Meðferð sakamála

Umsögn í þingmáli 140 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 23.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 16 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag fréttamanna Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 12.02.2020 Gerð: Umsögn
Félag fréttamanna á RÚV Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8 150 Reykjavík Reykjavík, 11. febrúar 2020 Efni: Umsögn Félags fréttamanna um 140. mál: Meðferð sakamála (bann við myndatökum og hljóðupptökum í dómhúsum) Félag fréttamanna leggst gegn frumvarpi Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem mælt var fyrir á Alþingi þann 4. febrúar (Þingskjal 140 - 140. mál). Samkvæmt frumvarpinu yrði óheimilt að taka myndir eða hljóð í dómhúsum og óheimilar myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum, brotaþolum eða vitnum á leið í dómhús eða frá því án samþykkis þeirra. Í greinagerð með frumvarpinu segir meðal annars : „Meginreglan er sú að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði, sbr. 10. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Sú regla er ekki skert með því að banna myndatökuraf aðilum m álsinniídóm húsieða nálæ gtþví[...].“ Þessu er Félag fréttamanna ósammála. Með því að takmarka möguleika fjölmiðla á að mynda og ná tali af sakborningum er ekki einungis verið að skerða möguleika almennings að upplýsingum heldur einnig verið að skerða möguleika sakborninga á réttlátri málsmeðferð, sem háð er í heyranda hljóði. Félagið fær ekki séð nauðsyn eða tilefni ákvæða sem um ræðir. Félagið telur núverandi löggjöf ganga nægilega langt hvað varðar takmarkanir á fréttaflutningi af dómsmálum. Félagið lagðist reyndar gegn breytingum á lögum um meðferð einkamála, lögum um meðferð sakamála og fleiri lögum, þar sem upplýsingamiðlun fjölmiðla var takmörkuð með því að banna samtíma endursögn af því sem fram fer í dómsal (Þingskjal 1243 — 783. mál). Ein grunnforsenda lýðræðislegrar umræðu er að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum til að geta mótað sér upplýstar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Félagið telur það varða hagsmuni almennings að koma á framfæri upplýsingum um sakborninga og afbrot þeirra. Hagsmunir almennings eru sérstaklega ríkir hvað þetta varðar ef um er að ræða stjórnmálamenn sem brotið hafa af sér. Meginreglan á Íslandi er sú að réttarhöld, ekki síst í sakamálum, skulu háð í heyranda hljóði og fyrir opnum tjöldum. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi þar sem að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur. Hlutverk fjölmiðla er meðal annars að veita dómskerfinu aðhald. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og starfsmenn réttarkerfisins aðhafast. Félag fréttamanna telur að frumvarpið dragi úr getu fréttastofu RÚV til þess að sinna þeirri lögbundnu eftirlitsskyldu sinni að veita dómskerfinu aðhald. Dómsvaldið verður að vera sjálfstætt og varið frá öllum pólitískum áhrifum. Þar af leiðandi er aðhald fjölmiðla og almennings lykilatriði. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem nauðsyn krefur, þarf því að byggja á sterkum og veigamiklum rökum. Fyrir hönd Félags fréttamanna, Alma Ómarsdóttir formaður Félags fréttamanna kt. 630185-0849