Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 181 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 33 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fræðsla og forvarnir Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Austurstræti 8-10 FRÆÐSLA & FORVARNIR 150 Reykjavík Sent rafrænt á: nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 8. nóvember 2019. Umsögn Fræðslu og forvarna (FRÆ) um (stjórnar)frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 181. mál lagt fram á 150. löggjafarþingi 2019-2020. Stjórn Fræðslu og forvarna hvetur til þess að frumvarpið verði samþykkt og tekur félagasamtökum, sérstaða þeirra skilgreind og þau skráð sérstaklega hjá fyrirtækjaskrá. Yfirsýn um starfsemi þeirra mun þar af leiðandi batna til muna sem stuðla mun að almennu trausti í þeirra garð, þeirra á milli og gagnvart stjórnvöldum. Félagasamtök gegna veigamiklu og mikilvægu hlutverki til viðhalds og eflingar virku lýðræði og eru nauðsynlegur farvegur nýrra hugmynda, umbóta og samfélagsrýni. Þau þurfa því nauðsynlegt svigrúm og athafnarými. Löggjöf um þau má ekki fela í sér íþyngjandi skorður um stofnun og innra skipulag. Ekki verður séð að frumvarpið feli slíkt í sér. Félagasamtök hafa með höndum fjölþætt og umfangsmikil verkefni í þágu lands og lýðs og starfa á mörgum sviðum samhliða opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum. Mörg þeirra (jafnvel flest) fá greiðslur eða styrki af ýmsum toga frá ríki og sveitarfélögum til þess að sinna almannaheillastarfi og/eða eru í samstarfi við stjórnvöld um slíkt starf. A f því leiða ýmis fjármálaleg samskipti hins opinbera og félagasamtaka. Það er því í þágu beggja að fyrir hendi séu viðmið um góða stjórnarhætti og reglur um lágmarksskilyrði um uppbyggingu almannaheillasamtaka og lykilþætti í rekstri, s.s. bókhald, ársreikninga, skuldbindingarhæfi, ábyrgð stjórnar á fjárreiðum, skaðabótaábyrgð og vanhæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Það skaðar öll almannaheillasamtök þegar óvönduð vinnubrögð eða óreiða koma upp í einum samtökum. Fagleg félög hafa ekkert að fela og vilja geta sýnt fram á það svart á hvítu. Virðingarfyllst. F.h. stjórnar FRÆ, Fræðslu og forvarna, FR Æ Ð SLA OG F0 R VA R N IR • S ig t ú n i 42 • 1 0 5 R e y k j a v í k • s. 51 1 1 588 • kt . 4 1 0 7 9 3 - 2 1 0 9 • f r a e @ f o r v a r n i r . i s • f o r v a r n i r . i s heilshugar undir meginefni þess og tilgang og að setja skuli loks samræmd heildarlög um félagasamtök sem starfa að almannaheillum. Með lögum af þessum toga verða félagasamtök til almannaheilla aðgreind frá öðrum Árni Einarsson, framkvæmdastjóri mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:frae@forvarnir.is