Niðurfelling ábyrgða á eldri námslánum

Umsögn í þingmáli 179 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.10.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 17 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um 179. mál á 150. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík 13. febrúar 2020 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 179. mál á 150. löggjafarþingi Niðurfelling ábyrgða á eldri námslánum Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að fela mennta- og menningarmálaráðherra að fella niður ábyrgðir á námslánum sem veitt voru fyrir 31. júlí 2009. Hagsmunasamtök heimilanna styðja þessa tillögu sem og að almennt verði dregið úr notkun sjálfskuldarábyrgða í lánastarfsemi. Af þessu tilefni má benda á að í frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna á þingskjali 373 á 150. löggjafarþingi er lagt til að ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga skuli falla niður við gildistöku laga samkvæmt frumvarpinu, eða við andlát ábyrgðarmanns, enda sé lánþegi í skilum við sjóðinn. Hlýtur því að koma til skoðunar hvort og að hve miklu leyti það ákvæði frumvarpsins kemur til móts við markmið þingsályktunartillögu þessarar. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=179 https://www.althingi.is/altext/150/s/0373.html https://www.althingi.is/altext/150/s/0373.html http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is