatturinn skuli ekki taka til vara eða búnaðar sem krefjast flúoraðra gróðurhúsalofttegunda, en telur aftur á móti að í ákvæðinu þurfi að koma skýrar fram að efnin sjálf skuli skattlögð óháð því hvort þau eru flutt inn í vörum og búnaði eða ein sér í þar til gerðum ílátum. í ljósi þess að skv. frumvarpinu verður álagning skattsins í höndum tollyfírvalda mun tæknileg útfærsla þess að skattleggja miðla sem bundnir eru í vörum/búnaði krefjast greiningar á því í hvaða tollflokkum er líklegt að fmna slíkan búnað. Umhverfisstofnun hefur átt í góðu samstarfi við tollyfirvöld vegna efnamála og er reiðubúin að aðstoða embætti Tollstjóra við þá greiningu. Ljóst er að efnin getat.a.m. fundist í vörum og búnaði sem fellur undir 84. kafla í tollskrá. Sem dæmi má nefna kæla, frysta og varmadælur sem finna má undir tollnúmerum sem byrja á 8418. Þrátt fyrir að kælar og frystar séu í hópi þess búnaðar sem um ræðir er mikilvægt að hafa í huga að markaðssetning kæliskápa og frysta til heimilisnota, sem innihalda vetnisflúorkolefni með hnatthlýnunarmáttinn 150 eða meira, er bönnuð skv. reglugerð og sambærilegt bann fyrir búnað sem notaður er í viðskiptalegum tilgangi tekur gildi 1. janúar 2022. Þar af leiðandi má ætla að skattlagning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda í búnaði muni hafa óveruleg áhrif á verð heimilistækja. Aftur á móti getur skattlagningin snert innflutning á öðrum tækjum s.s. varmadælum og íhlutum í stærri kælikerfi. í því samhengi er vert að hafa í huga að ýmsar lausnir sem ekki innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eru þegar á markaði. Við þetta má bæta að verði ekki skýrar kveðið á um að skattlagningin taki til efna í búnaði býr það til glufur í reglunum. Þannig gæti það virkað hvetjandi til innflutnings á tækjum sem innihalda mikið magn miðlaima í þeim tilgangi einum að endurheimta úr honum óskattlagðar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir til sölu eða notkunar í öðmm tækjum. Þá er ekki hægt að útiloka að stór tæki sem geta innihaldið mikið rnagn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda verði flutt úr landi í þeim eina tilgangi að fylla þau af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum í öðmm löndum og flytja þau aftur til baka. í þessu samhengi er t.a.m. vert að hafa í huga að ekkert regluverk er í gildi um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir í Færeyjum. Su ð u rlan d sb rau t 24 +354 591 2 0 0 0 10 8 Reykjavík w w w .ust.is lceland http://www.ust.is III UMHVERFIS STOFNUN Að framansögðu leggur Umhverfisstofnun til að orðunum hvort sem þau fyrirfinnast í vörum eða búnaði, eða eru flutt inn ein sér“ sé bætt við 1. málsl. 1. mgr. 34. gr. a frumvarpsins á eftir orðinu „landsins“. Loks er rétt að benda á eftirfarandi misritanir í texta greinarinnar: • I I . málsl. 1. mgr. er vísað til 17. gr. hvað varðar skattskylda aðila. Það ákvæði á við um urðunarskatt. Rétt tilvísun er því væntanlega í 13. gr. • í töflu í 2. mgr. er tollflokkur fyrir blönduna R438A sagður vera 38247890. Þessi vísun er til komin vegna villu í veftollskrá sem hefur nú verið leiðrétt. Réttur tollflokkur er 38247819. • 13. tölul. 3. mgr. er vísað til ákvæðis b-liðar. Sú vísun hlýtur að eiga að vera í 2. tölul. sömu málsgreinar sem hefur áður verið b-liður. Umhverfisstofnun fagnar frumvarpinu en ítrekar að breytingar í samræmi við framangreint eru nauðsynlegar til að stuðla 'að skýrleika ákvæðanna sem um ræðir. Fulltrúar stofnunarinnar eru reiðubúnir að koma á fund efnahags- og viðskiptanefndar og fara nánar yfir efni umsagnarinnar. S u ö u rtan d sb rau t 24 + 3 5 4 591 2 0 0 0 10 8 R eykjavík w w w .u st.is lcetand http://www.ust.is