Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 181 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 33 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi nefndasvið MEÐ TÖLVUPÓSTI Umsögn um Félög til almannaheilla, 181. mál SÍBS leggur eindregið að Alþingi taka frumvarp til laga um félög til almannaheilla af dagskrá þingsins og vísa málinu til gagngerrar endurskoðunar í ráðuneyti, þar sem haft verði víðtækt samráð við frjáls félagasamtök og einstaklinga sem vinna að góðgerðarmálum. Annars vegar eru alvarlegir vankantar á frumvarpinu og grunnforsendum fyrirhugaðrar lagasetningar, og hins vegar eru fyrir hendi aðrar leiðir að sama marki innan gildandi lagaramma, sem ekki krefjast íþyngjandi og yfirstýrandi löggjafar sem vegur að félagafrelsi í reynd. Flestir eða allir innan raða frjálsra félagasamtaka virðast vera sammála um að stefna beri að þeim markmiðum að létta skattaumhverfi félagasamtaka, svo sem vegna erfðafjárskatts, afsláttar tekjuskatts af gjafafé eða vegna virðisaukaskatts. Afstaða SÍBS allt frá 2015 hefur hins vegar verið sú, að sérstök lög um félög til almannaheilla séu óþörf, íþyngjandi og yfirstýrandi, með sérrefsiákvæðum og gangi inn á svið annarra laga, auk þess að vera til þess fallin að bregða fæti fyrir starfsemi félaga sem ekki ráða við að uppfylla strangar formkröfur frumvarpsins og þurrka upp styrkjaumhverfi þeirra, svo ekki sé talað um einstaklingsframtak í ýmsum þjóðþrifamálum. Frumvarpið setji jafnvel skorður við félagafrelsi í reynd og sé andstætt anda stjórnarskrárinnar. SÍBS telur að öllum framangreindum markmiðum megi ná án lagasetningar, til dæmis með einfaldri aðgreiningu félaga án arðsemiskröfu með skráningu hjá fyrirtækjaskrá með sama hætti og RSK getur nú þegar veitt ehf. og öðrum félögum skattalegar ívilnanir hafi þau ákvæði um arðgreiðslubann í samþykktum sínum. Fullyrðingar í umræðu og greinargerð um að lögin einfaldi, skýri eða auki traust eru umdeilanlegar eða rangar. Jafnvel má færa rök fyrir því að frumvarpið skerði félagafrelsi. Afar erfitt mun einnig reynast að velja og hafna hvaða skilgreining á „almannaheillafélagi“ sé ásættanleg fyrir skráningu. Loks er áréttað að félagið Almannaheill talar ekki fyrir þann yfirgnæfandi meirihluta frjálsra félagasamtaka sem ekki eru aðilar að Almannaheillum og óheppilegt ef félagið upplifist sem einhvers konar sameiginlegur málsvari í almennri umræðu. Vöntun á skilgreindri og rökstuddri þörf ■ Hið opinbera hefur nú þegar að núgildandi lögum víðtækar heimildir til eftirlits með öllu sem styrkt er með opinberu fé eða tryggt er af hinu opinbera. ■ Frekari eftirlitsheimildir, skýrsluskil og endurgreiðslukvöð er hægt að binda í samninga, svo sem reyndin er í styrkjasamningum velferðarráðuneytisins og fleiri aðila. ■ Skil milli félagagerða og skráning í fyrirtækjaskrá RSK er skýr og einföld eins og hún er. Hægt væri að bæta við flokki félaga án arðsemiskröfu án þess að lagasetningu þurfi til, líkt og gert er þegar einkahlutafélögum með arðgreiðslubanni er veitt undanþága frá tekjuskatti. SÍBS | Icelandic Patients Association Síðumúli 6 | IS-108 Reykjavik | Iceland +354 560 4800 | sibs@sibs.is mailto:sibs@sibs.is ■ SÍBS er ósammála fullyrðingum um að sérstök löggjöf muni skjóta sterkari stoðum undir starfsemi félaga, eða gera félagsmönnum kleift að skilja félögin betur eða reka þau betur. ■ Traust til félagasamtaka byggir á orðspori en verður ekki fengið með lagasetningu. Þvert á móti myndi fyrsta hneykslismálið sem tengist skráðu félagi til almannaheilla verða til að sverta orðspor þeirra allra. ■ Gildandi löggjöf dugir vel til að halda utan um allt umhverfi félagasamtaka, þar á meðal bókhald, ársreikninga, misferli og refsiverða háttsemi. Afar óviðeigandi er að setja sérstök ákvæði um slíkt í lög um félög til almannaheilla. ■ Stjórnarskráin gerir ráð fyrir félagafrelsi. Sérstök löggjöf mun skerða þennan rétt í reynd, alveg sama hvort það er valkvætt að undirgangast lögin. Íþyngjandi og yfirstýrandi ■ Þar sem fastlega má gera ráð fyrir því að opinberir aðilar setji þau skilyrði um fjárstuðning eða samninga við félagasamtök, að þau uppfylli lögin, sé líklegt að fjölmörg smærri félög sem ekki hafa burði til að framfylgja lögunum hljóti þar með ekki styrki og leggi upp laupana í kjölfarið. ■ Sektir og fangelsi allt að tveimur árum gildir fyrir alla sem greina vísvitandi rangt frá einhverju sem hefur með félagið að gera, sem gerir opinbera umræðu allt að því hættulega, því auðvelt er að bera þessar sakir á menn; einnig virðist það varða það sektum eða allt að tveggja ára fangelsi að hafa áhrif á úrslit kosninga (e.t.v. jafnvel með því einu að semja um stuðning á aðalfundi). ■ Frumvarpsdrögin innihalda nákvæmar reglur og forskriftir m.a. um fundahöld og kosningar og t.d. að aðalfundur einn megi selja fasteignir, sem lamar starfsemi stjórna félaganna og viðbragðshraða þeirra til ákvarðanatöku því oft eru aðalfundir félagasamtaka haldnir á tveggja eða þriggja ára fresti. ■ Flest félög myndu þurfa að breyta stjórnskipan sinni og lögum frá grunni.. Gríðarlega erfitt yrði fyrir mörg félög að ná innri samstöðu um svo veigamiklar breytingar. ■ Verði frumvarpið að lögum verður ekki annað séð en að allt einstaklingsframtak muni með tímanum leggjast af því lögin passa ekki utan um slíkt. Mörg dæmi má nefna um mikinn árangur af slíku starfi. Innri ósamkvæmni og árekstrar ■ Hugtakanotkun er óskipuleg á köflum svo sem með aðgreiningu félagsfundar og aðalfundar og hvor fundurinn er rétthærri. ■ Skilgreining er gefin á stjórn, en fyrirbærið „fulltrúi“ er sett fram án skilgreiningar og fyrirbærið „fulltrúaráð“ er vakið til lífsins, sömuleiðis án nánari skilgreiningar. ■ Víðtækar heimildir eru til að leysa upp félög sem sinna ekki tilteknum upplýsingaskyldum eða starfa ekki samkvæmt eigin samþykktum jafnvel þótt enginn hafi borið skaða af slíku ósamræmi; fyrirtækjaskrá eru veittar heimildir til valdboðs og refsinga. ■ Nánari athugasemdir við einstök atriði frumvarpsins má sjá í viðauka. Aðrar leiðir að sama marki SÍBS hefur því lagt fram til umræðu tvær meginhugmyndir um hvernig áfram mætti vinna að markmiðum um óhagnaðardrifin félög og auknar skattalegar ívilnanir þeim til handa án sérstakrar lagasetningar: 1. Skráning hjá fyrirtækjaskrá Fyrirtækjaskrá RSK skráir nú þegar fjölbreytta flóru félaga án arðsemiskröfu og veitir þeim skattalegar ívilnanir skv. gildandi lögum sem góðgerðarfélög njóta nú þegar. RSK gæti skerpt á þessari skráningu eða aðgreint félög með og án arðsemiskröfu, t.d. með því að áskilja að slík félög A. hefðu staðlaða klausu í samþykktum sínum um að ekki sé gerð arðsemiskrafa til félagsins og/eða að fé þess skuli varið til góðgerðarstarfsemi, og B. skiluðu ársreikningi til fyrirtækjaskrár ef ársvelta þeirra væri yfir tiltekinni fjárhæð. Svona verkferli er þegar fyrir hendi hjá fyrirtækaskrá og má framkvæma án lagabreytinga. Í framhaldinu gætu svo slík félög sótt um sérstakar skattaívilnanir til RSK eftir því sem lög leyfa, líkt og t.d. einkahlutafélög geta gert ef samþykktir þeirra innihalda klausu um að ekki sé gerð til þeirra arðsemiskrafa. 2. Kynna betur núverandi lagaumhverfi • Skattamál: Vinna áfram með núverandi lagaramma, enda eru félagasamtök nú þegar undanþegin skattskyldu ef hagnaði þeirra er einungis varið til góðgerðarmála. Þetta mætti útvíkka í skattalögum með frekari fríðindum til félaga án arðsemiskröfu (N3-félög). • Eftirlit, endurskoðun og stjórnsýsla: Vinna áfram með núverandi lagaramma og eftirlit, enda getur Ríkisendurskoðun þegar krafist gagna, reikningsskila og greinargerða um starfsemi og árangur, frá öllum þeim aðilum sem þiggja fé eða ábyrgðir af ríkinu. • Bókhaldsskylda, ársreikningar o.þ.h.: Vinna áfram með eftirlit með lögum um bókhald og lög um ársreikninga, en þessi lög gilda þegar um starfsemi félagasamtaka sem stunda atvinnurekstur, fjáröflun eða fjárvörslu. • Samningar um verkefni og styrki: Kynna opinberum aðilum betur hvaða réttindi þeir hafa til eftirlits og upplýsinga frá aðilum sem njóta styrkja og tryggja að ávallt séu gerðir skýrir samningar um styrki sem hnykkja á ofangreindu. • Aðgreining samkeppnisrekstrar: Vinna áfram með lög um einkahlutafélög, þar sem nú þegar er hægt að sækja um undanþágu frá skattskyldu ef samþykktir einkahlutafélagsins kveða á um að ekki sé gerð arðsemiskrafa til félagsins. Þetta form getur hentað félagasamtökum vel sem vilja aðgreina atvinnurekstur frá öðru félagsstarfi. • Upplýsingarit: Kynna mætti betur hvaða reglur gilda nú þegar um félagasamtök, t.d. með útgáfu á Þessi umsögn er samhljóða umsögn SÍBS um sama mál frá síðasta löggjafarþingi (þá 785. mál) og varðandi athugasemdir um einstakar lagagreinar vísast til fyrri umsagnir að breyttu breytanda. Reykjavík, 8. nóvember 2019 vegum RSK. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS