Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2020

Umsögn í þingmáli 2 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 16 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 52 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisskattstjóri Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
RÍKISSKATTSTJÓRI L augavegi 166 - 150 R eykjavík - Sími 442 1000 Fax 442 1999 - w w w .rsk .is - rsk@ rsk.is Alþingi, nefndasvið Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 8.10.2019 Tilvísun: 20190902034 Kt. 420169- 3889 Efni: Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 - 2. mál, 2. þskj. Ríkisskattstjóri hefur þann 20. september 2019 móttekið tölvupóst þar sem óskað er eftir umsögn um framangreint frumvarp. Ríkisskattstjóri telur tilefni til athugasemda við 34. gr. frumvarpsins er varðar breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 129/2009, með síðari breytingum. N.t.t. vill embættið benda á eftirfarandi atriði er lúta að nýrri 18. gr. laga m. 129/2009 sem lýtur að álagningu, innheimtu og eftirliti o.fl. með urðunarskatti. í nýrri 18. gr. laga nr. 129/2009 kemur fram að ríkisskattstjóri skuli annast álagningu urðunarskatts skv. 21. gr. sömu laga. Uppgjörstímabil urðunarskatts skuli vera þau sömu og uppgjörstímabil virðisaukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Samkvæmt greindum ákvæðum getur uppgjörstímabil virðisaukaskatts verið með ýmsum hætti. Almenna reglan er að uppgjörstímabil eru tveir mánuðir en t.d. getur einnig verið um að ræða skil tvisvar á ári, mánaðarlega, árlega allt eftir aðstæðum í hverju rekstartilviki fyrir sig. Þótt leiða megi að því líkur að þeir sem skattskyldir verði vegna urðunarskatts skili virðisaukaskatti á 2ja mánaða fresti telur ríkisskattstjóri vænlegra að festa uppgjörstímabil vegna þessa skatts við almenn virðisaukaskattsskil. Þannig verði í öllum tilvikum gerð skil á þessum skatti á 2ja mánaða fresti, þ.e. vegna janúar og febrúar ár hvert verði gerð skil í síðasta lagi 5. apríl o.s.frv. Að öðru leyti gerir ríkisskattstjóri ekki athugasemdir við efni frumvarpsins, enda er þar fyrst og fremst um að ræða breytingar á fjárhæðum en ekki efnislegar breytingar. Virðingarfyllst, f. h. ríkisskattstjóra http://www.rsk.is mailto:rsk@rsk.is