Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli

Umsögn í þingmáli 130 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 19.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 12.02.2020 Gerð: Umsögn
Góðan daginn Á 901. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. febrúar 2020 var tekið fyrir neðangreint erindi og þannig bókað. 2002044 - Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 6. febrúar 2020, frá Nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 130. mál. Byggðarráð styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu. Þetta tilkynnist hér með! F.h. byggðarráðs Kristín