Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2020

Umsögn í þingmáli 2 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 16 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 52 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: SORPA bs Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi b.t. efnahags- og viðskiptanefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 9. október 2019 Varðar: Umsögn um frv. mm forsendur fjárlaga, 2. mál (drög) Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 20 september sl., þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020, 2. mál. Umsögn SORPU er bundin við eitt ákvæði frumvarpsins þ.e.a.s. um nýjan skatt sk. urðunarskatt. Urðunarskattur SORPU er kunnugt um umsögn Sambands íslenskra Sveitarfélaga og tekur undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Að auki vill SORPA benda á eftirfarandi atriði: Urðunarskattur hefur komið til tals í stjórnsýslunni nokkrum sinnum undanfarin ár án þess að hann hafi raungerst. Nú bregður svo við að skella á skatti á urðunarstaði án nokkurs undirbúnings og verður að telja það ámælisverð vinnubrögð. Setja á skattinn á um næstu áramót án þess að annað sé fullmótað en upphæð skattsins. Því er lítill tími til undirbúnings eða viðbragða og mætti jafnvel ræða um eignaupptöku í samhenginu. Urðunarskattur hefur verið lagður á í nokkrum löndum Evrópu (alls ekki öllum) og í nokkrum tilvikum aflagður. Finna má samandregnar upplýsingar um fyrirkomulag urðunarskatts í skýrslu frá Umhverfisstofnun Evrópu („European Environment Agency")1. í umræddri skýrslu er m.a. tiltekið um upphæð urðunarksatts í hverju ríki. í þeirri samantekt frá 27 ríkjum eru 9 ríki þar sem ekki er urðunarskattur eða 33% ríkjanna. Meðal upphæð urðunarskatts er 4,93 kr/kg2 í þeim ríkjum þar sem urðunarskattur þekkist. í tveimur ríkjum og héruðum, Flanders í Belgíu og Hollandi er urðunarskatturinn yfir 10 kr/kg en í öllum öðrum ríkjum er skatturinn á bilinu 0,48 kr/kg til 8,91 kr/kg. Sé hæsti urðunarskatturinn tekinn burt er meðaltal allra ríkjanna 4,38 kr/kg. Því er með hreinum ólíkindum að lagt sé til að urðunarskattur verði 15 kr/kg! Verði sá skattur lagður á þýðir það 62% hækkun á urðunargjaldi hjá SORPU bs. Því gjaldi verður ekki mætt öðru vísi en með hækkun á gjaldskrá sem þá bæði íbúar og fyrirtæki þurfa að greiða. Sá urðunarskattur sem lagður er til er þá 204% hærri en meðaltal þeirra 18 Evrópuríkja sem eru með urðunarskatt (í raun 349% yfir meðaltali allra ríkjann). Undirritaður dregur mjög til efs að höfundar frumvarpsins hafi á einhverjum tímapunkti kynnt sér staðreyndir um urðunarskatt í Evrópu og tilurðu skattsins sem hafði ekkert með endurvinnslu að gera þegar til hans var fyrst stofnað. 1 „Typical charge (gatefee and landfill tax)for legal landfilling of non-hazardous municipal waste in EU Member States and regions" lifandi skjal sem má finna á https://www.eea.europa.eu/downloads/dae3e670bcea42c78b8f04f70abe620d/1363680110/tvpical- charee-eate-fee-and.pdf 2 Miðað við gengi evru 137 1 SORPAbs. Gylfaflot 5 Simi 520 2200 Kt. 510588-1189 112Reykjovík sorpa@sorpa.is Vsknr. 15528 www.sorpa.is https://www.eea.europa.eu/downloads/dae3e670bcea42c78b8f04f70abe620d/1363680110/tvpical- mailto:sorpa@sorpa.is http://www.sorpa.is r\ VOHUNHF VOTTtJM Hf©RPA raia ÁRANGUR í UMHVERFISMÁLUM IST ISO 9001 Isr iso Mooi, Því er haldið fram í greinargerð með frumvarpinu að álagning urðunarskatts leiði til meiri endurvinnslu. Þar sem fyrir liggja upplýsingar í umræddri skýrslu um árangur í endurvinnslu hvers lands er einfalt að gera tölulega greiningu á þeim upplýsingum. Samband urðunarskatts, endurvinnsiu og urðunar MSW • •:,v í í3 i- ? G - u r t : r r i r s r ? ir r ^ .> j í> ; 3 r ; s > • •.::*> . : • • I i * t • Mynd 1. Samband urðunarskatts, endurvinnslu og urðunar á heimilisúrgangi (MSW). Mynd 1 sýnir svo ekki verður um villst, að ekkert samband er hægt að finna milli upphæðar urðunarskatts og endurvinnslu í þeim 27 ríkjum sem eru skoðuð. Fylgnistuðull endurvinnslu er 0,35 og fylgnistuðull urðunar er 0,41. í báðum tilvikum langt undir einhverjum vísbendingum um samband þar á milli. Ef þau lönd sem engan skatt hafa eru fjarlægð (sjá mynd 2) breytir það litlu sem engu í fylgni milli breyta, sem túlka verður þannig að sú fullyrðing að endurvinnsla aukist með urðunarskatti standist enga skoðun. Samband urðunarskatts, endurvinnslu og urðunar MSW (án landa með engan skatt) • Hlutfall endurunnins MSW Hlutfall urðaðs MSW <v -C c c ■>1—=1 TJ c<u 120 100 80 60 40 20 0 0,00 2,00 4,00 •• 6,00 8,00 10,00 Urðunarskattur, kr/kg 12,00 14,00 16,00 Mynd 2. Samband urðunarskatts, endurvinnslu og urðunar á heimilisúrgangi (MSW) meðal landa er hafa urðunarskatt. í Ijósi ofangreindra mynda og greiningar er áhugavert að skoða hvort hægt sé að lesa út eða greina hvort aðrir þættir hafi áhrif á magn úrgangs til endurvinnslu og/eða urðunar. 2 SORPA bs Gylfoflöt 5 112 Reykjovik Simi 520 2200 sorpo@sorpo.is www.sorpo.is Kt. 510588-1189 Vsknr. 15528 mailto:sorpo@sorpo.is http://www.sorpo.is > I ÁRANGUR í UMHVERFISMÁLUM \ vo ttv 'n i r 7A\7A JSTISO 9001 5i/> 100 90 8 80 | z. 70 Z 60OJ 5 50 | 40 5 30 í§ 20 X 10 0 • 0 • • 0,5 ISTISO14001 % af MSW urðað • • • 1 1,5 2 Urðunarskattur / Hliðgjaldi 2,5 Mynd 3. Samband hlutfalls urðunarskatts af hliðgjaldi og hlutfall urðunar á heimilisúrgangi. Mynd 3 sýnir hlutfall urðunarskatts af hliðgjaldi (inn á urðunarstaði, lægsta og hæsta hlutfalli sleppt) og hlutfall urðaðs heimilisúrgangs. Augljóslega er hér heldur ekkert samband. Fylgnistuðull er 0,14 þ.e.a.s. ekkert samband. Því eru engar sönnur fyrir því að hlutfail urðunar sé lægra í þeim löndum þar sem urðunarskattur hefur verið lagður á. Áhugavert getur hins vegar verið að skoða aðra þætti eins og t.d. brennsluskatt sem líka tíðkast í nokkrum Evrópulöndum. í skýrslu frá 20163, er skoðað á EES-svæðinu (alls 32 lönd) samspil stjórnvaldsaðgerða (urðunarskattur hærri en 4,2 kr./kg., brennsluskattur, bann við urðun á ómeðhöndluðum lífrænum úrgangi, skylda til sérsöfnunar á lífrænum úrgangi og svonefnd sá- borgar-er-veldur kerfi4) við hlutfall heimilisúrgangs (og sambærilegs úrgangs) sem er endurnýttur (ásamt fleiri þáttum) byggt á gögnum fyrir árin 2004 og 2014. Á árinu 2014 var endurvinnsluhlutfall að meðaltali í löndum ESB 34% og ísland var með endurvinnsluhlutfallið 30% og án efa spilaði framleiðsla SORPU á ökutækjaeldsneyti úr söfnuðu hauggasi á urðunastaðnum í Álfsnesi stóran þátt. Þau lönd sem voru með bæði urðunarskatt og brennsluskatt náðu 48,5% endurvinnsluhlutfalli meðan þau sem voru einungis með urðunarskatt voru með 39,5% og með einungis brennsluskatt 42,8% Lönd með bann við urðun á virkum úrgangi voru með 44,6%, þau með borgar-sá-er-veldur fyrirkomulag 39,9% og þau með skyldu á sérsöfnun5 á lífbrjótanlegum úrgangi 38,7%. Ef litið er til muns á milli hópa eftir stjórnvaldsaðgerðum var hann marktækt meiri fyrir aðgerðirnar bann við urðun virks úrgangs. borgar-sá-er-veldur og urðunar- oe brennsluskatt annars vegar á móti urðunarskatti, brennsluskatti or sérsöfnun lífbriótanlegs úrgangs hins vegar. Gögn í skýrslunni sýna fram á að skattur á eina gerð förgunar (hvort sem er urðunarskattur eða brennsluskattur) er ómarkviss aðgerð, nauðsynlegt er að skattur á brennslu sé settur samtímis skatti á urðun (annars leita aðilar lausnar án skatts) og jafnvel að hafa hann hærri en urðunarskatt. Einnig er skýr vísbending um að takmörkun á urðun lífræns og/eða lífbrjótanlegs úrgangs sé 3 Eurostat, 2016a; EA of lceland, 2016 (recycling and landfill rates); ETC/WMGE, 2016. 4 Pay as you throw 5 Rétt er hafa í huga í þessu sambandi að „sérsöfnun" þýðir ekki sér ílát/tunna við hvert heimili. 3 SORPAbs Gyllaflöt 5 Sími 520 2200 Kl. 510588-1189 112 Reykjovík sorpa@sorpa.is Vsknr. 15528 www.sorpo.is mailto:sorpa@sorpa.is http://www.sorpo.is A V07TUN HF VOTTT7N HfSIRPA fBlH ARANGUR I UMHVERFISMALUM IST ISO 9001 ISTIS014001 skynsamleg aðferð því hagkvæmt virðist að varðveita orku og næringarefni með vinnsluferlum í gas- og jarðgerðarstöðvum í stað brennslu (á lífbrjótanlegu efni og vatni). í skýrslunni má sjá að lítil sem engin fylgni er milli magns blandaðs heimilisúrgangs og skylds úrgangs (MSW) á íbúa og þess hve mikið af honum er endurunnið. 100 90 „ 80 § 70 1 60 £ 50 40 30 20 10 0 MSW endurunnið (e. recycled) af heildarm agni á íbúa • • • • • • !• • N. • • • • • • • • • • • 0 100 200 300 400 500 600 700 800 MSW [kg/íbúaj Mynd 4. Samband magns heimilisúrgangs og hlutfall endurvinnslu á heimilisúrgangi. Myndin sýnir að endurvinnsluhlutfall á heimilisúrgangi er ekki skýrt eitt og sér með magni hans á íbúa. Ætla má að þau samfélög sem búa til mestan úrgang séu þau sem mest tækifæri hafa til endurvinnslu. Draga má þá ályktun að sú aðgerð að standa einungis fyrir hærri kostnaði við meðhöndlun úrgangs (svo sem skattur á eina tegund förgunar neðst í úrgangsþríhyrningum) sé ekki merkilegt stjórntæki eitt og sér, heldur er líklega nauðsynlegt að draga úr úrgangsmyndun og eiga lausnir á öllum stigum úrgangsþríhyrningsins. Af ofangreindri umfjöllun má ráða að urðunarskattur einn og sér breytir engu um aukna endurvinnslu en hins vegar að ef lagður er á urðunarskattur OG brennsluskattur þá bendir það til þess að með skattlagningu sé hægt að auka endurvinnslu. Hins vegar háttar þannig til hér á landi að einungis ein lítil brennslustöð er starfandi og því mundi slíkur brennsluskattur missa marks. Hins vegar mundi slíkur skattur á efni til brennslu erlendis væntanlega skila sama árangri og brennsluskattur í öðrum löndum. Bein kostnaðarieg áhrif. Eins og áður hefur komið fram þá mun urðunarskattur upp á 15 kr/kg þýða 62% hækkun á gjaldi til urðunar sem kemur fram sem auknar álögur á sveitarfélög. Um verulega íþyngjandi aðgerð er að ræða gagnvart íbúum og fyrirtækjum á starfssvæði SORPU, sérstaklega í Ijósi þess að engir innviðir eru til að taka við því sem íbúar og fyrirtæki vildu koma úr urðun. Bent hefur verið á að hægt sé að mæta þessu með útflutningi úrgangs. í því sambandi er rétt að hafa eftirfarandi í huga: • Skv. stefnu Evrópusambandsins skal leitast við að leysa úrgangsmál eins nálgæt uppruna og hægt er • Fjármunir þurfa að fylgja efnum erlendis til brennslu - þeir fjármunir verða ekki nýttir til uppbyggingar lausna hér á landi 4 SORPA bs. Gylfafiot 5 1 1 2 Reykjovík Simi 520 2200 sorpa@sorpo.is www.sorpa.is Kt. 510588-1189 Vsknr. 15528 mailto:sorpa@sorpo.is http://www.sorpa.is ARANGUR I UMHVERFISMALUM VGTTUN M1 VOTTUN Hf 7A\7A ISTISO 9001 ISTISO14001 • Veruleg áhætta fylgir útflutningi og ætti lokun Kínverja á móttöku pappírs, pappa og plasts að vera nærtækt og skýrt dæmi um slíka áhættu. Hollendingar lokuðu á móttöku úrgangs til brennslu í sumar sem leið og má eins búast við að slíkt verði algengara en ella m.a. í Ijósi þess að brennslugeta/afkastageta brennslustöðva í Evrópu nálgast mjög fullnaðarafköst. Hvert er þá plan B? • í Hollandi og mörgum öðrum Evrópulöndum er umræða um innflutningsskatt á úrgang til brennslu - ef af slíku verður munu íslenskir neytendur og fyrirtæki greiða til samneyslu í öðrum löndum. • Færa má rök fyrir því að ef um stórfelldan útflutning á úrgangi til brennslu verður að ræða, tapi íslenska ríkið umtalsverðum fjármunum þegar fram í sækir - í það minnsta þeim virðisauka sem gæti orðið hér á landi með nýjum innviðum og breyttri meðhöndlun. Urðunarskatturgæti því haft þær afleiðingar að ríkið yrði af tekjum til framtíðar • Urðunarskattur mun ekki einungis hækka kostnað vegna úrgangs til urðunar heldur einnig vegna annars úrgangs. Markaðurinn mun „laga" sig að aðstæðum og nýta tækifærið til hækkana á allri meðhöndlun • Meintur ávinningur af brennslu úrgangs erlendis kemur íslensku samfélagi ekki til góða. Sá reginmunur er á brennslu og endurvinnslu að endurunninn úrgangur getur ratað til baka í formi vöru - það gerir varmi eða rafmagn ekki • Við brennslu á t.d. plastefnum verður útblástur gróðurhúsalofttegunda á sama hátt og ef brennd væri olía, gas eða kol. Allsendis er óvíst að viðtökuland íslensks úrgangs sætti sig við að barátta gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heimalandinu verði síðan eyðilögð með brennslu úrgangs frá íslandi. SORPA tók til urðunar á árinum 2018 alls um 140.000 tonn en þar af eru um 32.000 tonn úr grárri tunnu íbúa og um 21.000 tonn frá endurvinnslustöðvunum. Bein útgjaldaaukning íbúa vegna þessa gæti því orðið 795 milljónir ári. Þessum kostnaði yrði að velta yfir á íbúa í auknum gjöldum vegna sorphirðu-engin leið erað tengja saman það sem hver íbúi læturtil urðunarog urðunarskatt. Þessi skatturgæti því aldrei orðið til annarsen aukagjald á hvern íbúa óháð magni til urðunar (nefskattur). Atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu þyrfti svo að bera kostnað vegna um 108.000 tonna eða 1.620 M kr.-það gjald mun síðan með einhverju móti rata upp úrveski íbúa höfuðborgarsvæðisins. SORPAásamtsveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, eru að undirbúa nýja gas- ogjarðgerðarstöð sem taka mun lífrænan hluta heimilisúrgangs til endurvinnslu og endurnýtingar. Verkefninu er aðallega ætlað að draga úr urðun á lífrænum úrgangi. Því skýtur það skökku við, að sveitarfélögunum á höfuðborgarsvðinu skuli nú refsað með urðunarskatti fyrir eitt stærsta verkefni á sviði úrgangsmeðhöndlunar sem ráðist hefurverið í hér á landi. Ríkið leggurekkert til verkefnisins og hefur aldrei gert og hefur engin útgjöld af úrgangi nema sem kaupandi þjónustu. Það er því mjög sérstakt að tillögur um urðunarskatt skuli gera ráð fyrirað hann lendi í ríkissjóði í stað þess að lenda hjá sveitarfélögunum sem sannanlega hafa kostnað af þessu lögbundna verkefni. Nær væri að urðunarskattur, ef af honum verður renni alfarið til sveitarfélaganna og þá til uppbyggingar verkefna á sviði úrgangsmála. Sjá má dæmi um slíka útfærslu t.d. í Bretlandi ( sjá https://www entrust.org.uk). í Ijósi þess að um úrgangs- og umhverfismál er að ræða er þess farið á leit við Alþingi að umhverfis- og samgöngunefnd fái málið til umfjöllunar en ekki einungis efnahags- og viðskiptanefnd. 5 SORPA bs. Gylfoflöl 5 Sími 520 2200 Kt 510588-1189 112 Reykjavik sorpo@sorpo.is Vsknr. 15528 www.sorpa.is https://www mailto:sorpo@sorpo.is http://www.sorpa.is ARANGUR I UMHVERFISAAALUM Niðurlag V ; ] | VOTTUH ■ ' 7A7A ISTISO 9081 ISTIS0M00I ÔNnŴ Það virðist augljóst af umfjöllun hér að framan að tilgangur hugmynda um urðunarskatt er ekki verndun umhverfisins eða aukning í endurvinnslu eða endurnotkun. Tilgangurinn virðist heldur ekki vera að minnka úrgang-til þess er urðunarskattur lélegt stjórntæki einsogdæmin sanna. Því leggst SORPA alfarið gegn þessum hugmyndum um urðunarskatt. Virðingarfyllst, f.h. SORRU bs. 3jörn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPA bs Gylfaflöt 5 T12 Reykjovik Sími 520 2200 Kt. 510588-1189 Vsknr. 15528 www.sorpa.is http://www.sorpa.is