Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2020

Umsögn í þingmáli 2 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 16 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 52 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferða­þjónustunnar og Samtök atvinnulífsins. Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
Fasti fyrir Jónínubréf Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8 -10 101 Reykjavík nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 9. október 2019 Efni: Umsögn um XVIII. kafla frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 og um 1. gr. laga um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 129/2009 ásamt mótsvarandi ákvæðum í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020, 2. og 1. mál. I. Almennt Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (samtökin) skila sameiginlegri umsögn um ákvæði til breytinga á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta sem tengjast fjárlagafrumvarpinu fyrir 2020. II. Kolefnisgjald Með lögum nr. 138/2018 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2019 var ákveðið að kolefnisgjald á eldsneyti skyldi hækka um 10% þann 1. janúar 2019 og jafnframt að það hækkaði um önnur 10% hinn 1. janúar 2020. Þessar hækkanir koma í kjölfar 50% hækkunar gjaldsins árið 2018. Heildarhækkun kolefnisgjaldsins er því ríflega 80% á rúmlega tveimur árum. Rökstuðning fyrir hækkun kolefnisgjaldsins er að finna í sáttmála ríkisstjórnarinnar frá 30. nóvember 2017 en þar segir „(t)ímabært er að huga að heildarendurskoðun gjaldtöku í samgöngum, svokölluðum grænum sköttum og skattaívilnunum, þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Kolefnisgjald verður hækkað um 50% strax í upphaf kjörtímabils og verður svo áfram hækkað á næstu árum “. Samtökin leggjast almennt ekki gegn hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti í almennum samgöngum á landi en benda á að hækkun kolefnisgjaldsins kemur illa við fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Hækkunin skerðir samkeppnishæfni þeirra gagnvart keppinautum í nálægum löndum sem ekki þurfa að standa undir sambærilegum gjöldum. Þetta á sérstaklega við um sjávarútveginn hér á landi og einnig fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki en sem dæmi má nefna rekstraraðila hvalaskoðunarskipa. Skattbyrði sjávarútvegsins hefur aukist mjög á undanförnum árum. Á sjávarútvegsdeginum 2019 kom fram í gögnum Deloitte að bein opinber gjöld greinarinnar (veiðigjald, tekjuskattur, tryggingargjald) námu 21,4 milljörðum króna á árinu 2018 og höfðu hækkað um 5,6 milljarða króna frá árinu áður. Þar að auki bætist við kolefnisgjaldið en ætla má að þróun þess sé eins og á myndinni hér að neðan: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 1 mailto:nefndasvid@althingi.is ©SVÞI Samtök verslunarog þjónustu m Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi SAF SA•« • 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 1.914 2.062 2.000 1.000 1.227 1 141 0 687 ■ 921 ■ 2010 2011 Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi Í milljónum króna á verðlagi hvers ár 3.061 3.013 3.004 1.834 1.846 1.898 3.274 3464 2.081 2.378 3.806 2.740 5.317 3.567 5.860 3.935 6.340 4.223 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019* 2020* ■ Sjávarútvegur ■ Aðrir *Kolefnisgjald í sjávarútvegi 2019/20 er áætlað miðað við að framreikna árið 2018 m.v. 10% hækkun gjaldsins hvort árið Heimild: Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara, Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 og Ríkisreikningur 2010 til 2018 Reikna má með að sjávarútvegurinn greiði þriðjung kolefnisgjaldsins og að það hafi nær tvöfaldast á þremur árum. Hafa verður í huga að greinin hefur enga möguleika að sækja kostnaðaraukann til viðskiptavina erlendis. Sömuleiðis er þessi aukna skattlagning í hróplegri andstöðu við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem áður er vísað til þar sem segir: „Tryggja þ a r f samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum og að hann geti áfram staðið að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurðanna.“ Olíukaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri útgerða og því fylgir sterkur hvati til að draga úr eldsneytisnotkun. Fjárfesting í nýjum tækjum og tólum hefur verið afgerandi þáttur við að draga úr olíunotkun flotans og um leið losun gróðurhúsalofttegunda á undanförnum árum. Dæmi eru um að ný skip veiði á við tvö eldri og noti við það þriðjungi minna a f olíu. Fjárfesting í nýjum skipum er því áhrifarík leið til að draga úr notkun á olíu og minnka kolefnisspor landsins. Hækkun kolefnisgjaldsins rýrir fjárfestingagetu fyrirtækja og getur þannig dregið úr frekari möguleikum greinarinnar til að draga úr olíunotkun. Þar með er hætt við að hækkun kolefnisgjalds hafi þveröfug áhrif miðað við það sem lagt er upp með. Með vísan til þessa leggja samtökin til að a) hætt verði við hækkun kolefnisgjalds nú um áramótin og b) að sjávarútvegur ásamt öðrum samkeppnisgreinum verði undanþeginn greiðslu kolefnisgjalds. III. Skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir Í XVIII. kafla frumvarps um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga er lagt til að lagður verði á sérstakur skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Fyrir löngu eru hafnar aðgerðir til að draga úr notkun þessara efna og engar líkur eru á að skattlagningin, sem ætlað er að skili ríkissjóði rúmum 300 millj. kr. tekjum árið 2020 og rúmlega 600 millj. kr. þar eftir, hraði að nokkru marki fyrirsjáanlegum samdrætti notkunar þessara efna. Skatturinn hefur því nánast einungis tekjuöflunartilgang fyrir ríkissjóð enda fyrirséð að umhverfisáhrif hans verða lítil sem engin. Um síðustu áramót tók gildi kvótakerfi á innflutningi þessara efna í samræmi við það sem gildir í Evrópu og er lagt þak á það magn HFC sem flytja má inn og því úthlutað til fyrirtækja sem innflutninginn hafa stundað. Samkvæmt reglugerðinni (nr. 1279/2018, sem breytir reglugerð nr. 834/2010) losar það magn sem árlega er heimilt að flytja inn á árunum 2019 - 2023 um 244 þúsund tonn CO2 ígilda en á að lækka í 40 þúsund tonn eigi síðar en 2036. Auðsætt er að samhliða árlegri minnkun kvótans mun verð efnanna hækka. Þessi efni falla einnig undir reglur Úrvinnslusjóðs og bera úrvinnslugjald samkvæmt lögum sem um það gilda. Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 2 Í einhverjum tilvikum eru þessi efni flutt aftur úr landi og þegar um það er að ræða er nauðsynlegt að viðkomandi fái skattinn endurgreiddan enda hafa þá engin gróðurhúsaáhrif orðið hér á landi af hinni útfluttu vöru. Með hliðsjón a f því er æskilegt að um skattinn gildi reglur Úrvinnslusjóðs sem endurgreiðir gjöld a f ýmsum efnum þegar þau eru flutt úr landi. Æskilegt er að gerð verði grein fyrir því hvernig stjórnvöld í Danmörku og Noregi endurgreiða álagðan skatt við útflutning og hvernig þau nýta tekjur af skattinum til að hraða tækniþróun sem dregið getur úr notkun þessara efna. Að öllu samanlögðu telja samtökin að hér sé ekki um skilvirka skattlagningu að ræða sem er til þess bær að stuðla að umhverfismarkmiðum sem liggja áformunum til grundvallar heldur er fyrst og fremst horft til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Samtökin leggja því til að hætt verði við skattlagninguna. IV. Urðunarskattur Í sama kafla fjárlagabandormsins er lagt til að lagður verði á sérstakur urðunarskattur. Annars vegar 50 aurar á hvert kíló óvirks úrgangs og hins vegar 15 krónur á hvert kíló af almennum úrgangi. a) Óvirkur úrgangur Óvirkur úrgangur breytist ekki verulega líffræðilega, efnafræðilega eða eðlisfræðilega sem þýðir að losun gróðurhúsalofttegunda frá þessum úrgangi er lítil sem engin. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins eru urðuð hér á landi 2016 tonn af óvirkum úrgangi. Það þýðir að árlegar tekjur af álögðum skatti á þennan úrgang munu nema 1.008.000 kr. (0,5*2016*1000). Þegar ákvæði um álagningu skattsins eru skoðuð blasir við að kostnaður við álagningu og innheimtu hans getur orðið meiri en hugsanlegar tekjur ríkissjóðs. Gera má ráð fyrir að koma þurfi á laggirnar eftirliti og umsjón með urðunarstöðum óvirks úrgangs sem nú eru án starfsfólks en þar á engin vigtun sér stað. Að óbreyttu er hætta á að úrgangurinn verði í auknum mæli losaður utan skilgreindra losunarstaða. Áhrif urðunarskatts á losun gróðurhúsalofttegunda verða engin. Samtökin leggja því til að hætt verði við að skattleggja förgun óvirks úrgangs. b) Almennur úrgangur Umhverfis- og auðlindaráðherra birti í júlí sl. drög að stefnu í úrgangsmálum þar sem eitt meginmarkmiðið er að draga úr urðun úrgangs. Þar er að finna tillögu um að lagt verði „mat á áhrifum og hagkvæmni aðgerða sem fe la í sér skattaívilnanir og álagningu umhverfisskatta". Í umsögn samtakanna til ráðherra sagði m.a. „(s)amtökin styðja eindregið að slíkt mat verði unnið áður en skattaívilnanir verða festar í lög. Telja samtökin afar mikilvægt að matið taki ekki aðeins til hagkvæmni frá sjónarhóli ríkissjóðs heldur einnig til áhrifa sem aðgerðirnar kunna að hafa á atvinnulíf og einstaklinga. “ Samtökin eru enn sömu skoðunar og telja að efna þurfi til samráðs m.a. stjórnvalda (ríki og sveitarfélög), neytenda og atvinnulífs um hvaða leiðir séu bestar til að ná markmiði sem sett hefur verið af ESB um að árið 2035 verði einungis 10% alls úrgangs urðaður. Eins og nú háttar til skortir víða innviði fyrir aðrar leiðir en urðun sem farveg fyrir úrgang. Hafa verður í huga að langmestur hluti þess úrgangs sem nú er urðaður er s.k. heimilisúrgangur. Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 3 © S V Þ IS r0 I jllll Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Samtökin telja að skattlagningin sé til þess fallin að tefja nauðsynlega uppbyggingu innviða svo draga árum í þeim tilgangi að stuðla að aukinni flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs en þá verður sá kostnaður að nýtast til innviðauppbyggingar á þessu sviði. Samtökin eru reiðubúin til samráðs við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila um þessa þætti. Skattur sem lagður er á sem almenn tekjuöflun ríkisins verður ekki til að flýta framförum á þessu sviði. Þar munu nýsköpun, tækniþróun og uppbygging innviða skipta mestu máli. Samtökin leggja því til að hætt verði við skattlagninguna og að þess í stað verði unnin greining og mat á hvaða aðgerðir best henta eins og umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt til. megi úr urðun almenns úrgangs. Það kann að vera nauðsynlegt að auka kostnað við urðun á komandi Virðingarfyllst, f.h. Samtaka atvinnulífsins f.h. Samtaka iðnaðarins f.h. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar f.h. SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 4