Skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Umsögn í þingmáli 139 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 23.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 21 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sagnfræðingafélag Íslands Viðtakandi: Stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Athugasemd
S AGNFRÆÐIN GAFÉLAG ÍSLANDS Reylgavík 6. nóvember 2019 Til stjómskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis Varðar: Þingskjal 139 — 139. mál. Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknamefndar til að fara yfir starfshætti lögregluvalds, ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. I framangreindri þingsályktunartillögu kemur fram að skipa eigi sérstaka þriggja manna rannsóknarnefnd sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum lögregluvalds, ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Sagnfræðingafélag íslands fékk ábendingu um málið, ræddi á stjómarfundi og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hlyti að teljast að reyndur sagnfræðingur sæti í nefndinni, verði hún stofnuð, eða yrði henni til ráðgjafar. Þau vinnubrögð sem menntun og reynsla sagnfræðings skapa hljóta að verða gríðarleg lyftistöng fyrir rannsóknarstarf a f því tagi sem gert er ráð íyrir að nefndin vinni. Auk þess starfa sagnfræðingar eftir ströngum siðareglum sem tryggja heiðarlegt og vandað verklag. Með vinsemd og virðingu, F. h. Sagnfræðingafélags íslands Þórunnartúni 2 ,105 Reykjavík, w w w .sagnfraedingafelag .net,sagnfraedingafelagid@ piail.com mailto:sagnfraedingafelagid@piail.com