Grunnskólar

Umsögn í þingmáli 16 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 17.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 82 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Reykjavíkurborg Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Reykjavík, 3. desember 2019 SFS2019100014 0.1 A lsherjar og m enntam álanefnd Alþingis A lþingishús 150 REY K JA V ÍK Reykjavikurborg Skóla- og frístundasvið Efni: Umsögn skóla- og frístundaráðs um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 A fundi skóla- og frístundaráðs þann 26. nóvember 2019 var lögð fram meðfylgjandi umsögn skóla- og frístundaráðs um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Umsögn skóla- og frístundaráðs var samþykkt. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: Það er réttlætis- og jafnréttismál að öllum börnum í skólum borgarinnar séu tryggð jöfn opinber framlög til sinnar skólagöngu, óháð rekstrarformi skóla eða eignarhaldi. Opinber framlög til menntunar ættu að vera eign barnanna og fylgja þeim í gegnum skólagöngu sína. Með jöfnum framlögum, óháðum rekstrarformi skóla, má komast hjá því að böm og foreldrar þeirra þurfí að greiða skólagjöld í sjálfstætt starfandi skólum. Oumdeilt er að slíkir skólar auka fjölbreytni í skólahaldi og eru mikilvæg viðbót í valkostum barna og foreldra varðandi menntun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skólaráði fagna því að með frumvarpinu skuli vera lagt til að skref í þá átt verði tekin. Engu að síður er mikilvægt að vanda til slíkra breytinga, að þær séu byggðar á réttum upplýsingum og raunverulegum samanburði. Auk þess er mikilvægt að rýna vel I j á r h a g s l e g áhrif tillögunnar á rekstur skóla- og frístundasviðs sem og borgarsjóð. Eðlilegra væri þó að tillaga í átt að auknum jöfnuði skólabarna í Reykjavík kæmi firá borgaryfirvöldum sjálfum. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar meirihlutans árétta að það er eindregin afstaða borgarstjórnarmeirihlutans að auknar fjárveitingar eða tilfærsla tekjustofna þurfi að fýlgja með þeim breytingum á lögum eða reglugerðum sem skapi sveitarfélögum aukinn kostnað. Þó rétt væri að slík kostnaðarþátttaka væri sjálfsögð þegar verkefni sem sveitarfélögum hafa verið falin stækka að umfangi, hvort sem það er ákveðið af sveitarfélögum sjálfum eða með lagasetningu, verður það að vera krafa að þegar slík aukning er að frumkvæði og kröfu löggjafans þá sé gert ráð fyrir að auka tekjur sveitarfélaga til jafns við þann kostnaðarauka sem a f verður. V irðingarfýllst jnm ssön sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008,16. mál M eð frumvarpinu er lagt til að gerð verði breyting á 1. mgr. 43. gr. b laga um giunnskóla með þeim hætti að framlag til sjálfstætt rekinna grunnskóla skuli nema að lágmarki 90% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands í stað 75% nú. Vegna skóla með allt að 200 nemendur, skuli framlagið vera að lágmarki 85% fyrir hvem nemanda umfram þann ijölda í stað 70% nú. í sáttmála þeirra flokka sem standa að meirihlutanum í Reykjavík segir: „M egináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir og áfram verður stutt við sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla.“ í Reykjavík eru starfandi sex sjálfstætt starfandi grum skólar með þjónustusamning við Reykjavíkuiborg. Auk þess er greitt framlag til ijögurra sjálfstætt rekinna gm nnskóla í öðmm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu vegna nemenda með lögheimili í Reykjavík. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur styður val foreldra til að velja skóla fyrir böm sín og tekur undir með flutningsmönnum frumvarpsins að kostnaður sem kemur til vegna skólagjalda geti verið ríkur og óæskilegur áhrifaþáttur við val á skóla. Leiðir til að m innka þennan áhrifaþátt yrðu því a f hinu góða. Skóla- og frístundaráð leggur þó á það ríka áherslu að stjómvöld leggi ekki auknar skyldur á sveitarfélögin, án þess að þeim verði tryggt fjármagn til að standa undir þeim viðbótarkostnaði sem óhjákvæmilega munu fylgja þeim breytingum. í því sambandi er mikilvægt að rýna fjárhagsleg áhrif tillagnanna á Ijárhag sveitarfélaganna og tryggja að fram lag ríkisins til þeirra sveitarfélaga þar sem sjálfstætt starfandi grunnskólar em starfræktir verði hælckað til að mæta að fullu þeim auknum útgjöldum sem umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér fyrir viðkomandi sveitarfélög.