Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli

Umsögn í þingmáli 130 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 19.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 14.02.2020 Gerð: Umsögn
Landbúnaður á nORÐURLANDI VESTRA Alþingi Umhverfis- og samgöngunefnd Austurstræti 8-10 Reykjavík Norðurlandi vestra, 14. febrúar 2020 Sent rafrænt á nefndasvid@althingi.is Umsögn; Tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 130. mál. Í tillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll í Skagafirði að varaflugvelli. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) taka undir þau sjónarmið sem nefnd eru í þingsályktunartillögunni um mikilvægi uppbyggingar Alexandersflugvallar í Skagafirði sem varaflugvallar fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Eins og fram kemur í tillögunni eru landfræðilegar aðstæður þar góðar sem og veðurfarslegar. Í Skagafirði eru litlar líkur á jarðhræringum eða eldgosum sem hamlað geta flugsamgöngum. Auk þess að vegalengdir til fjögurra meginflugvalla á Íslandi á landi eru hagstæðar eins og rakið er í þingsályktunartillögunni. Uppbygging Alexandersflugvallar sem varaflugvallar er ekki einasta hagsmunamál með tilliti til flugöryggis heldur einnig með tilliti til þess sem kallað hefur verið „dreifing ferðamanna" og þar með stuðningur við ferðaþjónustuna á Norður- og Austurlandi sem ekki hefur vaxið eins hratt og á Suður- og Vesturlandi. Til að árangur náist í að fá ferðamenn til að fara víðar um landið en nú er verða að koma til fleiri alvöru fluggáttir á landsbyggðinni. Reynsla þeirra landa sem við lítum til sýnir það svo ekki verður um villst og er þar helst að nefna Nýja Sjáland. Áhuginn á beinu flugi á Norðurland er fyrir hendi og sýnir fjölgun ferðamanna í millilandaflugi um völlinn það glöggt. Skv. upplýsingum frá Markaðsstofu Norðurlands fjölgaði farþegum í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll um 38% milli áranna 2018 og 20191. Beint flug frá Evrópu á Norðurland er „viðkvæm vara" og allar truflanir geta vegið býsna þungt í ákvarðanatöku hinna erlendu flugrekstraraðila og ferðaheildsala varðandi framhaldið. Að ekki sé talað um þeirra sem fylgjast með og íhuga að stíga næstu skref. Fyrir nokkrum árum þótti það óhugsandi fyrir söluaðila Íslandsferða t.d. í Evrópu að bjóða upp á flug beint til Norðurlands, en þróun áfangastaðarins Íslands og aðstæður á mörkuðum hafa breytt þeirri afstöðu til muna. Fjárfesting í að byggja Alexandersflugvöll upp sem varaflugvöll og gera hann að e.k. fráviksflugvelli („diversion airport") fyrir Akureyri mun bæta möguleika þessarar sóknar 1 Sjá frétt á mbl.is mailto:nefndasvid@althingi.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/01/28/stodug_fjolgun_millilandafarthega_a_akureyri/?fbclid=IwAR2Pj3VbThzU_gFXeMUnJQbdSy-svJlmpwHMIqKOucLTxAFyIAB4cxV5M5s í beinu flugi inn á Norðurland til muna og um leið renna betri stoðum undir ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra, létta á álagi á þeim ferðamannastöðum sem komnir eru næst þolmörkum sunnan og vestanlands, um leið og heildaröryggi fluglandsins Ísland verður aukið. Til viðbótar við framantalið myndi uppbygging Alexandersflugvallar, sem samkvæmt tillögu að samgönguáætlun er ekki inni í grunnneti flugvalla, auka öryggi íbúa á Norðvesturlandi til mikilla muna. Skv. úttekt á heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra sem SSNV lét gera á árinu 2018 eru nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhringsaðgang að skurðstofu. Annars staðar á landinu er hlutfallið frá 50 - 100%2. Sé það ekki ætlun ríkisvaldsins að bæta að nýju heilbrigðisþjónustu í landshlutanum er nauðsynlegt að bæta samgöngur þangað til að íbúar svæðisins sitji við sama borð og íbúar annarra landshluta. Vegasamgöngur á yfirstandandi vetri hafa verið erfiðar og ítrekað hafa allir vegir inn og út úr landshlutanum verið lokaðir, oft svo dögum skiptir með tilheyrandi óöryggi og hættu fyrir íbúa ef upp koma veikindi eða slys. Alexandersflugvöllur leikur því lykilhlutverk í aðgengi íbúa landshlutans að nauðsynlegri þjónustu en miðað við núverandi stöðu á viðhaldi og rekstri vallarins gegnir hann því tæpast í dag. Mikilvægt er að hann verði settur í grunnnet flugsamgangna í samgönguáætlun um leið og ráðist verður í þá athugun sem mælt er fyrir í þingsályktunartillögunni. Í fyrri umræðum um þingsályktunartillöguna í sölum Alþingis hefur mikið verið rætt um kostnað við uppbyggingu flugvallarins sem varaflugvallar. Lögð skal áhersla á það að þingsályktunartillagan sem hér um ræðir nær eingöngu til þess að gerð verði ítarleg athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli. Í þeirri athugun myndi væntanlega koma í ljós hver raunverulegur kostnaður er, hvert ástand flugvallarins er í dag, í hvaða framkvæmdir þarf að ráðast o.s.frv. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra styðja þá athugun heilshugar og leggja ríka áherslu á að í hana verði farið byggt á þeim rökum sem tilgreind eru í tillögunni auk þeirra sem hér hafa verið lögð fram. F. h. Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri 2 Sjá skýrsluna hér. http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf