Akureyri sem miðstöð málefna norður­slóða á Íslandi

Umsögn í þingmáli 182 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Norður­slóðanet Íslands Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 15.01.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Utanrikismalanefnd_umsogn_182 mal_20200114 Utanríkismálanefnd Alþingis Berist til nefndasvid@althingi.is 14.01.2020 Utanríkismálanefnd Alþingis sendi Norðurslóðaneti Íslands til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Akureyri sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi., 182. mál. Norðurslóðanet Íslands tekur undir greinargerð þá sem tillögunni fylgir, sem og niðurstöðu flm. um að málefni norðurslóða verði sífellt mikilvægari á alþjóðlegum vettvangi. Uppbygging þverfaglegs þekkingarsamfélags á Akureyri á sviði norðurslóða undanfarna áratugi hefur verið heillavænleg þróun og treystir þátttöku landsins í alþjóðasamstarfi. Málefni norðurslóða eru þess eðlis að þau almennt kalla á þverfaglega nálgun. Af þeirri ástæðu hefur gefið góða raun að beina á einn stað þvílíkum aðgreindum stofnunum, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig í öðrum norðurslóðaríkjum þar sem svipaðar miðstöðvar hafa byggst upp með góðum árangri. Þá hefur reynslan sýnt okkur að þær stofnanir sem þegar eru staðsettar á Akureyri hafa haft töluverðan ávinning af nálægð sinni hver við aðra. Sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi mun tvímælalaust styrkja og styðja við það margvíslega starf sem fram fer víða um land og tengist norðurslóðum. Embla Eir Oddsdóttir Forstöðumaður Norðurslóðanet Íslands embla@arcticiceland.is gsm: +864 5979 Gunnar Már Gunnarsson Verkefnastjóri Rannsóknaþing Norðursins við Háskólann Akureyri gunnarmg@unak.is gsm: +864 2051 mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:embla@arcticiceland.is mailto:gunnarmg@unak.is