Akureyri sem miðstöð málefna norður­slóða á Íslandi

Umsögn í þingmáli 182 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Utanríkis­ráðuneytið Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn utanríkisráðuneytisins um tillögu til þingsályktunar um Akureyri sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi Hlutverk Akureyrar sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi hefur styrkst á undanförnum árum, eins og rakið er í ofangreindri tillögu til þingsályktunar. Utanríkisráðuneytið fagnar þeirri þróun og tekur undir það sjónarmið að æskilegt sé að styðja enn frekar við hana, enda þjónar það hagsmunum Íslands að markvisst sé byggð upp þekking og sérhæfing á þessu sviði. Þess má geta að ráðuneytið hefur um árabil átt í góðu samstarfi við ýmsa af þeim aðilum sem nefndir eru í tillögunni. Jafnframt má benda á að Alþingi hefur samþykkt auknar fjárveitingar til norðurslóðatengdrar starfsemi á Akureyri í tengslum við yfirstandandi formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Að mati utanríkisráðuneytisins er ofangreind tillaga hins vegar ekki tímabær, í ljósi þess að utanríkisráðherra hefur nýverið skipað þingmannanefnd um endurskoðun á stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Gera má ráð fyrir að norðurslóðatengt starf á Akureyri verði til umfjöllunar við þá stefnumótun. Reykjavík, 14. janúar 2020.