Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitar­félaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023

Umsögn í þingmáli 148 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 18 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 97 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Skorradals­hreppur Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Umsögn
Skorradalshreppur Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 150 Reykjavík Skorradal, 5. nóvember 2019 1911002 PD Efni: Umsögn um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, mál 148 - umsögn Hreppsnefnd vísar í fyrri bókun um þetta mál frá 135. fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps þann „HreppsnefndSkorradalshrepps hefur verið með til skoðunar, þingsályktunnartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Hreppsnefnd er sátt við að efla sveitastjórnastigið en hreppsnefnd mælist tilþess áður en lengra verður haldið meðþessa tillögu aðþingsályktun, að Alþingi breyti _fyrst stjórnaskránni og_fái þar samþykkt að setja kröfu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Hreppsnefnd setur spurningarmerki við það hvortþað sé ekki lögbrot, að nota Jöfnunarsjóð til að greiða fyrir sameiningu, með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í tillögunum einnig er hér verið að fara illa með almannafé. Hreppsnefnd Skorradalshrepps er hlynt sameiningu sveitarfélaga, e f það er byggt á hagkvæmni og vilja íbúanna. Rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga, eiga að byggjast á tekjumöguleikum, samsetningu atvinnulífs, landfræðilegum aðstæðum, góðu samstarfi við önnur sveitarfélög og samningum við bæði einstaklinga og fyrirtæki um rekstur margslags þjónustu. Stór og smá sveitarfélög á íslenskan mælikvarða, hafa með sér samvinnu á ýmsum sviðum og hefur það verið byggt á hagkvæmni og þar að leiðandi allra hagur. Stóru sveitarfélögin hafa ekki síður en þau fámennari, nýtt sér samninga við verktaka og einstaklinga, til margslags verkefna, s.s. sorphirðu, slökkvilið, snjómokstur o.fl. enda gera sveitarfélögin þetta a f hagkvæmis ástæðum og kemur höfðatölu íbúana ekkert við. Hversvegna sameining, e f það gengur þvert á óskir íbúana? Margar sameiningar hafa ekki gefist vel og hafa jaðarbyggðir í mörgum tilfellum orðið fyrir skerðingum og því búið við verri þjónustu, en þau höfðu fyrir sameiningu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps gerir athugasemdir við skipan starfshóps sem vann að Grænbók um sveitastjórnastigið, hann hefði átt að skipa á breiðari grunni og a f fleiri aðilum svo þverskurður sveitafélaga á landinu fengu að segja sína skoðun, ja fn t stór sem smá. Einnig gerir hreppsnefnd athugasemd við að fæ ra gistináttagjaldyfir til sveitafélaga. Hreppsnefnd Skorradalshrepps, er alfarið á móti þv í að sveitarfélög séu þvinguð til sameiningar, á forsendum lágmarks höfðatölu. 10.9.2019: SKORRADALSHREPPUR Hvanneyrargötu 3 311 Borgarnesi Sími: 4311020 Netfang: skorradalur@skorradalur. is Íbúar sveitarfélaga eiga alfarið, að meta það sjálfir, hvort sameining við önnur sveitarfélög sé betri kostur en það, að eiga gott samstarf og starfa sjálfstætt. E f þessar reglur verða þvingaðar í gegn, á móti vilja heimamanna, eru tímamörkin sem sett eru algjörlega óviðunandi. Ítrekar hreppsnefnd undirstrikuðu línurnar og mælist til að Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leiti umsagnar Umboðsmanns Alþingis áður en lengra er haldið. Virðingarfyllst, Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps Afrit: Umboðsmaður Alþingis. Þórshamri, Templarasundi 5, 101 Reykjavík SKORRADALSHREPPUR Hvanneyrargötu 3 311 Borgarnesi Sími: 4311020 Netfang: skorradalur@skorradalur. is