Fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum

Umsögn í þingmáli 147 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag nor­rænna forvarða Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
nkf is F É L A G N O R R Æ N N A F O R V A R D A í S L A N D Alþingi Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík 25. mars 2020 Efni: Umsögn - Þingsályktunartillaga um fullgildingu Haag samningsins frá 1954 varðandi vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum - 147. mál. í tölvupósti sem barst Félagi norrænna forvarða - ísland (NKF-IS) þann 20. mars sl. var félagið hvatt til þess að senda inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Haag-samningsins frá 1954, um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum. Að mati félagsins myndi fullgilding Haag samningsins vera mikill styrkur og stuðningur við varðveislu menningarverðmæta hér á landi. Með honum skuldbinda aðildarríki sig til þess að huga að viðbrögðum við vopnuðum átökum, með því að undirbúa sig vel, gera áætlanir og hvernig tryggja megi menningarverðmætum vernd ef til átaka kæmi. Þessi sami undirbúningur mun einnig koma að góðum notum ef að annarskonar vá steðjaði að, svo sem náttúruhamfarir, skemmdarverk eða eldsvoði. Árið 2018 hélt NKF-IS 125 manna alþjóðlega ráðstefnu hér á landi sem bar titilinn: Cultural heritage facing catastrophe: Prevention and recoveries. '\ þeim fjölmörgu fyrirlestrum sem þar voru fluttir kom það glögglega í Ijós hversu mikilvægur allur undirbúningur er þegar vá steðjar að. Þekking og yfirsýn skiptir sköpum í björgun menningarverðmæta. Félag Norrænna forvarða - ísland, sem landsdeild Nordiska Konservatorförbundet, bindur von við að Flaag samningurinnfrá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum verði fullgiltur hér á landi og að innleiðing hans byggi sterkari grunn undir varðveislu og vernd menningarverðmæta á íslandi. Virðingarfyllst !h. stjórnar NKF-Ísland Ingibjörg Áskelsdóttir Forvörður