Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023

Umsögn í þingmáli 148 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 20 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 97 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Tjörneshreppur Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Umsögn
148. mál Hreppsnefnd Tjörneshrepps lýsir mikilli óánægju með þvingaðar sameiningar sveitarfélaganna sem eru grundvallaðar á 1000 íbúa lámarki sem lítil eða engin rök eru á bak við. Úr því að ríkisvaldið hefur bitið í sig að sameina þurfi sveitarfélögin væri best að byrja á því að brjóta þau upp og sameina þau svæði sem helst eiga saman, ekki byggja á gömlu hreppamörkunum sem eru úreld að talsverðu leyti. Jafnframt er fráleitt að hafa tvö skref, fyrst 250 íbúa lágmark 2022 og síðar 100 íbúa árið 2026. Þetta hefur það í för með sér að sum sveitarfélög gætu þurft að sameinast tvisvar á næstu sex árum. Ásættanleg niðurstaða í þessu máli er að leyft verði að brjóa upp núverandi sveitafélagamörk og sleppa 250 íbúa lágmarkinu 2022.