Fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum

Umsögn í þingmáli 147 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Íslansdeild ICOMOS Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
ÍSLANDSDEILD ICOMOS Nefndarsvið Alþingis Reykjavík 24.3.2020 Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um fullgildingu Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmœta í vopnuðum átökum -147. mál. íslandsdeild ICOMOS- Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði fagnar tillögu tilþingsályktunar ftdlgildingu Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, sem nú er til umsagnar. . íslandsdeild ICOMOS var stofnuð árið 1999 og er aðili að ICOMOS - Intemational Council on Monuments and Sites, sem eru alþjóðleg frjáls félagasamtök, er vinna að vemdun og viðhaldi menningarminja og umhverfis þeirra. ICOMOS er UNESCO -Menningarmálastoínun Sameinuðu þjóðanna og heimsminjanefnd UNESCO til ráðgjafar um vemdun menningarminja auk þess að taka þátt í verkefnum til vemdar íslenskum menningarminjum og menningararfi. íslandsdeild ICOMOS á aðild að Landsnefnd Bláa skjaldarins á íslandi sem var stofnuð árið 2014. Markmið Bláa skjaldarins er að vinna að verndum menningarverðmæta með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. Nafnið Blái skjöldurinn vísar til bláa litarins í merki því sem menningarverðmæti, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt Haagsamningum frá 1954, em auðkenndar með, sbr. 16. gr. samningsins. Islandsdeild ICOMOS mælir eindregið með því að Haag-samningurinn ffá 1954 um vemd menningarverðmæta í vopnuðum átökum verði fullgiltur hér á landi. Innleiðing Haag-samningsins á Islandi mun renna sterkari stoðum undir varðveislu og vemd menningarminja á íslandi og styrkja starf stofnana og samtaka á borð við Islandsdeild ICOMOS sem hafa það hlutverk að stuðla að vemdun og varðveislu menningarminja. F.h. stjómar íslandsdeildar ICOMOS Guðný Gerður Gutníarsdóttir formaður