Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2020

Umsögn í þingmáli 2 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Fjárlög Fjöldi umsagna við þingmál: 16 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 52 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hrunamanna­hreppur Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 11.10.2019 Gerð: Umsögn
Sæl Sveitarstjórn Hrunamannahrepps tók fyrir á fundi sínum í gær eftirfarandi umsagnarmál. 1. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020. Oddviti kynnti umsagnarbeiðni frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur Sambands íslenskra sveitarfélaga um upptöku urðunarskatts og ráðstöfun hans. Tryggja þarf að sveitarfélögunum vinnist tími til að finna úrræði fyrir þá úrgangsflokka sem um ræðir. Tryggja þarf síðan að brennsla dýrahræja og óvirkur úrgangur verði að vera undanþegin þessum skatti enda ekki ekki önnur úrræði í boði. Kveðja JGV