Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 181 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.10.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 18 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 33 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisskattstjóri Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
fm RÍKISSKATTSTJÓRI Laugavegi 166 - 150 R eykjavík - Sím i 442 1000 Fax 442 1999 - w w w .rsk.is - rsk@ rsk.is Alþingi, nefndasvið Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 8.11.2019 Tilvísun: 20191001961 Efni: Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um félög til almannaheilla - 181. mál, 182 þskj. Ríkisskattstjóri hefur þann 18. október sl. móttekið tölvupóst þar sem óskað er eftir umsögn um framangreint þingmál. Embættið telur rétt að taka eftirfarandi fram varðandi efni frumvarpsins: Ákvæði 4. gr. frumvarpsins (stofnsamningur) eru eftirfarandi: „ Við stofnun félags skal stofnsamningurþess liggja frammi ásamt drögum að samþykktum fyrir félagið. Stofnsamningur skal vera dagsettur og undirritaður a f a.m.k. þremur lögráða félagsmönnum. “ Ríkisskattstjóri vekur athygli á því að í greinargerð með 4. gr. eru ítarlegri fyrirmæli um gerð stofnsamnings en fram koma í texta sjálfrar greinarinnar. I athugasemdum er tilgreint að í stofnsamningi: „ ...skulu komafram nöfn, kennitölur og heimilisföng stofnenda félags og tilgangur félagsins. Þetta er gert tilþess að þeir sem sœkja stofnfundinn geti gert sér fulla grein fyrir því hvað þeir undirgangast með því að gerast stofnfélagar. “ Ríkisskattstjóri telur að ákvæði 4. gr. ættu að endurspegla fyrirmæli greinargerðar varðandi þau atriði sem skuli koma fram í stofnsamningi, þ.e. nöfn, kennitölur og heimilisföng stofnenda félags og tilgangur félagsins. Eins og jafnframt er ljóst af lestri greinargerðarinnar þá væri það í því skyni að tryggja að þeir sem sækja stofnfundinn geti gert sér fulla grein fyrir því hvað þeir undirgangist með því að gerast stofnfélagar. Jafnframt skal bent á misræmi á milli texta síðari málsliðar 4. gr. og þess sem fram kemur í greinargerð um þetta efnisatriði, þ.e. hverjir skuli undirrita stofnsamning. Samkvæmt greinargerðinni skyldu stofnendur félagsins undirita stofnsamning en texti umrædds málsliðar tilgreinir að a.m.k. þrír lögráða félagsmenn skuli undirrita samninginn. Ríkisskattstjóri telur ákjósanlegt að stofnendur skuli undirrita stofnsamning líkt og greinargerð kveður á um, enda er það almennt framkvæmdin. Þá bendir ríkisskattstjóri á að eftir atvikum væri rétt að hafa hliðsjón af einstökum ákvæðum nýsettra laga m. 119/2019, um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, s.s. ákvæði lokamálsgreinar 2. gr. um að almennir félagsmenn beri ekki http://www.rsk.is mailto:rsk@rsk.is RlKISSKATTSTJÓRI persónulega ábyrgð á skuldum og öðrum skuldbindingum félags nema með félagsgjaldi sínu, þ.e. að stjómarmenn beri eftir atvikum ábyrgð á starfsemi félagsins. Að öðru leyti en hér að framan greinir telur ríkisskattstjóri ekki ástæðu til athugasemda. Virðingarfyllst, f. h. ríkisskattstjóra Matthildur Magnúsdóttir Ragnheiður Guðnadóttir