Fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum

Umsögn í þingmáli 147 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Borgarsögusafn Reykjavíkur Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 26.03.2020 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 25. mars 2020 Erindi: Þingsályktunartillaga um fullgildingu Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum -147. mál Borgarsögusafn Reykjavíkur fagnar tillögu til þingsályktunarfullgildingu Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum -147. mál Borgarsögusafn Reykjavíkur starfar samkvæmt lögum um starfsemi safna og menningarminjar og samþykktum og siðareglum ICOM -Alþjóðaráðs safna. Borgarsögusafn sinnir menningarminjum í Reykjavík, m.a. með skráningu og rannsóknum og ráðgjöf. Safnið hefur tekið þátt í starfi Landsnefndar Bláa skjaldarins á íslandi sem var stofnuð árið 2014. Markmið Bláa skjaldarins er að vinna að verndum menningarverðmæta með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. Nafnið Blái skjöldurinn vísar til bláa litarins í merki því sem menningarverðmæti, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt Haagsamningum frá 1954, eru auðkenndar með, sbr. 16. gr. samningsins. Ljóst er að fullgilding samningsins myndi styrkja starf Bláa skjaldarins á íslandi og þar af leiðandi stuðla að betri vernd menningarverðmæta. BORGARSOGUSAFN REYKJAVIKUR Grandagarði 8, 101 Reykjavík Sími: (+354) 411 6300 borgarsogusafn@reykjavik.is www.borgarsogusafn.is B o rgarsö gu safn Reykjavíkur mailto:borgarsogusafn@reykjavik.is http://www.borgarsogusafn.is Að fullgilda samninginn myndi styrkja starf Bláa skjaldarins á íslandi, starfsemi allra sem varðveita menningarverðmæti og þar af leiðandi stuðla að betri vernd menningarverðmæta á landsvísu. Virðingarfyllst Guðbrandur Benediktsson safnstjóri BORGARSÓGUSAFN REYKJAVIKUR Grandagarði 8, 101 Reykjavík Sími: (+354) 411 6300 borgarsogusafn@reykjavik.is www. borgarsogusafn. is B o rgarsö gu safn Reykjavíkur mailto:borgarsogusafn@reykjavik.is