Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 181 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 33 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Barnaheill Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Barnaheill Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 07. nóvember 2019 Meðfylgjandi er umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um frumvarp til laga um félög til almannaheilla. Þingskjal 182, 181. mál, 150. löggjþ. Virðingarfyllst, f.h. Barnaheilla - Save the Children á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is Barnaheill Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um frumvarp til laga um félög til almannaheilla Umsögn þessi er samhljóða fyrri umsögn sem veitt var síðastliðið vor. Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna framkomnu frumvarpi sem miðar að því að koma á heildstæðri löggjöf um félög sem starfa í þágu almannaheilla. Slíka löggjöf hefur með öllu skort og margt hefur verið óljóst og misjafnt í framkvæmd hvað varðar rekstur og reglur um slík félög. Slíkt lagatóm getur gert félögum erfitt fyrir í rekstri ef deilt er um aðferðir, ábyrgð og framkvæmd. Samtökin telja það því verða mjög til leiðsagnar fyrir almannaheillafélög að hafa samræmdar leiðbeiningar eins og í lögunum felast. Barnaheill vilja þó benda á að mikilvægt er að þau séu ekki íþyngjandi minni félögum eða takmarki með einhverju móti stjórnarskrárvarið félagafrelsi. Þátttaka barna í stjórnum félaga ætti að mati samtakanna að vera tryggð með lögunum. Félögum hefur hingað til verið synjað um skráningu barna í stjórnum í fyrirtækjaskrá, á þeim grundvelli að þau séu ekki fjárráða. Barnaheill hvetja því til þess að í frumvarpið verði bætt ákvæði sem kvæði á um heimild til að ákveða í samþykktum að börn geti tekið sæti í stjórn slíkra félaga þar sem jafnframt væri þó áréttað að börn megi ekki mynda meiri hluta stjórnar og þeim, sem stjórnarmönnum, verði ekki veittur réttur til að rita firma félagsins. Ábyrgð þeirra á störfum í félaginu væri þá í samræmi við aldur og þroska í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar og refsiréttar. Samkvæmt Barnasáttmálanum og stjórnarskrá eiga börn rétt til þátttöku í félögum, sbr. 12., 13. og 15. grein og að láta skoðun sína í ljós í öllum málum sem þau varða. Að mati Barnaheilla ætti ekki að útiloka börn frá stjórnarsetu á þeim grunni að þau séu ekki fjárráða, heldur að veita þeim möguleika á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Barnaheill hvetja jafnframt til þess að í frumvarpið verði bætt ákvæði sem áréttar þá skyldu að allar ákvarðanir skuli teknar í samræmi við það sem börnum er fyrir bestu, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans, og að félög skuli í störfum sínum taka tillit til hagsmuna barna. Að öðru leyti hvetja Barnaheill til þess að frumvarpið verði samþykkt sem lög að teknu tilliti til athugasemda. Barnaheill byggja starf sitt á Barnasáttmálanum og vinna að bættum mannréttindum barna á heildstæðan hátt. Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is 2 mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is