Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2020

Umsögn í þingmáli 2 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 16 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 52 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sóknar­nefnd Víðisstaðakirkju Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
KMBT_C224e-20191009150023 V ÐISIAÐAKIRKJA Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 9.10.2019 Efni: Umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020, frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020, mál nr. 2. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga verið 930 krónur á mánuði árið 2020. Gjaldið er í dag 925 krónur og nemur hækkunin því rúmlega hálfu prósenti. Sóknarnefnd Víðistaðakirkju telur að sú hækkun sem lögð er til í frumvarpinu sé allt of lítil. Þá mótmælir sóknarnefnd því harðlega að stjórnvöld ætli enn og aftur að hunsa réttmætar kröfur um leiðréttingu sóknargjalda og ætli ekki að aðhafast neitt til að bæta upp þá skerðingu sem orðið hefur frá árinu 2009. Athygli er vakin á því að heildarskerðing sóknargjalds þjóðkirkjusafnaða á landinu öllu frá árinu 2009 til 2019 nemur, að teknu tilliti til eingreiðslu árin 2013 og 2014, tæplega 10,4 milljörðum króna. Skerðing á lögbundnum sóknargjöldum hefur komið illa við margar sóknir landsins. Víðistaðakirkja hefur í gegnum árin sýnt mikið langlundargeð og brugðist við síendurteknum skerðingum með aðhaldsaðgerðum, þ.m.t. uppsögnum starfsfólks sem bitnað hefur á starfi kirkjunnar. Þá hefur reynst verulega erfitt að sinna viðhaldi kirkjubyggingar og annarra kirkjumuna. Á síðustu árum hefur kirkjan þurft að slá lán fyrir nauðsynlegu viðhaldi og þyngir það rekstur kirkjunnar enn meira. F.h. sóknarnefndar Víðistaðakirkju Hjörleifur Þórarinsson, formaður Víðistaðakirkja - Garðavegi 23 - 220 Hafnarfirði