Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 181 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 33 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Slysavarna­félagið Landsbjörg Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Reykjavík 7. nóvember 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skrifstofa Alþingis Austurstræti 8-10 Frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 181. mál Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar Undirritaður, f.h. stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), veitir eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 181. mál. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) fagnar framlagningu frumvarpsins og tekur undir mikilvægi þess að félögum sem starfa að almannaheillum sé skapað samræmt laga- og reglugerðarumhverfi. Stjórn SL gerir ekki athugasemdir við frumvarpið í heild sinni enda hafa flestar athugasemdir við eldra frumvarp sama efnis náð fram að ganga og birtast í þessu frumvarpi. Stjórn SL telur þó rétt að ítreka mikilvægi þess sem getur í greinargerð um 1. gr. frumvarpsins og varðar uppbyggingu félagasamtaka og aðildarfélög; „Þegar um er að ræða landssamtök þar sem félagsaðilar eru félög sem teljast almannaheillafélög nægir að landssamtökin séu skráð í almannaheillafélagaskrá samkvæmt lögunum." l greinargerðinni er Slysavarnafélagið Landsbjörg sérstaklega nefnt sem dæmi um slík samtök og bent á að aðild að þeim sé í gegn um þær félagseiningar sem að samtökunum standa. Eins og bent var á í fyrri umsögnum um frumvarp sama eðlis þá er það skoðun Slysavarnafélagsins Landsbjargar að skráning félagsins (samtakanna) ætti að vera nægjanleg sem fullnaðarskráning félags til almannaheilla enda lúta öll aðildarfélög þess lögum SL og undirgangast siðareglur og aðrar þær reglur sem samtökin setja sér. Umsögn S k ó g a r h l í ð 14 • 105 R e y k ja v í k • S ím i 570 590 0 • Fa x 570 5901 • N e t f a n g : s k r i f s t o f a @ l a n d s b j o r g . i s mailto:skrifstofa@landsbjorg.is