Starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja

Umsögn í þingmáli 180 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um 180. mál á 150. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík 13. febrúar 2020 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 180. mál á 150. löggjafarþingi Tillaga til þingsályktunar um starfshóp um útgáfu öruggra opinberra skilríkja Hagsmunasamtök heimilanna styðja markmið tillögu þessarar í meginatriðum, en benda um leið á að nú þegar er til ígildi rafrænna skilríkja, Íslykill, sem hefur reynst nokkuð vel til auðkenningar fyrir ýmsar rafrænar þjónustur, bæði opinberar og aðrar. Þar sem notkun Íslykils hefur náð talsverðri og vaxandi útbreiðslu án þess að vera lögbundin, leggja samtökin til að við frekari þróun á þessu sviði verði byggt á þeirri reynslu sem fengist hefur af útfærslu og notkun hans. Aðeins eitt fyrirtæki í eigu einkaaðila, einkum fjármálafyrirtækja, býður upp á svokölluð rafræn skilríki á grundvelli laga um rafrænar undirskriftir nr. 28/2001. Við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána samkvæmt lögum nr. 35/2014 var sett það skilyrði að ákvörðuð leiðrétting yrði staðfest með slíkum skilríkjum. Enn fremur hefur Íslandsbanki hf. krafist notkunar þeirra til að óska eftir leiðréttingu vaxta á húsnæðislánum samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 623/2016. Að mati samtakanna er það með öllu óréttmætt að þvinga neytendur þannig í viðskipti við einkafyrirtæki í einokunarstöðu svo þeir geti sótt réttindi sín á grundvelli laga. Dæmi eru um að neytendum sem ekki vilja una slíku hafi reynst erfitt að sækja lögbundin réttindi sín. Afstaða Hagsmunasamtaka heimilanna til útgáfu persónuskilríkja, hvort sem þau séu áþreifanleg eða rafræn, er sú að eðli máls samkvæmt sé hún á ábyrgð stjórnvalda og meðal þeirra verkefna sem eigi alls ekki heima hjá einkageiranum. Samkeppni er mikilvægur drifkraftur á frjálsum markaði og getur verið neytendum til hagsbóta við slíkar aðstæður, en verkefni hins opinbera lúta öðrum lögmálum. Skilríki eru ekki neytendavara heldur forsenda þess að hægt sé að nýta borgaraleg réttindi. Einnig má nefna að 31. maí 2019 birti forsætisráðuneytið tilkynningu um eflingu stafrænnar þjónustu, þar sem m.a. kom fram að stjórnvöld stefni nú að því að ríkið muni taka að sér útgáfu á rafrænum skilríkjum. Hagsmunasamtök heimilanna eru almennt fylgjandi þeirri stefnu, en hvetja jafnframt til þess að vandað verði sérstaklega til verks svo útfærslan geti öðlast nauðsynlegt traust. Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is o Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=180 https://www.audkenni.is/ https://www.audkenni.is/um-audkenni/fyrirtaekid/ https://www.althingi.is/lagas/150a/2001028.html https://www.althingi.is/lagas/150a/2014035.html https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=15544293-3b87-48df-a48f-6e7c84d46859 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/31/Stafraen-thjonusta-efld-Island-verdi-medal-fremstu-i-heiminum/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/31/Stafraen-thjonusta-efld-Island-verdi-medal-fremstu-i-heiminum/ http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is